Ástæðan fyrir því að ég blogga nafnlaust.

Sæl verið. Ég bloggaði undir nafni hér á "moggablogginu" en hætti því svo. Það er ástæða fyrir því.

Það er ekki hægt að rökræða við sumt fólk án þess að vera kallaður öllum illum nöfnum, hótað ofbeldi og jafvel lífláti.

Já ég hef fengið morðhótun hér á blogginu. 

Að vera kallaður landráðamaður er daglegt brauð.  Er það eðlilegt?   Ég veit ekki.

Ég viðurkenni að ég get stundum verið nokkuð beittur. En ég hef ávalt fært rök fyrir mínum skoðunum og forðast að uppnefna fólk af ástæðulausu. 

Umræðan virðist vera komið úti ruglið hér á þessari færslu.

http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1233807/#comment3303701

Fólk er heitt í hamsi. 

Ég ætla að benda á tvö komment.:

 

25 identicon

Legg til að hvellurinn og hans hyski verði húðstrýkt á götu úti þegar málinu er loksins lokið.

Robbi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 04:19

 

 54 identicon

Nú gekk ómar bjarki of langt...allt of langt !!!!!

Að danir hafi haldið lífi í þessari aumu þjóð.... er ekki kominn tími til að berja þennan djö... aumingja ??

Ég býð mig fram í það verk, glaður !!!

Nefndu stað og stund ómar, ég LOFA þér að ég mæti, ansk... ræfillinn þinn..

Þið hin, afsakið orðbragðið, en nú fékk ég nóg af lýsingum þessa djö... landráðaaumingja sem dirfist að kalla sig Íslending !!!

runar (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 18:19

 

 

Svona ummæli þarf ég að heyra nær daglega. Ég má til með að benda á þetta núna vegna þess að þessi ummæli koma frá sitthvorum einstaklingi undir sömu færslunni.

 

Ég hef margoft verið kallaður ræfill vegna þess að ég blogga nafnlaust. En ég geri það einfaldlega vegna þess að ég óttast líkamsmeiðingar....jafnvel dauða.

 

hvellurinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þú ert ekki að blogga nafnlaust, nafnið kemur fram í höfundarlýsingu. Þó þið séuð tveir er sá sem er skráður alltaf ábyrgur. Ég lýsi vitanlega vanþóknun minni á hótunum um líkamsmeiðingar og reyndar líka vanþóknun á ómerkilegum kröfum þínum um afsökunarbeiðni af hálfu Indefence, Advice og öðrum sem hafa tekið undir þeirra baráttu.

Finnst það reyndar mjög merkilegt, að þú ert fyrsti maðurinn sem ég veit til að krefjir menn afsökunarbeiðni fyrir að vinna góðverk. Velti því fyrir mér hvers konar innræti það lýsir.

En þó ég hafi viðbjóð á sumum skoðunum þínum myndi ég sem sagt aldrei hóta ofbeldi (nema kannski í sjálfsvörn) og þykir leitt að þú hafir orðið fyrir því.

Theódór Norðkvist, 12.4.2012 kl. 21:26

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er gott að við erum sammála um að hótanir og ofbeldi eiga ekki heima hér á blogginu.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 21:37

3 identicon

´´hvellurinn´´ kallar Núma,,: einn af skrílnum,:.og bætir því við að hann(hvellurinn) sé að fá Mastersgráðu,og Númi sé örugglega ekki einusinni með stúdentspróf.

Ef einhver er með HROKA og fullyrðingar um að fólk sé fávískt að þá er það ´´hvellurinn´´.

Númi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 21:54

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég viðurkenni að ég svara stundum skætingi með skætingi.

En ég hef aldrei hótað ofbeldi.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 23:01

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Á endanum mun ég koma fram undir nafni.

Þegar öldudalur eftir-hruns hefur liðið hjá.

Kveðja

Sleggjan (ekki hvellurinn)

Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 23:59

6 identicon

Sæll.

Ég skil vel ástæður þínar.

Mér finnst raunar litlu máli skipta hvort einstaklingur kýs að blogga undir nafni eða ekki á meðan bloggið er málefnalegt og laust við fúkyrði og palladóma. Þó ég sé ósammála þér varðandi ESB finnst mér eigi að síður gaman að takast á við þig um efnið þó ekki þekki ég þig enda er það aukaatriði á meðan báðir eru málefnalegir. Ekki satt?

Svo eru það sumir bloggarar sem geta ekki skipt um skoðun þó þeim sé sýnt fram á að ekki sé flugufótur fyrir þeirra skoðun og komast síðan í mótsögn við sjálfan sig þegar þeir reyna að svara manni. Maður sér alls kyns hluti með því að lesa blogg og áttar sig oftar en ekki á því hve margir eru illa að sér og halda fram skoðunum sem byggðar eru á vanþekkingu eða misskilningi.

Hafið það gott félagar.

@Sleggja: Þú kemur þá ekki fram undir nafni í mörg ár í viðbót enda ekkert sem bendir til að kreppunni sé að ljúka.

Helgi (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:03

7 identicon

Að mínu mati er það ekkert annað en ofbeldi gagnvart þjóð sinni,að trúa því að henni sé best komið undir stjórn ESB- klíkuveldisins í Brussel semsagt erlendra spilltra afla.

Þeim boðskap útdeilir   Sleggjan og Hvellurinn.

Númi (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:22

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nafnleysi mitt er ekki skilyrt við lok kreppu. Heldur öldudal hrunsins.

Þegar Icsave, Stjórnarskrármálið og Landsdómur og tilheyrandi er buinn fylgir mynd og fullt nanf sleggjunnar á  þessari bloggsíðu

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband