Föstudagur, 13. apríl 2012
NEI sinnar eru lafhræddir.
Í Icesave málinu vor tvær gerðir af NEI sinnum.
Fyrst voru þeir sem lugu af þjóðinni og sögðu almenningi að kjósa NEI vegna þess að enginn mundi þora í mál við okkur.
Svo voru þeir sem töldu eðlilegast að leysa deilumál fyrir dómstólum einsog siðað fólk.
Fyrri hópurinn stendur núna á gati vegna þess að lygin þeirra hefur verið opinberuð.
Og seinni hópurinn eru núna lafhræddir við dómstólana sem þeir mældu með.
Eftir standa við Íslendingar sem ætlum að hætta að hlusta á lygar og bullið í NEI sinnum. Hér eftir.
hvellurinn
![]() |
Rangt að leggjast gegn kröfunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona hræddir:
http://www.dv.is/fb/konnun/island-ad-slita-adildarvidraedum-vid-esb/nidurstodur/#_=_
Meirihlutinn (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 10:40
Er þetta könnun frá Útvarp Sögu?' LOLZ
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 10:55
Ég verð nú bara að segja það, að ég á enn eftir að sjá lygi hjá Nei-síðunni.
Það var svo sem viðbúið að eitthvað málaskark yrði, en ekki öruggt. Úrslit óljós.
Og Nei-partíið hélt því fram að ESB myndi ekki reynast okkur vel, sem er að koma í ljós núna.
Eru menn svo lafhræddir við dómstólana? Nei.
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 11:45
Það er uppi typpið á flestum "já sinnum" þessa dagana.
Kallandi eftir afsökun nei sinna..eða réttara..krefjast afsökunar..
Er málið virkilega tapað í ykkar augum ?
Er engin baráttuandi í ykkur ??
Er engin réttlætiskennd í ykkur ???
Ja hérna, hver þarf óvini með svona áhöfn..
Fyrst krafist er afsökunar af hendi okkar nei sinna.. þá hef ég eina spurningu til ykkar já manna (vissulega óraunhæf spurning í dag en var það ekki á sínum tíma)...
Ég man ekki eftir viðurkenndri skömm ykkar já sinna yfir mistökum ykkar þegar munurinn á icesave 2 og 3 varð öllum kunnur, hvað þá afsökun, jafnvel þegar ljóst var að sami já hópurinn hafi kallað harkalega eftir samþykki icesave 2 samninganna.
Hafið þið "já sinnar"beðist afsökunar á gönuhlaupi ykkar þegar útgjaldamunurinn á icesave 2 og 3 var gefinn upp ??
Þið skuluð fara varlega í þórðargleði ykkar þessa dagana því ósk ykkar um knésettningu Íslands verður ekki (vonandi aldrei)að veruleika, þrátt fyrir aukin þrýsting fyrir "réttri" niðurstöðu frá vatikani ykkar vinstri manna esb.
Íslenskir ráðamenn hafa margt á samviskunni og skömm skulu þeir hafa fyrir heimsku/spillingu sína, sama er ekki hægt að segja um yfir 90% Íslensku þjóðarinnar, ég skammast mín fyrir fyrri hópinn en stend með þeim síðari án takmarka.
Það mættu þið já menn einnig gera !
runar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 12:26
runar
um hvað ertu að tala?
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 13:04
Ég ætla að biðja fólk svona almennt séð að vera skýrmælt þegar það tjáir sig.
Það er ekki æskilegt að lesendur þurfa að fara í einhverja gátuleiki í hvert sinn sem einhver tjáir sig hérna
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 13:05
@runar
Tek undir með hvellinum , þetta var óskýrt hjá þér.
En eitt er mikilvægt fyrir þig að vita:
"Já sinnar" eru þeir sem eru hlynntir aðild Íslands að ESB
"Nei sinnar" eru þeir sem eru ekki hlynntir aðild Íslands að ESB.
Já sinnar geta verið bæði með eða á móti Icesave nr 2,3
Nei sinnar get verið bæði með eða á móti Icesave nr 2,3
Ekki ruglast á þessu mikilvæga atriði. Annars er ekki hægt að ræða hlutina án þess að ruglingur myndast.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 13:39
Fyrirgefðu, en ertu fífl?
ÞETTA er vettvangur til að vera ausa olíu yfir eldinn og vera með "Já, minn hópur er betri enn þinn hópur; ég hef rétt fyrir mér og allir aðrir eru fífl. LOLZ"!?
Ég þoli ekki að horfa upp á þessa ógeðslegu þróun sem er hér í gangi, þegar fólk má ekki lengur taka upp skoðun á einu máli án þess að verða gerð að einhverjum "sinnum". Þegar fólk er skipt upp í fylkinga myndast klofningur og það verður erfiðara að skipta um skoðun. Á endanum verður ekki lengur hægt að taka eina afstöðu án þess að styðja fullt af öðrum, sökum samfélagslegum þrýstingi.
