Sunnudagur, 15. apríl 2012
Alþýðublaðið 1994, nokkrir molar
Datt inn á Alþýðublaðið frá árinu1994 .
Skoðaði skemmtilega mola á spássíðunni. Hér koma þeir.
Vel heppnuð sápuópera frá
víkingatíma.
Kolbrún Bergþórsdóttir, umsögn um
skáldsögu Vilborgar Davíðsdóttur,
Nornadómur. Morgunpósturinn í gær.
Hvað er eiginlega að
íslenskum stjórnmála
mönnum? Er þeim gjörsamlega
fyrirmunað að tengja
saman eigin orð og athafnir?
Stefnuyfirlýsingar og framkvæmd?
Elías Snæland Jónsson í leiðara
DV í gær um skattpíningu.
Það er mjög skemmtilegt að
vera fyrsta konan frá upphafí
í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur.
Drífa Sigfúsdóttir. DV í gær.
Seldi Saddam Hussein
tólf skriðdreka.
Frásögn Morgunpóstsins af
Lofti Jóhannessyni kaupsýslumanni.
Kjósendur virðast orðnir
þreyttir á ræðuskörungum
stjórnmálanna... I staðinn
halla kjósendur sér að
stjórnmálakonu sem kann
ekki par í ræðumennsku,
heldur æpir að áheyrendum á
innsoginu í útifundarstíl án
þess að henni stökkvi bros.
Velgengni hennar sýnir, að
hæfíleikar á hefðbundnum
sviðum skipta litlu máli í nútímanum.
Jónas Kristjánsson.
Leiðari DV á laugardag.
Maður er ekkert að flana að
neinu og verður að skoða
stöðuna.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem
enn hefur ekki gert upp við sig hvort
hún fylgir Jóhönnu Sigurðardóttur eða
verður kyrr í Framsókn.
Vantar ungan, kjarkmikinn
og góðan lögfræðing til að
berjast gegn óréttlátu kerfl
fyrir unga litaða konu.
Sendið nafn í pósthólf 202, Kóp.
Einkamálaauglýsing í Morgunpóstinum
Kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
hehe já gaman af þessu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 20:41
Var ásta ragnheiður í framsókn??? dafuq???
hv
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 20:41
Nakvæmlega sem ég hugsaði hehe.
Ætli hún hafi ekki farið til Jóhönnu í Þjóðvaka á sínum tíma.
Svo rann Þjóðvaki inn í Samfylkinguna.
Og þar er hún Ásta ennþá.
Atvinnupólítíkus eins og þeir gerast bestir :D Ekki flokkurinn eða stefnan sem skiptir mali. Heldur þægilega innivinnan =)
sleggjan (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 21:42
eða hún hafi farið í kvennalistan.
getur komið til greina líka
hvell
Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2012 kl. 11:19
Jóhanna stofnaði Þjóðvaka árið 1994, sama tíma og þetta rit af Alþýðublaðinu kom út.
http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0vaki
Tel þá yfirgnæfandi líkur á að Ásta var að pæla að fylgja Jóhönnu í Þjóðvaka, úr Framsóknarflokknum
kv
sleggjan
sleggjan (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.