Forsíðufrétt Morgunblaðsins

"Lífeyrissjóðir jafnvel til taks" er fyrirsögnin.

Ég staldra við orðið Jafnvel? Svona la la? Semi? Alveg sama?

 

Í fréttinni segir að lífeyrissjóðir væru tilbúnir að fjármagna nýja Vestmanneyjaferju EF tryggingar væru lagðar fram og ávöxtunarkrafan ásættanleg.

Tryggingar: Semsagt að ríkið tryggi að tap muni aldrei lenda á lifeyrissjóðum.

Ávöxtunarkrafa ásættanleg: Ekki lægra en lögbundið lágmark. Þ.e. 3,5%.

 

Að sjáflsögðu segja lífeyrissjóðir ekki nei við þessu "tilboði". Enda má taka út orðið "Nýja Vestmanneyjarferju" og setja hvað sem er.

Ég set eyðu í staðinn fyrir Nýja Vestmannaeyjaferju svo þið getið prufað:

Í fréttinni segir að lífeyrissjóðir væru til að fjármagna ________________ ef tryggingar væru lagðar fram og ávöxtunarkrafan ásættanleg.

 

Ég prufaði orðin:

-Tívolí á Blöndósi.

-Skóbúð á Snæfellsjökli.

-Vatnsskemmtigarð á Klambratúni.

- Heilsuheimili á Húsavík.

 

 

Nákvæmlega ekkert fréttnæmt. Fréttanefið hjá Morgunblaðinu er ekki gott, og hvað þá forsíðufrétt. Tengist þetta því að aðalsponsor moggans starfar í Eyjum?

kv

Sleggjan


mbl.is Lífeyrissjóðir jafnvel til taks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

í þessu samhengi þá er þetta nokkuð hlæjilegt

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 19:53

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lífeyrissjóðirnir eru ábyrgðarlausar fjárglæfrastofnanir, sem hafa rænt eigendur sjóðsins 100%, og eru nú að reyna að ljúga sig út úr ráninu, eins og ræningjum er tamast að gera.

Og áfram skal alþýða þessa lands rænd, af þessum fjárglæfra-sjóði, sem er bak við tjöldin, að ganga frá þrælasölu á alþýðunni, við AGS og ESB.

Það verður nú meiri munurinn fyrir alþýðuna, þegar samningar verða frágengnir. Óábyrgir atvinnurekendur fá dollaramerki í evru-augun, af tilhugsuninni um að sleppa endanlega við að fara eftir samningum verkalýðsforystunnar.

Gylfi Arnbjörnsson hlýtur að hafa fengi viðunandi greiðslu fyrir "samviskusamlega" unnin störf í "þágu" alþýðunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2012 kl. 20:38

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lífeyrissjóðirnir voru of nátengdir bönkunum og öðrum góðærisfyrirtækjum á sínum tíma.

Einnig má gagnrýna þann kostnað (laun, hlunninndi) sem þeir starfa í.

Best væri að hver maður borgar á lágvaxtareikning, áhættulausan, inneignareikning í Seðlabankanum.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband