Föstudagur, 13. apríl 2012
Ég bjóst við betri rökum frá formanni XB
Hann byrjar að kalla þetta ósanngjarnar kröfur. Þó að Sigmundi FINNST það þá er það ekki endilega rétt. Er það ekki dómstólana að ákveða hvort þetta er ósanngjarnt eða ekki?
Hann talar um aðlögun en getur ekki nefnt eina reglu eða lög sem við höfum breytt varðandi umsóknina... er það ekki vandræðalegt Sigmundur?
Umsóknin átti að ganga hraðar fyrir sig en það grunaði enginn að VG menn og þá sérstaklega Jón Bjarna mundi leynt og ljóst beinlínis tefja ferlið. Þjónin vissi ekki að VG mundi brjóta stjórnarsáttmálann á fyrsta degi.
Það er bara staðreynd að vextir eru mun lægri í evru ríkjum. Og engin verðtrygging. Og ekkert gengisfall sem tvöfalda skuldir á einum degi. Það er bara staðreynd.
Svo munum við fá fínan díl sambandi við sjávarútvegin. Hlutfallslegur stöðugleiki tryggir okkur óbreyttan veiðirétt innan okkar lögsögu og við þurfum að semja um flökkustofna... alveg einsog núna.
Með öðrum orðum. Hvert einasta mál sem Sigmundur heldur fram á síðu sinni er rugl og bull. Lýðskrum. Hann á að halda áfram að tala um skipulagsmál. Þar er ég sammála honum. Og þar veit hann um hvað hann er að tala. Og þarf ekki að bulla útí loftið.
hvellurinn.
![]() |
Ekkert staðist sem stjórnvöld hafi sagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvellurinn semsagt hættur að fíla gamla :P
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 20:41
Hann á ekki að tjá sig um hluti sem hann hefur ekki hundvit á... t.d ESB
Hann á heima í skipulagsmálum.
Enda er hann skipulagshagfræðingur.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 21:50
Það má nú deila um prófgráðuna hans :D
http://eyjan.is/2011/04/15/sigmundur-david-minnst-fjorsaga-um-menntun-sina/
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.