Sorgardagur

Gunnar Bragi náði að draga Alþingi Íslendinga í svaðið með sér í dag með raklausri þvælu og vitleysu.

Menn eiga ekki að opinbera fávisku sína sé hún til staðar.  Það verður viðkomandi einungis til minnkunnar.

Ég vona að þetta sé einhverskonar byrjendamistök á Alþingi.... en ekki hrein fáviska.

hvellurinn


mbl.is „Hvers konar kjaftæði er þetta?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Sammála þessu.

Þessir nei sinnar þurfa að troða öllu uppá ESB :-)

Hlítur að vera erfitt fyrir nei sinna að þurfa að nota orðið aftur og aftur.

Prófa að nota já, virkar miklu betur :-)

Koma með lausnir ekki vandamál.

Mun betra fyrir þingmenn að vera jákvæðir.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 17.4.2012 kl. 22:36

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta voru ekki byrjendamistök og ekki fáviska.

Hér var þingmaður að tala í pólítískum tilgangi. 

Tilgangurinn var að reyna að koma höggi á pólítíska andstæðinga, móta skoðanir fólksins í landinu á ósanngjarnan hátt, komast í fjölmiðla og fleira.

Óheiðarlegir pólítikusar tala gagnvart betri vitneskju margoft. Því miður!

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 22:39

3 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Svona er pólítíkin á Íslandi.

Drulla nægilega mikið á aðra til að fá samúð frá landanum.

Virðist vera að landinn sé að kaupa þetta.

Verði okkur að góðu eftir næstu kosningar.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 17.4.2012 kl. 22:48

4 identicon

Sleggjan  /  Jóhannes  fylgir því ekki svakalegur höfuðverkur að vera svona heilaþvegnir af  ESB-klíkuveldinu.?

Númi (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 22:54

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er veriðað bæta stjórnsýsluna... eitthvað sem á að vera búið að gera fyrir löngu.

Hefur fólk ekki lesið Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar var sérstaklega tekið á máli stjórnsýslu Íslands.. m.a skipan stjórarráðsins.

Tengis ESB ekki neitt einsog Gunnar Bragi heldur fram.... enda hlítur þessi drengur að vera með ESB á heilanum.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 22:59

6 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Númi

Mér líður vel en þér :-)

Hef ekki tekið endalega ákvörðun í þessu máli enda er ekki samningur á borðinu.

Það er verið að vinna í samningsköflunum og hlakka að sjá hvað þar verður í boði.

Þá og þegar það gerist þá tek ég ákvörðun :-)

Gæti verið að fólk sé líka heilaþvegið af því að vera með nei alltaf yfir sér ?

Bara spyr.

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 17.4.2012 kl. 23:04

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Númi

Ef þú hefðir lesið kommentið mitt betur þá hefðiru séð að ég var að tala um vinnubrögð pólítíkusa. Það geta verið já-pólítíkusar og nei-pólítikusar (víst þú miðar allt við esb þá tek ég það fram).

En kannski vissir þú alveg hvað kommentið mitt snérist um og talaðir gegn betri vitund ;) svona svipað og þessir margumtöluðu óvönduðu stjórnmálamenn.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 23:25

8 identicon

Svei mér þá, ég held barasta að við séum allir komnir með höfuðverk af öllum þessum Sirkusbrögðum,í pólitíkusunum.

Númi (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 23:30

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takmark ESB-yfirstjórnarinnar er að hafa einræðisráðherra í löndunum, til að auðveldara sé að stjórna. Þeir veljast til verkanna, sem auðvelt er að stjórna. Þetta má lesa sig til um fyrir utan Ísland.

En íslenskir ráðamenn eru alltaf að finna upp eitthvert blindra manna hjól, í staðinn fyrir að læra af reynslu annarra þjóða. Svona fer græðgin með stjórnsýsluna og landsmenn. Það stendur greinilega ekki til að breyta þessu alvarlega og tortímandi græðgis-hugarfari.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2012 kl. 08:35

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Anna

Þú ert bara að bulla.

Það eru líðræðiskjörnin fulltrúar forsætisráðherrar í hverju landi. ESB er á móti einræði og þessi líðræðiskrafa er eitt af skilyrðum svo land megi ganga í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.4.2012 kl. 08:43

11 identicon

Hvurnig í he+*'+ er verið að bæta stjórnsýsluna?

Það er ekkert verið að skera niður í stærsta útgjaldaliðnum, nefnilega mannalaunum. Þetta er drullumaks-pólitík þar sem skítnum er ausið úr einum vasanum yfir í annann.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 08:44

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fækkun ráðuneyta gerir stjórnarráðið skilvirkara

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 18.4.2012 kl. 14:15

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

S&H. Líklega er ég bara alltaf að bulla, en öllu bulli fylgir alvara. Ég kaus VG í lýðræðislegum kosningum, vegna þess að ég hafði trú á Ögmundi Jónassyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, m.a. til að standa við kosningaloforð VG um að fara ekki í ESB. Þau voru í framboði í mínu kjördæmi. Þau hafa ekki ennþá staðið lýðræðislega með mér, sem þó kaus þau á þing í lýðræðislegum löglegum kosningum.

Ég treysti þeim ekki lengur til að vera lýðræðislega kjörnir málsvarar mínir á þingi, vegna þess að þau hundsa mig sem kjósanda, með því að styðja aðild að ESB, með fullkominni þátttöku sinni í aðal-kosningaloforði Samfylkingarinnar, að sækja um aðlögun að óafturkallanlegri aðlögun að ESB. 

Því miður treysti ég því í síðustu kosningum, að þessi tvö væru fullorðin, ábyrg og traust sínum kjósendum, en nú eru þau að bregðast kjóosendum sínum.

ESB setur reglur með leiðbeiningum frá AGS, um hvernig megi hundsa lýðræðið í ríkjunum, til þess að ná lýðræðinu frá almenningi.

Þannig fer miðstýring fram.

Ég er ekki svo vitlaus að ég sjái og skilji þetta ekki. En það væri fróðlegt að kynnast þinni/ykkar (S&H) sýn á hvernig við verjum lýðræðið á lands/heimsvísu. Þurfa ekki allir að byrja á sjálfum sér?

Það þarf að verja móður jörðina og lýðræðið.

Vandana Shiva sagði:

Umhverfi og mannkyni stafar nú mest ógn af miðstýringu og einokun. Sjálfbærni, réttlæti og friður fá ekki þrifist fyrr en fjölbreytni verður grundvöllur framleiðslunnar. Á okkar dögum er ræktun og viðhald fjölbreytninnar ekki munaður heldur forsenda þess að við lifum af.

Þessi stórmerkilega kona veit hvað hún er að segja. Svo mikið veit ég, þótt ég viti því miður ekki næstum því allt, frekar en aðrir á þessari plánetu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2012 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband