Sameining sparar stórar fjárhæðir.

Að sjálfsögðu á að sameina unglingadeildina. Deildirnar verða sterkari sem heild heldur en sitthvoru lagi. Stærri einingar geta boðið betri þjónustu og meiri námsúrval. Nú veltur á Reykjavíkurborg að gugna ekki. Hafa hugan við verkið. Það eru alltaf hópar sem eru hræddir við breytingar.

Þetta sparar gríðarlegar fjárhæðir
sjá hér
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/04/12/sameiningin_sparar_80_milljonir/

Ísland er með dýrasta menntakerfi á meðal OECD en framlög til Háskólana er undir meðaltal OECD. Það eru grunnskólastigin sem eru að valda þessum gríðarlega kostnaði og þar á að sameina og skera niður þar sem á við.

hvellurinn


mbl.is Ráðuneytið gagnrýnir sameininguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tölur um meintan 80 milljóna sparnað verður að taka með miklum fyrirvara, enda eru þær ekki rökstuddar á vef borgarinnar.   Þessi sparnaður er excel æfing eins og er.  

kveðja.

Ragnar Torfi Geirsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 23:30

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

meginröksemdin fyrir því að sameina unglingadeildir Hamraskóla, Húsaskóla og Foldaskóla er einmitt að efla unglingamenningu og frístundastarf í hverfinu, svo og að bjóða unglingum upp á fjölbreyttara val í námi sínu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 23:38

3 identicon

Af þeim 97% foreldra barna í Hamraskóla sem náðist í, þá var 91% á móti sameiningu. Þessi "hópur" er bara alfarið á móti því að skóla og frístundastarf unglinga í Hamrahverfi verði lagt í rúst af misvitrum pólitíkusum.

Hlynur Snæland (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 23:53

4 identicon

Reykjavíkurborg hefur vanalega talið sér til tekna sparnað í leigukostnaði húsnæðis þegar verið er að tala um sameiningar skóla eða þess háttar. Af hverju skyldi Reykjavík svo leigja umræddar byggingar? Jú, sjálfri sér. Þannig að þarna er sparnaður eins sviðs borgarinnar tap annars sviðs, sem kemur ekki á óvart enda eru skólabyggingarnar til og hverfa ekki við sameininguna. Þetta er blekking og ekkert annað.

Blah (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 23:55

5 identicon

Þið Sleggjan og Hvellurinn , eruð í þessu máli nákvæmlega sömu hálfvitarnir og í öllum öðrum málum sem þið tjáið ykkur um!!

Hafthor Rosmundsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 00:04

6 identicon

Mæli með að Sleggjan og Hvellurinn kynni sér málið áður en þeir tjá sig! Það hefur stærstur hluti þeirra foreldra sem eru á móti sameiningunni gert. Treysti mér í að spara mun meira á annan hátt en með sameiningum og upplausn öflugs skólastarfs.

Eggert Teitsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 00:15

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta verður ekki upplausn heldur styrking.

það mun sparast miklar fjárhæðir við þessari aðgerð

félagsstarfið á unglingsstiginu mun eflast og námsvalið aukast.

Foreldrarnir eru á móti vegna þess að allir eru hræddir við breytingar.

Reykjavíkurborg þarf að sýna pólítiskt þrek og halda ótrauð áfram... það er best til langs tíma.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 01:00

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Börn eru manneskjur, þeim verður ekki hent á milli eins og rollum í rétt, líkt og verið er að gera í þessu sambandi.

Þessi pistil er algalinn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2012 kl. 01:35

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn það er orðið þreytulegt þetta orð ykkar hræðsla....

Það eru margar aðrar ástæður fyrir þessari andstöðu en hræðsla og þar er ofarlega á lista velferð barna...

Þessar sameiningar hafa ekkert með það að gera að gæðin verða betri vegna þess að svo verður ekki og talandi um sparnað þá er þetta ekkert annað en að kosta aukin útgjöld vegna biðlauna sem þarf að borga vegna uppsagna og endurráðningu nýs fólks í stöðurnar sem var verið segja upp í...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.4.2012 kl. 08:49

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sameining þjónar velferð barnanna betur t.d með aukið námsframboð.

Er ekki jákvætt að börnin fái aukið námsframboð?

 Sameining leiðir til sparnaðar. Að sjálfsögðu. 

Haldið þið að Reykjavíkurborg er að fara í þessa sameiningu bara "af því bara". Haldið þið að Reykjavíkurborg er að fara í þessa sameiningu til að pönkast í fólkinu?

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 09:27

11 identicon

USS,USSS fólk gott ekki vera að deila við ´hvellinn, hann veit ALLT og hefur skoðanir á ÖLLU. Hann á von á MASTERSGRÁÐU von bráðar.

Númi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:15

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Númi

Realy?

Er þetta nýja afstaðan þín?

Fara í eitthvað barnalegt þras.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband