Laugardagur, 14. apríl 2012
Vanhugsuð gagnrýni.
Við þurfum ekki fleiri mislæg gatnamót. Ef við skellum mislæg gatnamót á Kringlumýrabraut þá gengur þau gagnamót svaka vel og myndar svo umferðarteppu á næstu gatnamótum.
Höfum við ekkert lært á reynslunni?
Hvað varð um nýju Hringbrautina? Það myndast gríðarleg umferðarteppa upp Miklubrautina en svo er hægt að keyra hratt á Hringbrautinni svo er umferðarteppa á hringtorginu hjá Þjóðarbókhlöðunni. Með öðrum orðum var þessi stækkun Hringbrautar algjört klúður og skar miðbæ RVK í tvennt og ekkert tekið tillit til gangandi eða hjólandi vegfarendum. (fyrir utna gögnubrúnna yfir en ég hef aldrei séð neinn ganga hana). Hvergi nema á Íslandi þykir góð hugmynd að planta þriggja akreyna hraðbraut gegnum miðborgina.
Hanna Birna hefur viðurkennt í viðtali á spjallþáttinum Krossgötur að Hringbrautin var klúður eða að hún "fúnkeraði ekki" einsog Hanna Birna orðaði það. Þessvegna er þessi málflutningur ótrúlegur.
hvellurin
![]() |
Gagnrýna borgaryfirvöld harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sleggjuhvellir eru semsagt víðförlir menn, allavega ef marka má ummælin um að "hvergi nema á Íslandi þikir góð hugmynd að planta þriggja akreinahraðbraut gegnum miðborgina"...
Mæli með því að þið farið til fleirri landa í skoðunarferðir.
Sjálfur er ég búinn að koma til 18 landa og jafnmargra höfuðborga, semsagt séð mikið...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 14.4.2012 kl. 17:03
Ætli ég hafi ekki farið svona svipað.
Og í örðum borgum væri þetta kallað skipulagsslys.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 17:26
Bara flestar þessar höfuðborgir sem hafa fjölakraina akbrautir gegnum miðborgirnar eru flestar í Evrópu... Skipulagsslys eða eitthvað annað, það er spurning.
Sjálfur er ég á því að það sé allveg sama hvað þú gerir til að liðka til fyrir umferð, þú ert bara að færa tappann. Hinsvegar ef þú kláraðir verkið til enda þá væri enginn tappinn. Man allavega er ég var að vinna við vesturlandsveginn nánast frá Grafarholti að Mosfellsbæ að tappinn færðist bara nær Mosfellsbæ. Ef vegurinn hefði verið kláraður upp að Hvalfjarðargöngum þá hefði tappinn að sama skapi bara færst þangað, þó lítið hefði verið eftir af honum þar.
Svo til útskýringar þá er það skipulagsslys ef að vegur er ekki kláraður til enda...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 14.4.2012 kl. 18:12
Nýja Hringbrautin er fín. Þessar slaufur eru fínar og flýta fyrir.
Að keyra hana er eins og að vera í útlöndum. En svo stoppar allt við bókhlöðuna reyndar
slegg
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 19:03
Þú meinar að keyra hana er eins og að vera í USA.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 19:09
Var þetta Hringbrautarævintýri ekki draumur Dags B? Í núverandi umhverfi er sá draumur hans jafn fjarstæðukenndur og háskólaumhverfið hans sem troða skal með risaspítala við Hringbrautina. Fínn tappi það!
Og þessi gjörningur að fresta öllum gatnaframkvæmdum í Reykjavík fyrir strætó? Það er sami angi af draumi Dags. Lýðskrum? Ójá, það líður víst að kosningum!
Fyrir utan það að við erum á Íslandinu góða en ekki í USA.
Hver tekur að sér að segja Degi þær fréttir?
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 20:42
Strákar, ég var að renna yfir kommentalistann í síðasta eða næstsíðasta bloggi og sá að þið spurðuð mig um afstöðu til EES. Hér er hún:
Ég tel réttast að við segjum upp því samstarfi því í heildina kostar það okkur meira en við vinnum með því. Það sem talað var um á sínum tíma um að fá allt fyrir ekkert (Jón Baldvin) hefur sýnt sig vera þveröfugt við það sem við héldum.
Það er margt í lögjöf EES sem við getum nýtt okkkur og tekið til fyrirmyndar, en flest meginatriði eru okkur í óhag. Við getum gert okkar viðskiptasamninga við önnur lönd óháð þessu bandalagi og myndað miklu hagstæðari tengsl.
Munið að grunnurinn að hruninu liggur í regluverki EES.
Þá vitið þið það.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2012 kl. 21:10
Dagur kom ekki nálægt ákvörðunum um hringbrautina.
En þetta er ekki líðskrum að því leyti að það eru margir á móti þessu.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 21:11
Sleggja og/eða Hvellur: Hvernig má það vera að Dagur B. Eggertsson hafi ekki komið nálægt ákvörðum um Hringbrautina sem borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á þeim tíma? Endilega upplýsið okkur um það.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 23:13
Þakka svarið Jón steinar.
og hvellurinn, já ég meinti usa.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.