Spegillinn 12 apríl

Sagt var frá rannsóknum sem gerð var á Norðurlöndunum.

Kannað var hver vilji fólks var að tala norðurlandamálin milli þegna þjóðanna í samanburði við að nota enskuna.

Niðurstaðan var að fólk er fljótt að skipta yfir í enskuna þegar danskan,sænskan,íslenskan eða norskan er ekki að ganga eins og smurð vél.

Danir voru sérstaklega nefndir í því samhengi. Þeir eru eldsnöggir að nota enskuna þegar þeir tala við fólk sem er sæmilegt í dönskunni.

 

Mín reynsla er að  Danir eru ekki fljótir að skipta yfir í ensku. Danir eru þó óþolinmóðir þegar maður er lélegur í dönsku en gefa manni sjénns.  Þannig þessi rannsókn stangast á við mína reynslu.

Hef farið oft til þessa ágæta lands.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´´sleggjan´´ talar þú ekki ÖLL þessi mál er þú nefnir þarna.' Eða bíddu nú við er ég að ruglast á ´´hvellinum´´sem er brátt með Mastersgráðuna í höndunum.

Númi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 21:46

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sæll númi.

Ég reyni nú að redda mér í framhaldsskóladönskunni. Hef gaman af þeirri áskorun. Það hjálpar til þegar Danir neita að tala ensku. Þá reynir maður eftir fremsta megni að tjá sig með bjagaðri dönsku. En æfingin skapar meistarann.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband