Ástþór Magnússon ósáttur

Hann skrifar hér grein.

Hann segir m.a.:

"Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. "

Hann semsagt vill ekki endilega vera forseti. Þetta er fjölmiðlatilraun hjá honum.

Byrjar svo í dálkasentimetramælingu. Taldi Þóru fá meira pláss.

Hans framboð vakti minna athygli en Þóru framboð. Sem er eðlilegt.

Fjölmiðlar meta það svo að Þóra eigi raunverulega möguleika á móti Ólafi. Þess vegna er það meira fréttnæmt þegar hún ákveður að bjóða sig fram til forseta.

 

Svo gleymir hann stóru atriði og kaus að líta framhjá því í leiðaranum sem hann var að gagnrýna. 

Það eru samfélagsmiðlarnir (Facebook, Twitter,youtube)  og einnig bloggið.

Í dag vekur þú athygli á þér gegnum þessa miðla. Ástþór á ekki að vera með reglustrikuna þegar Morgunblaðið kemur gegnum lúguna heldur skella sér þar sem fólkið er. Fólk er á Facebook en ekki að lesa Morgunblaðið.

Obama varð Forseti gegnum samskiptamiðlana.

Kony? Hver er Kony? Var það frétt í Morgunblaðinu sem upplýsti alla um það?

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Obama varð Forseti gegnum samskiptamiðlana."

Þið eru ansi kokhraustir þykir mér. Hann notaði ekki nema 760 milljónir dollara í kosningabaráttunni og þar af um 250 milljónir dollara í fjölmiðla.

Þessi tröllablogg ykkar eru farina að verða ansi leiðitöm og ófyndin. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 10:45

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver er Bjarni Freyr Bogason?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 10:47

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Borgarson...

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2012 kl. 10:49

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er enginn að neyða þig til þess að heimsækja þessa síðu ef þér finnst hún svona leiðinleg.

Það mundi nú fáir sakna þín.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2012 kl. 12:16

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Jón Steinar

Góð ábending. Ég tók frekar djúpt í árinni þegar ég nefndi þetta með Obama. Það sem ég vildi meina er að hann nýtti sér samskiptamiðlana óspart með góðum árangri. Þá er ég sérstaklega að nefna þegar hann barðist fyrir útnefningu forsetaefnis fyrir Demókrataflokkinn.

Til að byrja með vissi enginn hver Obama var. En með gífurlegum fjölda sjálfboðaliða og með hjálp samskipamiðla fékk hann mikinn meðbyr og stal algjörlega senunni. Hann fékk þá sérstaklega ungt fólk með sér og var unga fólkið duglegt að kjósa hann einnig.

En eins og þú bendir á notaði hann slatta af fjármunum í kosningabaráttuna gegn John McCain þegar kjósa átti sjálfan forsetann. Obama vakti þó athygli á fjölda smáfjárframlaga í hans baráttu. Þ.e. víða um USA var fólk að gefa framlög.

En þó var ágætlega slatti frá WallStreet sem Obama fékk sem er miður.

kveðja

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband