Þriðjudagur, 17. apríl 2012
Deilur miklar, ekki hissa
Ég man þegar Súdan skiptist í tvö ríki. Þegnar ríkjanna fögnuðu. SÞ fögnuðu.
Omar al-Bashir, forseti Súdan, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, eru meðal þeirra sem taka þátt í hátíðarhöldunum í nýju höfuðborginni Juba, en Súdan var fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði nýja nágrannaríkis síns opinberlega
Joseph Deiss, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sló hamri sínum í ræðupúlt þingsins í gær til að lýsa yfir inngöngu Suður-Súdans og uppskar fagnandi lófatak þingfulltrúa.
Allir héldu að með því að skipta ríkinu í tvö ríki þá falla allar deilur niður. Það vissi ég að mundi aldrei gerast. Fögnuðurinn og gleðin var ekki lengi.
Nú er þetta deila tveggja ríkja, hver með sinn her. Það liggur við að það sé verri en borgarastyrjöldin sem var árum saman.
En allavega var þetta engin lausn að splitta ríkjunum.
kv
Sleggjan
![]() |
Súdan segir Suður-Súdan óvinaríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.