Þriðjudagur, 10. apríl 2012
Satt og rétt hjá Ástþóri.
Það er rétt að benda á þessa staðreynd
Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið.
Fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta.
Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum.
Þetta sýnir að Ólafur var fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig þegar hann hafnaði Icesave. Enda samþykkti hann fyrsta Icesave samninginn.
Þóra verður mikill fengur fyrir Íslenskan þjóð og mun sóma sig vel á Bessastaði til hagsbótar fyrir þjóðarinnar.
hvellurinn
![]() |
Ástþór vill fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frekar vil ég fá Ástþór á Bessastaði en að fá konu sem er á leið í barneignafrí og afhendir þar með forsetavaldið til Jóhönnu "þinnar"...
Því miður þá er þetta staðreynd sem ég sætti mig ekki við. Hvort sem Ólafur gerir hlutina á egin vegum eða þjóðarinnar þá er hann samt að gera þetta fyrir þjóðina.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 10.4.2012 kl. 18:29
Hatur ykkar á Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslenska lýðveldisins er aumkunnarvert og ykkur til stór skammar !
Gunnlaugur I., 10.4.2012 kl. 18:43
Það er ekki mikil reisn í því að hafna Þóru vegna þess að konur þurfa að bera börnin. Karlremba í meira lagi. Svo er þetta ekki Jóhanna mín. Enda kýs ég Sjálfstæðisflokkinn.... svo verður Jóhanna ekki forseti. Heldur Þóra. Málflutningur þinn er méð ólíkingum Ólafur.
En ég hata Ólaf ekki neitt. Ég er bara að benda á það að Ólafur samþykkti Icesave lögin. Það er bara staðreynd.
Ég er með heimildir til að bakka það upp.... annað en ruglið í þér Gunnlaugur. Það fylgja aldrei neinar heimildir hjá þér.
En svo betur fer mun þjóðin líta framhjá vitleysingum einsog GI og ÓBÓ ... það sést best á því hvað Þóra fer vel af stað og útbrendu pólitikusarnir einsog Ólafur Ragnar, Guðni Ágúst og Ragnar Arnalds skjálfa á beinunum.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2012 kl. 19:36
Fyrirgefðu Gunnlaugur, en hvaða hatur ert þú að tala um? Hér er "hvellurinn" að benda á þau orð Ástþórs Magnússonar að ÓRG hafi samþykkt Icesave 1 og hafnað fjölmiðlalögunum, sem ÁM segir að hann hafi gert "þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva" það. Hvaða hatur er að benda á það? Er það þá ekki frekar hatur hjá ÁM? Svo segir hann: "Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum". Fólk má hafa sínar skoðanir á þeim gjörðum en að hafa þessa skoðun þarf ekki endilega að lýsa persónulegu hatri á honum. Ólafur er nú ekkert heilagri en aðrir þó hann sé forseti Íslands...
Skúli (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 20:23
Það er nú bara þannig að Gunnlaugur hefur yfirleitt ekki hugmynd um hvað hann er að tala um og fer því í einhverkonar hatursskrif vegna þess að hann þorir ekki málefnið.
Ennda hefur ekki vitsmuni í það.....
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2012 kl. 20:41
Þegar þessi fyrstu Icesave lög fóru í gegn var engin undirskriftasöfnun í gangi til að skora á forsetann. Þetta tvennt er þannig ekki samanburðarhæft.
Theódór Norðkvist, 10.4.2012 kl. 23:39
Fyndið að loksins þegar sleggjuhvellurinn mælir með einhverju (öðru en Evrunni) þá er það Ástþór Magnússon.
Takk, þið þjónið málstaðnum afar vel með þessu! ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2012 kl. 02:15
Ég enda færslunni á
"Þóra verður mikill fengur fyrir Íslenskan þjóð og mun sóma sig vel á Bessastaði til hagsbótar fyrir þjóðarinnar."
Hvernig væri að lesa bloggið áður en þú kommentar Guðmundur.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 11.4.2012 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.