Hvað segirðu? Býrðu í Bandaríkjunum og ertu á móti fóstureyðingum? Já þá hlýturðu að vera Repúblikani, sem kýst aldrei stjórnmálamann frá hinum flokknum, sama hvað þeir hafa upp á að bjóða. Þú studdir stríðið í Afghanistan og Írak og ert núna fúll útí Obama fyrir að hafa ekki skilað hermönnunum heim. Þú ert líka Kristinn maður sem trúir á sköpunarsöguna og villt að hún sé kennd í skólum, samhliða þróunarkenningunni ekki satt?
Svona lagað þarf maður að fást við endalaust út í Bandaríkjunum og er kerfi sem er viðbjóðslega erfitt að laga. Allir eru komnir útí annað hvort hornið þar sem ákveðnar skoðanir eru dælt í mann og ekki er hægt að hafa málefnalegar umræður án þess að það þær þróist útí "Ég hef rétt fyrir mér! / NEI; Ég hef rétt fyrir mér!"
Og svo þarf náttúrulega að pota reglulega í "Hinn hópinn" með tilgerðarleysi og móðgunum, svo að þeir sjái sig knúna til að halda í stoltið sitt og viðhalda fyrri skoðunum sínum.
Hættu þessari andskotans predikun yfir fólkinu sem tók ákvörðun sem ÞÉR þótti vera röng, árum áður. Það færð þá bara til að sjá þig sem einhvern "Í hinu liðinu" og orð þín falla í dauð eyru.
Einar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:39
""Nei sinnar" eru þeir sem eru ekki hlynntir aðild Íslands að ESB.
...
Nei sinnar get verið bæði með eða á móti Icesave nr 2,3"
Sleggjan:
Innskot þitt var ekki búið að birtast þegar ég hóf skrift á fyrra svari mínu.
Ég vil bara benda á að Hvellurinn segir skýrt að:
"Í Icesave málinu vor tvær gerðir af NEI sinnum.
Fyrst voru þeir sem lugu af þjóðinni og sögðu almenningi að kjósa NEI vegna þess að enginn mundi þora í mál við okkur.
Svo voru þeir sem töldu eðlilegast að leysa deilumál fyrir dómstólum einsog siðað fólk."
Hvellurinn hefur greinilega aðra skoðun heldur en þú um hvað "Nei sinni" er, því að hann segir að þeir hljóta að hafa kosið Nei við Icesave.
Einar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:56
Afsakið mig mín kæru sleggju/hvells.
Kannski var ég ekki nógu ítarlegur í fyrri pistli mínum, reynum því aftur.
Rauði þráður skrifa minna er þessi:
"Já menn" við icesave eru nánast undantekningalaust áhugasamir/velviljaðir gagnvart esb aðild.
"Nei menn" gegn icesave eru nánast undantekningalaust andsnúnir esb aðild, þó eru fleiri breytur/villuráfandi einstaklingar í þessum hópi.
Það er alveg kristaltært, í mínum augum a.m.k, að það er mjög áþreyfanlegur munur á þessum tveim fylkingum.
Ég sé og upplifi ótrúlegan mun á þessum hópum og vonandi er ég ekki sá eini...kannski er maður bara orðinn vænisjúkur (er það annars ekki skrifa svona ?)
Samt er alltaf gaman að lesa ykkar skrif þótt ég sé yfirleitt á annari skoðun en þið..svona er maður nú ruglaður...
bestu kveðjur bæði tvö.
P.S
Einar..eru að tala við mig ??
runar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 14:00
Það er rétt að í umræðunni á Íslandi þá er fólk oft dregin í dilka.
En ég er blessunarlega laus við það.
Sést t.d á því að ég er Sjáflstæðismaður og stið EKKI Ólaf
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/04/13/mest_fylgi_medal_sjalfstaedismanna/
Ég er hægri maður sem stiður ESB. (sem er í rauninni ósköp eðlilegt í evrópu... en Ísland er sérstakt land)
Ég vill að útgerðin borgi réttlátt gjald fyrir fiskiauðlindir... það fellur í gríttan jarðveg uppí valhöll.
Ég get haldið áfram að tína til hluti.
Það væri óskandi að fólk hittir að draga manneskjur í dilka í þjóðmálaumræðunni
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 14:02
Rúnar:
Þessu var upprunalega beint að pistlahöfund en það er mín skoðun að fólk eigi að hætta mála sig upp sem einhverja "sinna" í jafn mikilvægum málefnum og þeim sem nú eru í gangi.
Það má nefnilega hljóma mjög kaldhæðnislega en við þörfnumst einstaklinginn mest þegar okkur vantar liðsheild. Þegar reynt er að sópa öllum inn í sama hópinn myndast alltaf klofningur þar sem þú getur aldrei látið alla aðhyllast sömu skoðun.
Við þurfum að sjá og skilja að allir hugsa ekki eins. Fólk hefur mismunandi skoðanir við mismunandi mál og mismunandi ástæður á bak við þær skoðanir. Þegar þú ákveður að draga línu á milli fólk sem hefur mismunandi skoðun á einu máli, ertu í hættu á að sú lína haldist í næsta málefni og svo framvegis. Áður en þú veist af er þessi lína orðin að djúpum gjá, sem erfitt er að stíga yfir.
Einar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 14:15
Í Icesave málinu vor tvær gerðir af NEI sinnum.
Reyndar var bara ein gerð af NEI-sinnum: þeir sem sögðu NEI.
Ástæðurnar fyrir því voru sjálfsagt jafn fjölbreyttar og fólkið, sem er ekki svo gjörla hægt að skipta upp í tvo skýra hópa. Sumir gerðu það sjálfsagt af einskæru hatri á Landsbankanum, aðrir vegna andstöðu við ESB, enn aðrir af fjárhagslegur ástæðum samkvæmt eigin mati.Og svo framvegis...
Fyrst voru þeir sem lugu af þjóðinni og sögðu almenningi að kjósa NEI vegna þess að enginn mundi þora í mál við okkur.
Reyndar var ég einn þeirra sem töldu útilokað að ESB myndi fleygja sér á sjálfseyðingarhnappinn. En nú hefur það gerst og ég virðist því hafa vanmetið gáleysi framkvæmdastjórnar ESB. Það þýðir ekki að ég hafi logið, ég var fullkomlega heiðarlegur þegar ég mat þetta þannig, er fullkomlega heiðarlegur þegar ég segi að þetta sé með ólíkindum, og viðurkenni fúslega að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef haft rangt fyrir mér um þetta mál.
Hvernig viltu flokka mig þá? Ég frábið mér allavega ásakanir um lygar.
Svo voru þeir sem töldu eðlilegast að leysa deilumál fyrir dómstólum einsog siðað fólk.
Þessi afstaða er alls ekkert ósamrýmanleg hinni fyrri. Þess vegna er ég algjörlega sammála þessu, að skárra sé að fá dóm heldur en að útkljá mál með þvingunum og ofbeldi.
Fyrri hópurinn stendur núna á gati vegna þess að lygin þeirra hefur verið opinberuð.
Aftur: hvaða lygi?
Og seinni hópurinn eru núna lafhræddir við dómstólana sem þeir mældu með.
Neibb. Það eina sem ég kvíði eru höggbylgjurnar þegar ESB springur í tætlur. En við erum sem betur fer í öruggri fjarlægð úti á ballarhafi.
Sleggjuhvellur. Þeir sem þú ert að skrifa um og vænir um lygar, það má vel vera að slíkur hópur sé til. En ég kannast þá ekki við hann.
Eftir standa við Íslendingar sem ætlum að hætta að hlusta á lygar og bullið í NEI sinnum. Hér eftir.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2012 kl. 14:15
hvellurinn: Það væri óskandi að fólk hittir að draga manneskjur í dilka í þjóðmálaumræðunni
hvellurinn: Í Icesave málinu vor tvær gerðir af NEI sinnum.
Hmmm.... ?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2012 kl. 14:17
Já ég viðurkenni það að hafa verið dreginn inn í soraplanið margoft.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 14:33
Einar..eins og skrifað út úr mínu hjarta !!!
Ég óska þess heitast að við stöndum saman gegn þessari stórkostlegu vá, stöndum saman sem einn einstaklingur, sama hvar í flokki við stöndum.
Einnig er ég á því að það er sama hvort okkur finnist það rétt eða rangt, hvað landsbankinn gerði Hollendingum og Bretum, það skiptir engu máli.
Aðalmálið hér er aðeins það að ef illa fer (ef við samþykjum icesave eða fáum skuldina í fangið lagalega séð) þá er sjálfstæði lands okkar í stórhættu !!
Nóg er hættan að icesave málinu undanskyldu.
Við verðum að taka þennan slag með hagsmunum Íslands í fyrsta sæti, réttlæti kemur svo í öðru sæti og sanngirni í því þriðja.
Mér finnst ömulegt að íslenskur banki hafi féflett fólk í öðrum löndum, sérstaklega í Hollandi þar sem icesave reikningarnir voru stofnaðir 28 maí 2008 og voru því ekkert annað en hreint og klárt rán um hábjartan dag.
Sama hversu mikið ég skammast mín fyrir verk þessa banka þá get ég ekki samþykkt að ég og landar mínir leggi sig í stórhættu efnahagslega séð til að bæta skaðan.
Í mínum huga þá er sú niðurstaða ekkert annað en ranglæti til að réttlæta ranglæti.
Stöndum því saman og ef vel fer,vonandi, þá verðum við einnig að standa saman í því að refsa þessum glæpamönnum fyrir illskuverk sín, illskuverkum gagnvart Íslendingum, Hollendingum og Bretum.
Það er aðeins einn sökudólgur í þessu máli, en hættan er sú að fórnarlömbin verði fleiri en nauðsynlegt er!!
runar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 15:45
@ Einar, já hef oft lent í því að skrifa komment á sama tima og annar maður. Veldur oft ruglingi.
@runar
Það er rétt hjá þér að Já icesave voru oft já esb , og öfugt.
En við þurfum að varastð að alhæfa.
Því sannarlega var t.d. já esb, og nei icesave, og öfgugt.
Einsog þið nefnduð vörumst að gefa folk upp skoðanir (draga folk í dilka)
kv
slleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.