Föstudagur, 13. apríl 2012
Ótrúlegar lýsingar.
Maður á varla orð.
Margir kverúlantar segja að kvótafrumvarpið er árás á landsbyggðina. Segja að útgerðafélag heldur bænum uppi og styrkir félagsstarf og annað.
Miðað við lýsingar Gríms er það bara kjaftæði.
hvellurinn
![]() |
Auðlindin afhent á silfurfati |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þú ætlar að stela. Steldu þá nógu miklu, til að það sé hætt að vera ólöglegt.
Mér finnst að kvóta eignin ætti að vera í hönum bæjarfélaga, og stærð eignarinnar reiknuð eftir íbúa fjölda. Bæjarfélög eiða í fólkið sitt. Ríkið brennir peninga í AAAlgjöra vitleysu.
Karl (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 19:14
@ Karl
Er ósammála því.
kvótakerfið er gott (með sínum göllum reyndar)
En við eigum að rukka duglega fyrir kvótann. Til ríkisins.
Ekki hugsa um landsbyggðinna í því samhengi.
Heldur frekar eyrnamerkja nýju innkomuna af fjármunum í landsbyggðina (10-20 milljarðar af 90 milljarða kvóta) . Hann mun þá nýtast mjög vel.
Restin að borga niður skuldir og styrkja heilbrigðis og velferðarkerfið
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 20:32
Hvenær var viðtengingarhátturinn afnuminn?
Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 20:55
jón
I see what you did there :D
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 21:49
Þetta blogg er til skammar. Það ættu að vera reglur sem banna svona meðferð á íslenskunni. Því þær eru teljandi setningarnar, sem síðuhaldara tekst að skrifa skammlaust.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.4.2012 kl. 23:19
Það er enginn að neyða þig að lesa þetta blogg.
Þú getur farið eitthvert annað.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 01:02
Eruð þið að setja út á skrif(rithátt) ´hvellsins´´ uss það má ekki enda á hann von á að útskrifast með MASTERSGRÁÐU á næstunni,og það er engin lýgi.
Númi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:18
@nr 2:
Jóhanna talar um að þjóðin verði að fá sína rentu af auðlindinni. Konugarmurinn skilur ekki að þjóðin fær hana þegar án þessa frumvarps. Hvernig? Útgerðin veiðir og hefur af því tekjur, útgerðir borga skatta og greiða sjómönnum laun sem þeir síðan greiða skatta af. Útgerðin kaupir hitt og þetta hérlendis (viðhald t.d.) og sér þannig til þess að aðrir hafi atvinnu af því að þjónusta hana. Þeir aðilar greiða líka skatt. Útgerðin skilar þjóðinni líka verulegum gjaldeyristekjum. Þjóðin fær sína rentu af auðlindinni þó Sf taki ekki eftir því enda sér sjá flokkur bara skrifræðið í Brussel. Rentan mun sennilega minnka vegna þessa frumvarps. Dýr er vanþekkingin.
Best er að halda stjórnmálamönnum eins langt frá viðskiptalífinu og hægt er. Af hverju skyldu þeir sem hala inn þessi verðmæti (landsbyggðarfyrirtæki) ekki mega njóta afraksturs sinnar vinnu? Af hverju þurfa peningarnir fyrst að fara til Rvk og svo aftur til landsbyggðarinnar? Þetta fé kemur auðvitað ekki til baka.
Þessi hækkun á sköttum á útgerðina mun verða henni þung í skauti og sennilega munu einhver fyrirtæki rúlla vegna hennar. Fjárfestingar í greininni munu dragast enn meira saman og ég er hræddur um að öryggismál sjómanna muni einnig versna. Atvinnuleysi mun aukast innan greinarinnar en það er í lagi svo þjóðin fái sína rentu, ekki satt?
Það er söguleg staðreynd, sem alltof fáir hérlendis kannast við, að lækkun skatta skilar hinu opinbera auknum tekjum - þetta sjáum við bæði hérlendis og erlendis. Skussarnir sem nú stjórna vita þetta ekki og ergo hér er enn massív kreppa sem stjórnarliðar hafa bara dýpkað með árásum sínum á atvinnulífið.
Helgi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:32
Ég vil benda þig á að lesa fréttina með blogginu.
Þar kemur fram að peningarnir fara rakleyðis til Reykjavíkur. Og við erum með óbreytt kerfi. Það á eftir að breyta því.
Ekkert verður eftir á landsbyggðinni. Bæjarfélögin eru samt að borga undir þessi fyrirtæki með t.d dýpkingu á höfninni.
Svo ætla ég að benda þér á Helgi að þegar útgerðarmennirnir taka sína milljarða út í arðgreiðslur og fara með þá til London eða Florida til að slaka á.... þá fáum við ekki neitt. Núll krónur. Barþjónninn í Florida fær hinsvegar mikið þjóðfé við að dæla í útgerðamönnunum drykkjum.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 12:10
Helgi
Nokkuð til í þessu hjá þér.
En þegar kvóti er leigður til þriðja aðili á 700milljónir?
Ríkið fær 0kr því hann gefur kvótann.
Sá sem fær kvótann situr heima hjá sér að telja peninga.
Þriðji aðilinn sem leigir af kvótaeigandanum á 700 millljónir og er í legit business og rekur sitt fyrirtæki. Og er ekki farinn á hausinn!
ÞAð sem við þurfum að gera er að kötta á millimanninn sem leggur ekkert til samfélagsins, heldur telur peninga heima hja ser eða á Kanaríeyjum.
Ríkið leigir beint til þriðja aðilans á 700 milljónir. Fá þennan pening í ríkiskassann en ekki til peningateljarans!
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2012 kl. 19:16
@9:
Ég veit ekki betur en Grímur Atla sé í Vg og því óeðlilegt að ætlast til þess af honum að hann sé annað en tryggur sínum formanni. Allir vinstri sinnar skilja ekkert í efnahagsmálum, þetta er lögmál eins og þyngdarlögmálið.
Hvað kemur það málinu við að bæjarfélagið sé á hausnum? Er það útgerðarmönnum að kenna að það er á hausnum? Á nú að nota það sem réttlætingu fyrir hræðilegri frammistöðu sveitarstjórnarmanna að hirða enn meira fé af fyrirtækjum í rekstri. Er það Palla bæjarstarfsmanni eða Gunnu fiskverkakonu að kenna að götur hafa ekki verið malbikaðar eða sveitarstjórnarmönnum sem bera enga virðingu fyrir peningum. Staðan í Reykjavík er ekkert mikið betri, borgarstjórnarmenn eru að hugsa um að ausa um 400 milljónum af fé sem ekki er til í hjólreiðastíg sem síðan verður ekki einu sinni hægt að nýta allt árið. Opinberir aðilar eru eins og einstaklingar, verða að sníða sér stakk eftir vexti. Annars er þessi athugasemd þín útúrdúr sem tengist þessu frumvarpi ekkert.
Af hverju ætti sveitarfélagið ekki að ráðast framkvæmdir sem gera það hagkvæmt fyrir útgerðarfyrirtæki að gera þaðan út? Þessi dýpkunarframkvæmd mun fljótlega skila sér. Hinn möguleikinn er að dýpka ekki höfnina og þá fara útgerðarmenn bara í næsta pláss. Þá ganga menn um atvinnulausir í sveitarfélaginu sem gætu haft vinnu og sveitarfélagið fær minni útsvarstekjur. Er þetta ekki augljóst eftir að á það hefur verið bent?
Jú, það verður talsvert eftir á landsbyggðinni. Grímur Atlason mun kannski átta sig á því þegar útgerðarfélög neyðast til að segja upp fólki vegna skattpíningar, þá munu útsvarstekjur hans minnka. Hvaðan heldur Grímur Atlason að útsvarstekjur sín sveitarfélags komi? Úr skýjunum? Tína sveitarstjórnarmenn þar peninga af trjám? Það eru þá ekki einstaklingar og lögaðilar sem greiða sveitarfélaginu útsvar, eða hvað? Hér er hann að sanna lögmálið sem ég nefndi áðan. Hann gæti prófað að reka útgerðina frá bænum og reyna síðan að malbika einhverjar götur, ef engin útgerð er í bænum þarf heldur varla að dýpka höfnina.
Varðandi gróðann: Nú veit ég auðvitað ekki hvort þú vinnur í einkageiranum eða opinbera geiranum en menn í einkageiranum vilja græða og þurfa að græða og er ekkert nema gott um það að segja. Hvernig heldur þú að fyrirtæki geti fært út kvíarnar? Ef þau græða ekki er ansi hætt við að þau fari fljótt á hausinn og það vill enginn. Það er ekkert að því að græða peninga þó vinstri menn hér láti eins og það sé stórsynd. Hvað heldur þú að Steve Jobs hafi grætt marga milljarða dollara? Er það ekki bara í lagi vegna þess hve vel hann stóð sig? Gæðum verður alltaf misskipt, sumir finna eitthvað upp eða þróa hagkvæmari leið sem gagnast neytendum (Vanderbilt) og græða í leiðinni á því líkt og neytendur í formi nýrrar vöru eða lægra vöruverðs. Útgerðarmenn taka áhættu, þeir eru í rekstri sem gengur upp og ofan, þeir þurfa að taka síhækkandi olíuverð inn í reikninginn og þeir eru að hætta sínu fé til að geta haft ofan af fyrir sér. Suma mánuði hafa þeir kannski litlar tekjur. Einkafyrirtæki verða að græða, illa rekið fyrirtæki græðir ekki og fer á endanum á hausinn. Vel rekin fyrirtæki eiga að græða, öðru vísi verða ekki til störf. Einkageirinn heldur opinbera geiranum uppi. Ekki láta öfund villa þér sýn. Vel má vera að útgerðarmaðurinn noti gróðann til að fjárfesta sem veitir fleiri vinnu. Kannski stækkar hann frystihúsið sem skapar fyrst störf við stækkunina en síðan fleiri störf við frystingu. Er það algerlega útilokað? Gróðanum er í það minnsta ekki betur komið í ríkiskassanum.
@10: Ég er sammála þér varðandi það að einhverjir hafi fengið kvóta úthlutuðum og leigi svo bara öðrum hann sem þurfa að kaupa hann, reka skip, borga laun og fleira slíkt. Slíkt finnst mér ekki sanngjarnt. Setja þarf inn að þeir sem ekki nýti kvótann geti bara leigt hann frá sér í ákveðinn tíma og að þeim tíma liðnum verði þeir annað hvort sjálfir að veiða eða sá sem af viðkomandi leigði fái nýtingarréttinn.
Ef ríkið fær vald til að úthluta mönnum kvóta ertu að búa til spillingu. Hverjir fengju kvóta úthlutuðum með núverandi valdhafa við kvótaúthlutun? Vinavæðing? Það mætti íhuga að bjóða hann til sölu hæstbjóðanda, þannig fengið ríkið fé og við tökum spillingarfaktorinn út.
Ríkið og þjóðin fær alltaf sitt. Sá sem leigir kvótann hefur vinnu sem hann hafði ekki áður, hann fær lán í banka, bankinn græðir á því og borgar ríkinu skatta, kvótaleigjandinn kaupir olíu (sem ríkið hirðir mikinn pening af), borgar skatta og borgar sennilega nokkrum mönnum laun sem þeir aftur borga skatt af. Ríkið fær alltaf sitt, sama hvernig er. Ekki gleyma því, ríkið og við fáum okkar rentu af auðlindinni hver einustu mánaðarmót. Þess vegna eru þessi rök um að við þurfum að fá rentu af auðlindinni svo absúrd og lýsa algeru skilnings- og þekkinarleysi. Þessi fákunnátta mun kosta þjóðina pening og störfum mun fækka ásamt þvi að bankarnir mun tapa fé sem aftur þýðir lægri skatttekjur fyrir ríkið.
Hvað ætli myndi henda ríkissjóð ef engar fiskveiðar yrðu stundaðar hérlendis í eitt ár? Sjáið þið nú hvaðan rentan kemur?
Hafið það gott félagar :-)
Helgi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 22:15
Það er satt að útgerðarfyrirtækin skaffa vinnu, borga skatta o.s.frv.
En stóra málið er að ríkiskassinn á að fá kvótapeninginn, ekki peningateljarinn sem fær hann frítt og leigir til þriðja aðila.
Gott að við erum allavegana sammála um það.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.