Mánudagur, 16. apríl 2012
Brengluð mynd af Íslandi.
Fyrsta villa
"Fram kemur í umfjölluninni að Íslendingar séu í skýjunum yfir þessum hugmyndum enda hafi þeir lent í bankahruni einungis fyrir fáeinum árum síðan. Þeim veiti því ekki af peningunum."
Þetta er ekki rétt. Það er mikil andstaða við þetta og miklar efasemdir um að þetta sé fýslegur kostur eða hvort sæstrengur sé raunhæfur möguleiki yfir höfuð. Svo veit ég ekki betur en að Bretland er í bullandi rugli með sýna banka og veitir ekki af peningum sjálfir.
Önnur villa
"Ólíkt Rússlandi hefur þessi litla þjóð ekki mörg spil á hendi. Þvert á móti horfir hún í örvæntingu sinni til þess að treysta tengsl sín við nágrannaríki sín í Evrópu. Þjóðin er í miðjun klíðum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ef hún getur tengt sig við ESB með því að útvega sambandinu græna orku þá mun hún gera það,"
Ísland mun ekki útvega U.K orku vegna ESB. Svo tengjumt við ESB þegar við göngum inn. Burtséð hvort við seljum Bretum orku eða ekki.
Skv þessu þá sjá Bretar okkur Íslendinga sem hrædda, fátæka þjóð á hausnum og gera allt til þess að sleikja upp aðrar þjóðir.
sem er ekki rétt.
Fyrir utan það að við eigum alls ekki nógu mikla orku til að þjóna Bretlandi að einvehrju ráði. Við getum mestalagi þjónað 1-2 millistórar borgir á Skotlandi. Svo verður Pútin ekki endalaust við völd. Einsog þessi Breti gefur sér.
hvellurinn
![]() |
Betra að leita til Íslands en Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Athugasemdir
S&H
Þetta viðhorf sem hér birtist af hálfu Breta er í hnotskurn það viðhorf sem Evrópusambandið hefur til okkar. Þetta er það sem sumir vilja beygja sig undir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.4.2012 kl. 12:21
Nákvæmlega...!
Mér leið einsog ég væri alltíeinu orðinn íbúi nýlenduríkis Breta við lestur greinarinnar... Jahérna...!
En ég held nú samt að eigum nóg af orku fyrir þá, þ.e.a.s ef við slátrum öllum iðjuverunum hérna svo að hægt væri að láta þá fá orkuna...
Yeah... Right...!
Hehehe...! Harharhar...! Tíhíhí...!
Sævar Óli Helgason, 16.4.2012 kl. 12:28
Við getum séð 0,4% af ESB fyrir orku.... þessi tala getur hækkað uppí 0,6% ef við virkjum allar sprænur á Íslandi.. þar á meðal Gullfoss.
Bretland er 12% af ESB.
Með öðrum orðum þá eigum við ekki nærri því eins mikla orku og við höldum stundum.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 12:54
Bretland og ESB líta á Ísland sem "piece of meat" þeir eru ekkert að hugsa um fólkið, bara hvernig hægt er að nota stjórnmálamenn eins og Össur til þess að gerast undirgefnir botnar fyrir ESB. Hagsmunir okkar er að nýta eigin orku til framleiðslu, fyrirtækin sem munu nýta orkuna á Bretlandi borga enga skatta á Íslandi. Það á sem sagt að nota okkur eins og batterí?
Karl (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 13:27
Það er nú þannig að Bretar munu kaupa orkuna okkar á ástættanlegu verði. Þ.e pundin mun flæða til Íslands og um allt hagkerfið. Það er ekki ástæðulaust Hörður forstjóri Landsvirkjun (snjallast opinberi stjórnandinn í dag) er að skoða þenna valmöguleika.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 13:37
Það kann vel að vera S&H að Hörður forstjóri sé snjall, en ég held að hann sé ekki eins snjall og þú vilt vera láta. Ef ég skildi hann rétt í fréttum um daginn að með því að selja orkuna í gegnum sæstreng út fyrir landssteinana, þá muni fleiri manns fá vinnu en að selja hana innanlands til stóriðju eða annarra greina. Ég verð að viðurkenna að ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig það má vera, ætlar hann að selja rafmagnið úr landi í gegnum sæstreng með handafli íslenskra verkamanna???
Ég er hræddur um að það vanti ýmislegt í þá útreikninga forstjórans, og er allt í einu búið að komast að því að orkutap verði ekki á leiðinni frá Íslandi til Skotlands, eða hvert annað sem hann vill selja orkuna til??? en fram að þessu hafa menn sett einmitt það fyrir sig þegar þessi umræða hefur komið upp. Og viljum við verða háðir duttlungum Breta, vegna þess að þeir halda að við séum svo sólgnir í pundin þeirra???
Þú hefur kannski svör við þessu fyrir mig S&H og sagt mér það í einum hvelli
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.4.2012 kl. 14:54
Þetta er mjög lýsandi fyrir viðhorf allmennt í Evrópu og viðar til Íslands. Evrópubúinn lítur Ísland sömu augum og 101 búinn í Reykjavík lítur á hin og þessi Kópasker á íslandi, þarna er fátækt, fáfræði og vonnt veður, afskaplega gaman að koma og skoða molbúan, en að búa þarna,,,, nei aldrei.
Verði af þvi að selja rafmagn úr landi um sæstreng, þá kemur það ekki til greina að við hér á skerinu borgum minna en evrópubúin, verðhækkanir verða gífurlegar, td þá kostaði (fyrir hrun) heilar 70 þusund ísl. krónur að rafhita eitt meðalstórt einbýlishús við Osló fjörðinn.
Kv. S.
S. (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 15:10
Það var gefið út skýrsla frá Gamma ráðgjafafyrirtæki til Landsvirkjunnar í fyrra
http://www.gamma.is/media/skjol/GAMMA-Efnahagsleg-ahrif-af-ardsemi-Landsvirkjunar-til-2035.pdf
Ég hvet þig að lesa hana. Ég er búinn að því.
Ef þú hefur ekki tíma þá væri samt hollt að lesa útdráttinn og niðurstöður.
Við verðum ekki háð duttlunum. Þvert á móti mun samningstaða okkar batna verulega með sæstreng.
Ég get ekki frætt þig um þetta alltsaman á þessum vetvangi. En ég hvet þig til að lesa skýrslunna og kommenta hér í framahaldi af því og segja þitt álit.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 15:19
Það skiptir nú litlu hve mörg prósent af Bretlandi eða ESB við erum að þjóna.
Hvað kostar að leggja sæstrenginn. Mögulegar tekjur, Jákvætt NPV? Fjárfestum þá endilega.
Svo er það pólítíkin: Hvar viljum við virkja? Er þetta rétt atvinnustefna? , þar eru skoðanirnar mijsanfar og þær eru margar.
kv
sll
sleggjan (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.