Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Besti heilbrigðisráðherra Íslands.
Ég hef mikið dálæti á honum Guðlaugi. Ég er sammála honum í nær öllu nema þegar kemur að utanríkismálum.
Hann er líka besti og duglegasti stjórnarandstæðingur (og Alþingismaður) á Íslandi. Hann er alveg laus við allt lýðskrum.
Þar til nú.
Mikið af óþarfa lýsingarorðum.
"blygðunarlausum hætti"
"undirlægjuháttur ríkisstjórnarinna"
Svo er restin líka bull og vitleysa.
Ég hvet Guðlaug til þess að halda sínu striki. Ekki detta í þennan forarpitt sem hann er nú stiginn í.
Hann er greinilega að slá á ákveðna lýðskrumara strengi. Hann veit það sjálfur. Skrílinn þarf að fá sitt fix.
Enda eru þeir líka með kosningarétt.
hvellurinn
![]() |
Hefði sótt um aðild að breska heimsveldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú segir Guðlaug vera að slá á ákveðna ´´lýðskrumara strengi´´.
Ef einhver er með lýðskrum hér að þá ert það þú ´´hvellurinn´´.
Svo bætirðu við´´Skrílinn þarf að fá sitt fix´´Hvellurinn þetta lýsir þroska þínum mjög vel. Að mínu mati ert þú og þín já-systkini,ekkert annað en að gera þessi misserin en að FIXA um það hvernig hægt er að réttláta það að þjóðin eigi að afsala sér fullveldi sínu til ESB-klíkuveldisins,en þangað viljið þið fara sem fyrst.
Númi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 10:53
Það er greinilegt að þú Númi ert einn af skrílnum.
En Ísland missir ekki fullveldið við inngöngu að ESB. Danmörk, Frakkland og Svíþjóð eru allt sjálfstæðar þjóðir.
Ef eitthvað er þá styrkir ESB innganga fullveldið því þá höfum við eitthvað að segja varðandi þessar þúsundir reglna sem við þurfum að innleiða í gegnum EES samninginn.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 11:06
´´hvellurinn´´þú mátt alveg segja að ég sé skríll,ég tek það ekkert nærri mér.
En hvernig dettur þér í hug að rúmlega þrjúhundruðþúsund manna þjóð með gífurleg auðlindi fái sömu meðferð, og aðrar milljónaþjóðir sem þú nefnir þarna.?
Þér er margt fyrirgefið,hvellurinn, enda ekki langt síðan þú kláraðir skólanám,þú átt eftir að læra mikið um lífið og sögu þjóðar þinnar sem þú ert svo æstur að koma undir hendur fjárglæframanna og þeirra þý í ESB-klíkuveldinu.
Lestu um sjálfstæðisbaráttu þjóðar þinnar,hefðir gott af því.
Númi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 11:14
ESB tekur ekki auðlindir af þjóðum. Bretar og Danir eiga sínar auðlindir og Finnar eiga sín skóglendi.
Við þurfum að semja um sjávarútveginn en hlutfallslegur stöðugleiki tryggir okkur óbreyttan veiðirétt innan 200mílna lögsögu. Við þurfum reyndar að semja um flökkustofna. En við þurfum að gera það hvort sem er.
Ég hef margoft lesið um sjálfstæðisbaráttuna. Jón Sigurðsson var mikill talsmaður viðskiptafrelsins og utanríkisviðskipta enda hagfræðingur og mikill alþjóðasinni. Hann hefði stutt ESB
„Boðskapur Jóns forseta“, er að mörgu leyti þungamiðja þáttarins. Þar stígur Jón m.a. sjálfur fram á sviðið í gervi Pálma Gestssonar leikara og talar til samtímans. Málflutningurinn er skeleggur og rík áhersla lögð á þá skoðun Jóns að „verslunin sé sem frjálsust“. Jafnframt er vísað til þess að hann hafi verið fyrsti maðurinn sem lagði kröftuga áherslu á gildi og framtíð Reykjavíkur enda talsmaður þéttbýlismyndunar í hinu niðurnjörvaða íslenska sveitasamfélagi. Þorvaldur Gylfason telur málflutning Jóns forseta eiga brýnt erindi við Íslendinga enn í dag og hann er óragur við að tengja mál hans samtímaumræðu. Þannig er t.d. velt vöngum yfir því hvaða skoðun Jón Sigurðsson hefði haft á hugsanlegri inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið á okkar dögum, um leið er bent á að um það sé ekkert hægt að fullyrða því Jón forseti hafi ekki staðið frammi fyrir þeim vanda á sinni tíð. En síðan eru dregin fram ýmis rök viðskiptafrelsissinnans Jóns Sigurðssonar sem taldi að landsmenn þyrftu ekki að óttast verslunarfrelsi. Eftir fáeinar mínútur getur áhorfandi vart dregið aðra ályktun en Jón hefði verið hliðhollur aðild að Evrópusambandinu, a.m.k. hefði hann viljað skoða málið alvarlega.
https://notendur.hi.is/eggthor/jonsig.htm
Ég er reyndar enþá í háskóla. Mastersnámi. En þú hefur örugglega ekki studentspróf.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 11:38
´´hvellurinn´´ Þú átt verulega bágt,uppfullur af hroka .
´´Jón Sigurðsson´´ hann var ekki sá eini sem barðist fyrir sjálfstæði þjóðar vorrar.
Númi (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 12:29
Rétt er það. En hann var forsprakkinn.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 12:31
Hann er alveg laus við allt lýðskrum.
Þar til nú.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2012 kl. 13:05
Það þarf að koma styrkjamálin og REI mállin á hreint aður en maður tekur mark á þessum Guðlaugi.
kv
Sll
Sleggjan og Hvellurinn, 12.4.2012 kl. 15:41
Sjálfstæðismaður er ég enginn og verð aldrei. Hins vegar veit ég að því miður þjást bæði utanríkisráðherra okkar og forsætisráðherra af mjög djúpri og alvarlegri þrælslund. Um þau verður sagt það sem Mussolini sagði um almenning, eða "smámenni" í hans augum; "Hann er eins og hóra, sem leggst undir þann sterkasta". Það á ekki við um íslenskan almenning, sem betur fer, því við erum upplýst þjóð með betri siðferðiskennd en ráðamenn okkar og sjálfskipuð elíta samanlagt. Hver sem vill færa sönnur á greindarvísitölu utanríkisráðherra vors horfi á viðtalið við hann á Al Jezeera, þar sem hann, eftir að hafa fyrst farið með svo stórmennskubrjálæða ræðu um Ísland sem eins konar Messías og bjargvald Palestínu, þannig að allir viðstaddir roðnuðu og skömmuðust sín fyrir að hafa fengið hann í þáttinn, segir samt hátt og snjallt; "We agree with him too!" þegar hann hlustar á ofurzionista lýsa því yfir Palestína sé einfaldlega ekki til, afþví manngreyið skilur einfaldlega ekki ensku. Önnur sönnun á heimsku þessa ráðherra, sem líklega á heimsmet meðal ráðherra í heimsku, fæst með að lesa meðmælabréf það sem hann sendi Sameinuðu Þjóðunum til að mæla með einum helsta hrunvaldi Íslands í starf meðal þeirra, á svo hrapalegri ensku, fullri af hugtökum beinþýddur úr íslensku, að maðurinn hefði næstfum fallið á samræmdu prófunum með svona hrafli, en í áliti hjá mönnum sem búast við lágmarksdómgreind og skynsemi hjá fólki, fellur hann öllum með slíkri golfrönsku, og því miður þjóðin með honum, því hinn stærri heimur ályktar að dómgreindarbrestir hans endurspegli dómgreindarbrest okkar. Þetta fólk er lífshættulegt þjóðinni og gæti orðið endalok hennar ef við losum okkur ekki við það hið snarasta.
Í sannleika sagt (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 21:07
Össur er lélegasti utanríkisráðherra sögunnar.
Vill benda á tvær færslur sem ég fer vel í gegnum Palestínuklúðrið (einsog ég kýs að kalla það).
http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1211619/
http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1216116/
kv
slegggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 13.4.2012 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.