Vændi á Íslandi? Nú er ég hissa

Sölvi Tryggva fór þá frumlegu leið og setti inn auglýsingu á einkamal.is.

Svona svipað og Kompás, Kastljós, DV og femínistar. 

Aftur er ég hissa. Það voru góðar svaranir við auglýsingunni. Er eftirspurn eftir vændi? Gott að Sölvi kannaði þetta fyrir okkur með mjög svo frumlegum hætti.

Og nú loga netheimar, þingmenn og lögregla tjá sig. Þetta er bara byrjunin. Í bítið á Bylgjunni í fyrramálið, Reykjavík Síðdegis, Morgunútvarpið, Síðdegis, kannski Spegillinn.

Svo eftir viku verður ekkert eftir af þessari umræðu. Þangað til næsti frumlegi fjölmiðlamaður skráir sig á einkamal.is og gerir "stórfrétt".

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband