Sigmundur útá túni.

Í kastljósi sagði hann að allir mælikvarðar um hagkerfi ESB er verra en á Íslandi. Og gat bara nefnt atvinnuleysi.

Ég spyr bara Sigmund

Hvað með verðbólgu?

 

hvað með stýrivexti?

hvellurinn

 


mbl.is Telur að fylgið muni skila sér aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strákar.

Það eruð þið og ESB aðildarumsóknin sem eruð ekki bara úti á túni, því að umsóknin sjálf er allsber á berangri og það næðir um umsóknina úr öllum áttum, sem á sér nú orðið formælendur sára fáa.

Auðvitað er það fleira en hið hrikalega atvinnuleysi sem gerir allan samanburð ESB/EVRU svæðisins við Ísland sérlega óhagstæðan fyrir ESB.

Ber þar líka að nefna hrikalegan og vaxandi skuldavandan á ESB/EVRU svæðinu.

Einnig það að hagvöxtur er nú neikvæður á öllu EVRU svæðinu í heild sinni, enda EVRU svæðið lélegasta og versta hagvaxtarsvæði heims, meðan hagvöxtur er á Íslandi og hagvaxtarhorfur ágætar og almenn kaupmáttaraukning.

Fátækt fer ört vaxandi á EVRU svæðinu og svo mætti lengi tleja.

Samanlagt má segja það að á meðan nánast allar alþjóðlegar hag- og lífskjaraspár fyrir ESB/EVRU svæðið eru annaðhvort dökkar eða kolsvartar þá eru sömu spár fyrir Ísland annaðhvort bjartar eða skínandi bjartar.

Ólafur Arnarsson hagfræðingur og hingað til alla vegana einn af hörðustu ESB aðildarsinnum skrifar nú í Pressuna í gær:

"Með því að óska eftir beinni aðild að málaferlum ESA gegn Íslandi vegna ICESAVE málsins, með það að markmiði að styðja við kröfur ESA, hefur framkvæmdastjórn ESB sýnt umsóknarlandinu Íslandi fullan fjandskap"

Síðan segir hann einnig:

"Aðildarumsókn Íslands að ESB andaðist í gær, blóm og kransar afþakkaðir"

Fleiri og fleiri sjá að ESB umsóknin er handónýt og brýtur í freklaega bága við lífshagsmuni þjóðarinnar og er einnig í hróplegri andstöðu við mikinn og vaxandi meirihluta íslensku þjóðarinnar líka !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@gunnlaugur

En vextir?

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 17:58

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

GI

Í fyrsta lagi þá eru skuldir ESB minni en Íslands ef miðað er við GDP einsog algengast er.

Það er spáð meiri hagvextiá evrusvæðinu en á Íslandi næstu missseri þannig að þau rök eru flogin útí buskann hjá þér.

Fátækt fer ört vaxandi á Ísalndi líka og í hinum vestræna heimi. 

svo ferðu að vitna í ólaf arnason hagfræðing um dómsmál. ég hélt að það væri takandi mark á þér og þú mundir koma með einhverjar nýjar fréttir um efnahagsmál..... en NEI..              

Það er aldrei neitt að marka þig Gunnlauguar þú ferð yfirleitt með staðlausa stafi og hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um..... 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 18:23

4 identicon

Vextir eru nú orðnir mjög misjafnir á ESB svæðinu. Sums staðar eru innláns vextir á ESB svæðinu meira að segja neikvæðir, þegar tekið er tillit til verðbólgu og víða mjög hás fjármagnstekjuskatts. Það þykir nú mjög neikvætt í hagfræðinni og skýrt merki um efnahagslegan hnignun og beint hættumerki.

Ég er með Breskan tékkareikning og þar eru almennir yfirdráttarvextir 25%.

Víða á EVRU svæðinu er bankakerfið orðið svo bágborið eins og t.d. hér á Spáni að flest fólk eða fyrirtæki fá bara alls enginn lán, alveg sama hvað dæmið lítur vel út og þó svo að góð veð séu fyrir hendi. Það skiptir því litlu hverjir vextirnir eru skráðir opinberlega og slíkt er augljóst hnignunar merki og skýr merki um enn frekari samdrátt í atvinnulífinu, sem enn mun auka hér á átakanlegt atvinnuleysið !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 18:36

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hér á Íslandi er sannkallaðir neikvæðir raunvextir á innistæðum. Verðbólgan étur upp sparnað fólks (litil sem engin verðbólga í ESB/evrusvæðinu) og þrátt fyrir neikævða raunávöxtun þá þarf að borga fjármagstekjuskatt ofan á þann pening 20%.

Ég veit ekki hvað þú ert að sanna með þessa yfirdráttavexti í U.K. Þú segir að það séru lágir vextir í ESB og bendir svo á háa vexti í U.K sem er í ESB. Þú talar bara í kross og jarðað þið með rökum sjálfur... ég þarf ekki að hafa fyrir því að benda á fáfræðsiluna hjá þér.

Svo er bankakerfið hér á landi líka bágborið.... það fór reyndar á HAUSINN.  Hér á Íslandi lána bankar mjög lítið og leggja peninginn inn í Seðlabanka Ísslands og hirða vaxtamismiuninn (ó hin dýrðelga og góða króna).

Rökin þín eru alltaf veik. Þú hefur aldrei komið með neitt hingað á borð sem heldur vatni. Enda ertu fáfróður með eindæmum. 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 19:28

6 identicon

Nú það er þessi gállinn á ykkur. Allir fáfróðir og hafa ekki hundsvit á hlutunum ef þeir ganga gegn úrsérgengnum og gatslitnum trúarboðskap ykkar.

Síendurtekin geðvonska ykkar yfir lánleysi og fylgisleysi ESB umsóknarinnar er kannski skiljanleg og eiginlega á köflum brjóstumkennaleg.

En bara svo við skoðum hagvaxtarölur um spá AGS fyrir EVRU svæðið fyrir árið 2012 þá eru þær neikvæðar sem sagt samdráttur eða = mínus 0,3% hagvöxtur og sker EVRU svæðið sig algerlega úr sem lakasta og aumasta hagvaxtarsvæði heims.

Ef ekki verða fleiri stóráföll á árinu 2013 er kannski von um 0,9% hagvöxt á svæðinu. Sömu tölur fyrir Ísland eru árið 2012 = 3,5% hagvöxtur og fyrir árið 2013 2,9% hagvöxtur.

AGS telur nú að EVRU svæðið og skuldakreppan þar sé alvarlegasta ógnunin við efnahags stöðugleika heimsins, hvorki meira né minna.

EVRAN sem nýlega var talin "hættulegasti gjaldmiðill heims" af hinu virrta Þýska viðskiptatímariti DER SPIEGEL, er greinilega mesta efnahagslega misfóstur mannkynssögunar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 19:53

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nýjustu spár spá ekki samdrátti heldur þvert á móti myndarlegum hagvexti.

Staðreynd.

Svo er krónan lélagsti gjaldmiðill í heimi. ENDA ER HÚN Í HÖFTUM.

Hún hefur fallið um helming síðan 2008. 

Evran var 150kr í byrjun árs og er núna um 165kr.     Evran er búin að styrkjast ekki veikjast á árinu.

Sem hlítur að vera áfall fyrir NEI sinna einsog Gunnlaug.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 20:47

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mikilvægt er að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.

Svo er vinsamleg leiðrétting á staðreyndum ekkert sem þarf að æsa sig yfir.

Við getum bætt umræðuna í samfélaginu, byrjum hér.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 22:28

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Maður er að reyna að gæta sín.... en svo er maður dreginn í drullusvaðið.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband