áhugaverðar tölur.... a la 2007

 
Matur/
hrein.vörur
Föt/
skór
Læknis-
kostn./ lyf
Tóm-
stundir
Sam-
skipti
Önnur
þjónusta
Sam-
göngur
Samtals
E I N H L E Y P I R :
       
Barnlausir

40.052

6.438

8.797

9.721

10.310

2.619

44.311

122.249

 

 

 Ég tek einhleypa sem dæmi. Ég sé strax að 6500kr í föt á mánuði er heldur mikið. Við erum að tala um lágmarskviðmið. Ekki miðað við góðæri.

Tómstundir er tæplega 10þúsund krónur. Ég borga 6þúsund á mánuði í World Class. Og margir segja að ég sé snobb að æfa þar.  En þú getur farið í Holtagarða og æfta þar fyrir 2900kr.   

10þúsnd króna símreikningur á mánuði er heldur mikið. Risafrelsi er 1990kr á manuði. Það er smá a la 2007 að eyða tíu þúsund í símreikning á mánuði. Ekki mikið krepputal þar.

44þúsund í samgöngur?  Er það virkilega komið á það stig hér á Íslandi að allir verða að eiga að lágmarki eitt stk bíl? Hvað varð um almennigssamgöngur... eða bara einfaldlega labba í vinnuna.    Við erum að tala um einhleypinga sem þarf ekki að skutla börnunum í skólann.

Ef þú býrð nálægt vinnunni þinni eða ert atvinnulaus.. þá þarftu ekki bíl

 

Það er engin leiga í þessum tölum. Það er gert ráð fyrir 120þúsund króna eyðslufé á mánuði. 

hvellurinn 

 

 

 

 

 

        
        
         

mbl.is Einstaklingur þarf 122.249 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsa að 6500 í föt á mánuði sé svona nærri lagi. Það er kanski einn bolur og buxur á tilboði.. Þá meina ég í meðaltali því úlpa er dýr.

Matur er dýr. Hugs að 40 kallinn sem þeir nefna sé nærri lagi.

Svo má nefna að það búa ekki allir í RVK. Ég bý í Keflavík og þar gengur rútan ekki alltaf á hentugum tíma svo maður geti notað hana í bæinn. Það kostar mig um 2 þúsund að keyra í og úr bænum svo 44 þúsund er svosem rétt ef maður notar líka bílinn í verslunarferðir endrum og sinnum. Hér má líka nefna einstæða feður/mæður sem eru ekki með börnin skráð hjá sér. Þau þurfa jú oft líka að hjálpa til við að skutla börnum í skólann o.s.frv.

Símreikningurinn væntanlega inniheldur heimasímann, farsímann og net. 10 þús er mjög nærri lagi þarna.

Þessar tölur stemma ágætlega nema náttúrulega að maður sé einfari sem fer aldrei neitt, er atvinnulaus/býr nálægt vinnuni, kaupir sér aldrei föt og notar ekki internet (en í nútímaþjóðfélagi þá er það nauðsyn til að geta tekið eðlilegann þátt í þjóðfélaginu).

Segjum svo að þessi einfari vilji kynnast annari manneskju á þessari jörð. Ein bíóferð, kaffihúsaferð eða þvíumlíkt kostar sitt. 10 þúsund krónur inniheldur stefnumót, bíóferðir, að taka þátt í einhverju með vinunum o.s.frv.

Hlutirnir eru ekki alveg svona svarthvítir eins og þú vildir meina ;)

Kristinn Kristmundsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 14:09

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er alveg rétt Kristinn.  En pointið með þessari færslu er að 122 þúsund er ekki svokallað "lágmarksframfærsla"...   þetta er meira sovna fínn peningur ef þú vilt lifa góðu lífi... það getur enginn haldið því fram að kaffihúsaferðir og bíóferðir er lífsnauðsýnlegt hverju fólki.

Ég er frá Keflavík og bjó þar í 22ár. Fínn staður. Ég gat hjólað hvert sem er. Enda ekki stór bær þannig séð. En ef þú vinnur í Kaskó og býrð á Drangavöllum. Þá geturu bara trítlað uppí vinnu á hverjum degi.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 14:23

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er ekki verið að miða við að liðleskjur geti hangið á framfæri almennings og skroppið í bíó og kaffihús á kvöldin.

Það er verið að tala um fólk sem þarf að sjá fyrir sér og m.v. lágmarkslaun er ég ekki að sjá að það sé "peace og cake" að "hjóla bara".... ú býrð ekki á Spáni. Hér snjóar meira en hálft árið og reiðhjól eru heldur ekki frí.

Ég vona svosannarlega að þú sért að taka þetta sem satíru því annars ...

Óskar Guðmundsson, 4.4.2012 kl. 14:37

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óskar.

Hvernig er veðrið núna?  Ekki ágætis hjólaveður?

Það er orðið mjög þreitt þetar Íslendingar halda því fram að hér er alltaf snjór. Það eru 2-3mánuðir sem snjóar mikið.   En þá er bara að taka strætó.

 "reiðhjól eru heldur ekki frí."

hvað meinaru með þessu?   Að fyrir Íslendinga er það að hjóla of erfitt??  Erum við svona miklir aumingjar að við getum ekki einusinni hjólað.

þetta kreppuklám og aumingjatal er orðið svolítið þreytandi.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 15:02

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þess má geta að ég lifði á 100þúsund krónur á mánuði árið 2010 BRÚTTÓ. þá átti eg eftir að borga húsaleigu.    Og þetta var bara fínt.   Eitt skemmtilegasta ár sem ég hef upplifað.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 15:03

6 Smámynd: Riddarinn

það eru greinilega raunveruleika fyrtir menn sem eru að halda því fram að þessi viðmið séu einhvað sem allmennt standist og að vera með þetta helvitis röfl alltaf hreint um að það eigi bara að "hjóla árið um kring" því þetta er fásinna að vera að tönglast þessum upp á þessum "lausnum" sem eru ekki raunverulegir valkostir í því landi sem við búum við.

Af hverju er ekki farið í ennþá ódýrara ráð eins og að ganga eða að húkka far innanbæjar bara af því að það er möguleiki á því að gera það og Gunni frændi gerði það einu sinni í æsku þá er það lausnin fyri alla sem eru blankir.

Þeir sem eru að röfla þessar "hjólalausnir" sí og æ eru væntanlega fæstir á hjólum og hafa margir eflaust aldrei hjólað á æfinni en alltaf þykir þessum snillingum í lagi að segja öðrum hvernig þeir eiga að ferðast um landið þó þeir geti ekki hugsað sér það sjálfir og hvað þá að vera á vetri til að hjóla á Íslandi frosinn inn að beini á veturna.

Þó örfáir furðufulgar láti sig hafa það á þrjóskunni að hjóla all árið og komi í fréttunum fyrir vikið því það er talið til afreka í okkar veðráttu þá er það ekki lausnin á þessu vandamáli sem fellst í verði á samgöngum á Íslandi því bíll er mikil nauðsyn hérlendis hvað sem fólk segir.

Fólk sem röflar líka að allir eigi að nota strætó eins það sé himnalausnin hefur oftast ekki stigið  upp í stræto síðan í barnæsku ef þá nokkurtíman því það á bíla og hefur í miklum meirihlutaátt bíla alla sína hunda og kattar tíð og er ekki að fara að hætta því og hjóla og nota Strætó þó minnihluta hópar geri það.

Ég segi við ykkur þá sem eru alltaf að verja þessar smánarlegu fjárhæðir og óraunhæfu viðmið í öllu sem ríkið miðar við sem er ekki manneskjum bjóðandi hérlendis að tjá ykkur um þetta þegar þið hafið þurft að lifa af þessum hlægilegu smáaurum sjálf og hafið aukalega hjólað á veturna um allan bæinn þverann og endiangann frosin inn að beini.

Skammast mín ekki að segja við þá sem verja þetta kjaftæði að þeir séu raunveruleika fyrtir og blindir á hvað það kostar að lifa á Íslandi í dag, greindarskertir í sumum tilvikum held ég aðhljóti að vera.

Ég er sjálfur í skóla og má lifa af námslánum sem eru svipuð tala og um ræðir og það er engin leið að lifa á þessum peningum hvernig sem maður reynir og það á við marga samnemendur mína sem eiga ekki fyrir mat oft dögum saman og eru jafnvel með barn/börn sem þau geta ekki á nokkurn hátt fætt né klætt almennilega og þetta er að fara með marga í gröfina að hafa af þessu endalausar áhyggjur, Reyndar margir komnir í gröfina nú þegar þótt það sé þaggað niður til að ástandið í þjófélaginu verðir ekki of greinilegt.

Það hentar einfaldlega svo mörgum að stinga hausnum í sandinn og sjá ekkert því ef vandamálin eru ekki viðurkennd þá er þau ekki til.

Látum Alþingismennina lifa á svona smá peningum í nokkra mánuði...þá myndi líklega heyrast í þeim hátt og skýrt...annars eru þeir málausir og blindir.

Riddarinn , 4.4.2012 kl. 18:27

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Síðan hvernær varð Ísland aumingjavætt??

Er ástandið í dag að fullorðið fólk fer að væla ef þeir eiga ekki einkabíl?

Og þeir sem eiga bíl eru að væla hvað bensín er dýrt.

Í gamla daga þá þurftum við Íslendingar bara að bíta í jaxlinn og fara á sjó eða útí sveit til að draga bjarg í bú.

Núna fara Íslendingar að væla þegar það þrengir að þeim.

Sorgleg örlög hjá þjóð sem var hörð í horn að taka á sínum tíma. 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 19:18

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

150 þúsund að lágmarki!

Sigurður Haraldsson, 4.4.2012 kl. 21:48

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef aldrei notað caps lock í commenti en geri það núna:

ÞAÐ ER VERIÐ AÐ MIÐA VIÐ LÁGMARKSFRAMFÆRSLU. ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ ÞAÐ ER ENGINN GLAMÚR Í LIFNAÐARHÁTTUNUM! OG EKKI EINU SINN ÞAÐ SEM SUM YKKAR TELJIÐ "EÐLILEGT" (BILL, KAFFIHU).

HAFIÐ ÞIÐ STIGIÐ ÚT FYRIR ÍSLAND OG NORÐURLÖNDIN ÁÐUR? HAFIÐ ÞIÐ FERÐAST EITTHVAÐ AÐEINS ÚT Í HEIM!?!?!?!?!?

KV 

SLEGGJAN

IF YOU LOOK CLOSELY ÞÁ ER SLEGGJAN AÐ KOMMENTA Í FYRSTA SINN VIÐ ÞESSA FÆRSLU. HVELLURINN HEFUR VERIÐ AÐ TALA HINGAÐ TIL.

ÞAÐ ER KVITTAÐ VIÐ ENDA HVERS KOMMENTS.

KV

SLEGGJAN

Sleggjan og Hvellurinn, 5.4.2012 kl. 01:22

10 identicon

Strætókerfið hérna er svo ömurlegt oftast, ég er t.d. rúmlega klukkutíma til einn og hálfann tíma að fara úr miðbænum til systir minnar í árbænum með strætó og borga fyrir það 350 kr. semsagt 700 kr framm og til baka.

Á bílnum mínum kemst ég fyrir sama pening í bensín eina og hálfa til tvær ferðir til hennar og er rúmlega 10 mínútur að keyra þangað.

Svo má líka nefna það að t.d. ég er iðnaðarmaður sem missti vinnuna og hef verið að leita mér að vinnu, ef ég skyndilega fengi vinnu við mitt fag þá verð ég að vera á bíl því það er hreinlega gert ráð fyrir því. Ef ég t.d. seldi bílinn minn í dag og væri að sækja um vinnu á fullu fengi svo skyndilega vinnu og væri beðinn um að byrja strax, þá væri ég bara hreinlega í vondum málum þar sem oftast er verið að vina í stuttum verkefnum útum allar trissur og þegar einu verkefni lýkur þá er farið í næsta á allt öðrum stað og jafnvel stundum verið að þvælast á milli verka til skiptis.

Ef ég afturámóti fengi t.d. vinnu á einhverjum venjulegum föstum vinnustað sem væri sæmilega stutt frá þá gæti ég allveg látið mig hafa það að labba eða taka strætó tímabundið.

Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 02:11

11 identicon

og já ég fæ 145 þús á mánuði í atvinnuleysisbætur borga 75 þús af íbúðinni minni sem er 50 fm, plús hússjóður 15 þús. rafm. og hiti etc. 10 þús. og 7 þús tekið af í meðlag meðan ég er atvinnulaus. samasem = 107 þús. mínus 145 þús. Mér er semsagt gert að lifa af 38 þús á mánuði og þá er allt annað eftir. og ég tel mig nú vera bara nokkkuð týpískan einstæðing.

Ég er ekki að segja að fólk sem missi vinnuna og þurfi að lifa af atvinnuleysisbótum tímabundið eigi að geta lifað einhverju lúxuslífi en þetta er samt auðvitað bara djók! Enda er ég líka að missa allt mitt eftir að ég missti vinnuna.

Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 02:27

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta væri mér nóg sem einstæðri móður með 1 barn, ef húsnæðiskostur væri í myndinni! 

Sem sagt 165000kr + 100000kr = 265.000k

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.4.2012 kl. 03:09

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Menn verða að átta sig á því hvað er hér verið að reikna út. Þetta er viðmkið Umgosðmanns skuldaga gagnvart fólki í greiðsluaðlögun. Ef lesinn er textinn fyrir ofan þá má sjá eftirfarandi texta. "Gera þarf sérstaklega ráð fyrir föstum liðum í framfærslu s.s. rafmagni, hita, dagvistun, húsaleigu, fasteignagjöldum og fleiru samkvæmt greiðsluseðlum." Með öðrum orðum stendur þarna að þessir liðir séu ekki inni í þessum tölum. Þess vegna getur Pétur Jónsson ekki lifað af atvinnuleysisbótum upp á 145 þúsund kr. vegna þess að miðað við þann kostnað sem hann nefnir þá þarf hann 122 þúsund að viðbættum þeim 107 þúsund kr. sem hann leggur saman eða samtals 229 þúsund kr. á mánuði. Ég spyr Pétur. væri það órauhæft?

Þara er um að ræða framfærsluviðmið fólks sem er í greiðsluaðlögun. Þessar upphæðir ásamt föstu liðunum sem taldir eru upp í textanum fyrir ofan töfluna eru dregnar frá tekum eftir skatt og afgangurinn fer síðan í að greiða af lánunum meðan greiðsluaðlögunin stendur yfir.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2012 kl. 14:45

14 Smámynd: Árni Halldórsson

Sleggjan slær sjálft sig rothögg núna.

6500kr á mánuði er nú hreint ekki mikið í fatakaup. 78.000kr á ári. Sleggjan ætti nú að athuga hvað vetrarúlpa, sumarjakki, kuldaskór og léttari sumarskór kosta. Þar er eitt ár af fatakaupum horfið.

Líkamsrækt er ekki tómstundaiðja alla. Fólki er nákvæmlega sama hvaða sleggjan greiðir í vasa Bjössa.

Samskiptaflokkurinn er meira en gsm. Það er internet og meira að segja er sjónvarpið komið þar inn. Atvinnulausir hafa líklega töluvert meira við slíkt að gera en aðrir.

Sleggjan lifir svo hátt að hún veit ekki að 9 mánaða strætókort kostar 42.000 kr. Þá eru 3 mánuðir ársins eftir, reiðhjólið kostar nú aldeilis sitt og ekki er það heldur viðhaldslaust. Ætli 2.000kr á ári dugi til að reka reiðhjól?

Amma mín blessaða hefði flengt sleggjuna rækilega fyrir "aumingjatalið".

Árni Halldórsson, 5.4.2012 kl. 14:46

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Árni. Það er gert ráð fyri 44 þúsund kr. á MÁNUÐI í samgöngukostnað. Eins og þú sjálfur bendir á þá dugar mánaðartalan fyrir 9 mánaða korti og þá er hátt í hálf milljón eftir fyrir árið. Það dugar vel fyrir einum þriðja af 9 mánaða korti, rekstri reiðhjóls og leigubílum eða bílaleigubílum þegar hvortki strætó né reiðhjól henta.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2012 kl. 16:59

16 Smámynd: Árni Halldórsson

Já fyrirgefið, vissulega er það rétt.

Árni Halldórsson, 5.4.2012 kl. 17:09

17 identicon

Sleggjudómar.

 Reiðhjól kostar amk 50.000. Ef ætlunin er að hjóla á veturna þarf vetrardekk. 

Stk kostar um 5.000

Ef hjólaðir eru 10.000 km á ári þarf eitt sett af dekkjum og keðju annaðhvert ár.

Sá sem hjólar eyðir meiri orku s.s. borðar meira.

125.000

Þetta er náttúrulega gott ef aður býr á hótel mömmu.... en danir t.d. hafa séð við því.

Auðnuleysingjar sem hanga á foreldrum sínum fá lítið sem ekkert enda leggja þeir ekkert til samfélagsins.

Það sama þarf að taka upp hér. Einstaklingar sem hýrast í foreldrahúsum atvinnulausir ættu ekki að eiga fullan rétt á við þá hina sem þurfa að sjá fyrir sér og jafnvel börnum líka.

Þessir einstaklingar ættu eins og sleggjan leggur til að fara út í heim.... t.d. Póllands þar sem að bæturnar eru c.a. 12-15þ. iskr á mánuði og af því er ekki hægt að lifa nema á götunni (og eiga þá EKKI REIÐHJÓL).

Í Póllandi voru (þar til fyrir stuttu) aðilar sem ætluðu sér að vera blóðsugur á kerfinu sendir í herinn. Svo er það en í Rússlandi og mörgum öðrum löndum gömlu austurblokkarinnar.

Svo mætti gera hér líka í samfélagsþjónustu, þ.e.a.s. ef að a-o þiggur bætur geti hann þurft að mæta hvert eða hvenær sem er til að vinna fyrir samfélagið í stað þess að hanga heima og horfa á sjónvarpið, spila tölvuspil eða vinna svart.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 19:34

18 identicon

Alveg er það hreint yndislegt hve varðhundar vinstri manna eru viljugir til að leggja blessun sína yfir þessar tölur, telja jafnvel að of vel hafi verið gefið.

Hvernig er það með ykkur "félagshyggjumenn"... óskið þið öreigum allra landa að lifa í því umhverfi að allir hreinlega eigi að lepja dauðann úr skel ??

Ég er hægri maður, varð það eftir að félagshyggjustjórnin komst til valda...og sýndi sitt rétta eðli, ég tel þessar tölur dugi einungis til að sigra hungurmörkin, það er þó einungis mín skoðun.

Ég vildi óska þess að ég bæri ykkar umhyggju fyrir almúganum...þá væri ég alvöru félagshyggjumaður og skjöldur þeirra er minna mega sín.

Kannski er ég að rangtúlka ástandið.. en eru þið félagshyggjumennirnir ekki á vaktinni fyrir öreiga allra landa ??

Eða er það einungis frasi sem þið notið til að safna atkvæðum ??

runar (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 19:49

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Runar. Ég get alveg lofað þér því að hægri stjórn myndi ekki hafa þessar tölur hærri. Reyndar skiptir ekki máli hvers konar stjórnvöld eru við völd því þetta er einfaldlega úttekt sérfræðinga á því hvað þarf til að geta náð endum saman miðaið við að sparlega sé farið með fé. Það er fullt af fólki sem lifir ágætis lífi á lægri upphæðum en þetta. Það er líka til fullt af fólki sem er með allt niður um sig í fjármálum þó það hafi mun meira fé milli handa en þetta.

Í tilfelli greiðsluaðlögunar þarf að fara bil beggja. Það þarf að setja viðmið sem dugar fólki til framfærslu á sama tíma og það þarf að hafa sanngirni gagnvart lánveitiendum að leiðarljósi þegar metið er hversu mikið menn telja að eðlilegt sé að fjölskyldur sem ráða ekki við fjárhaglegar skuldbindingar sem þær hafa gert eigi að geta leift sér á kostnað lántaka sem þurfa að gefa þeim afslátt af skuldbindingum sínum til að þær geti framfleytt sér. Ýmsir myndu jafnvel telja óeðlilegt að slíkar fjölskyldur ættu að hafa pening til að reka bíl en það sjónarmið er ekki ofaná þarna enda gert ráð fyrir rekstri bíls í tölum um samgögnukostnað.

Það er svolíitð skrítið að hafa gerst hægri maður eftir að hafa upplifað afleiðingar af hruni sem er afleiðing hærgi stefnu bara af því að vinstri stjórn fékk þann pakka í andligið og hefur þurft að takast á við það. Fjárhagsvandi fjölda fólks hér á landi er afleiðing af hruninu en ekki efnhahagsaðgerða núverandi ríkisstjórnar. Henni hefur tekist mjög vel að hlífa lakast settu fjöskyldum landsins við afleiðingum hrunsins með því að láta hátekju- og millitekjufólk taka á sig stærstan hlutan af þeim kjaraskerðingum sem voru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2012 kl. 07:18

20 identicon

Þakka þér gott svar Sigurður.

Vandamálið er að millitekjufólki blæðir hvað mest í núverandi umhverfi, margir að ósekju, t.d 50% íbúðareignarhlutur fólks gufar upp á meðan 100% skuldsett fólk fyrir hrun er 110% skuldsett í dag.

Þetta er ekki rétt réttlæti og stuðar réttlætiskend margra, þ.á.m mín.

Ég sannarlega tel að það hafi ekki verið erfitt að taka við stjórnartaumunum 2009.

Ef heiðarleiki og ærleg stjórnsýsla hefði verið í fyrirrúmi þá væri núverandi stjórn með 60-70% fylgi í dag, ég meðtalinn.

Allir vissu að komandi ár yrðu erfið og allir ættu því að leggja sitt af mörkum við að byggja upp betra og hreinna land.

En nei, afskriftir auðmanna, icesave, skattheimtur úr hófi, upplýsingaskortur og baktjaldamakk hefur einkennt þessa fyrstu hreinu vinstri stjórn frá upphafi Íslandsbyggðar, þetta eru ástæður þess að ég gerðist hægri maður eftir að hafa bragðað á vinstri stjórn í fyrsta skipti í mínu lífi, ég er ekki það gamall að ég hafi séð vinstri menn fyrr með stjórnkeflið.

Ég virði þinn málstað Sigurður, en ég er fullkomlega ósammála honum.

Bestu kveðjur samt sem áður.

runar (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 10:11

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Runar. Þessar svokölluðu "afskriftir til auðmanna" eru óhjákvæmilegar afskriftir tapaðra krafna hlutaflélaga með takmarkaða ábyrð. Þetta eru ekki aðgerðir stjórnvalda heldur annars vegar aðgerðir skilanefnda gömlu bankanan í þeim tilfellum sem viðkomandi skuldir voru skildar eftir í þrotabúum gömlu bankanna og hins vegar afskriftir nýju bankanna samkvæmt ákvörðunum bankastjórna þeirra sem væntanlega eru teknar til að hámarka endurheimtur. Gert var ráð fyrir þeim afskriftum þegar eignasöfn gömlu bankanna voru seld til nýju bankanna. Þessar óhjálkvæmilegu afskriftir hafa því lent á eigindum í þrotabú gömlu bankanna og því ekki gerðar á kostnað annarra mögulegra aðgerða. Það sama má segja um afskriftir til heimila samkvæmt 110% leiðinni.

Hvað Icesave málið varðar þá vildu stjórnvöld frakar ljúka málinu með samningum frekar en að taka áhættu fyrir dómstólum. Þjóðin ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka frekar áhættu fyrir dómstólum og þar er því málið statt núna. Það kemur ekki í ljós fyrr en þeim dómsmálum er lokið hvort sú ákvörðun að láta á málið reyna fyrir dómstólum verður okkur til góðs eða ekki. Því máli er langt í frá lokið og það að taka áhættu fyrir dómstólum getur sprungið illilega í andlitið á okkur.

Hvað "skattheimtur úr hófi" varðar þá sátu stjórnvöld uppi með 216 milljarða ríkissjóðshalla í fanginu samhliða mikilli tekjulækkun og útgjaldahækkun ríkissnóðs vegna hrunsins og þeim skelli sem ríkissjóður fékk á sig meðal annar vegna gjaldþrots Seðlabankans. Ef einhverjir hafa haldið að hægt væri að takast á við þetta öðruvísi en með mikilli skattahækkun ásamt mikilli lækkun ríksiútgjalda þá hafa viðkomandi ekki verið í jarðsambandi. Í dag þarf ríkissjóður að greiða um 90 milljarða á ári í vexti af skuldum sínum og ef ekki hefði verið gripið rösklega í taumana með samstarfi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn þá væri sú tala mun hærri bæði vegna þess að þá væru skuldirnar mun meiri auk þess sam lánakjör ríkissjóðs væru mun lakari. Slíkt hefði þá sligað ríksisjóð til lengri tíma og þannig kippt grunninum undan möguleikum okkar til að reka hér velferðaríki til framtíðar.

Ekki hef ég orðið var við að baktjaldamakk eða upplýsingskortur hafi verið meiri í tíð núverandi ríkisstjórnar en fyrri ríkisstjórna.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2012 kl. 11:23

22 identicon

tja ég borga 10 kall í internet.

hef ekki efni á neinu öðru en að hanga á netinu lol :D

lifði á 120 kalli í 2ár. (var að safna 40 kalli á mán til að geta náð í konu mína(búin að vera hamingjusamlega gift í 1 ár :)

lifi á 190 kalli núna, við 2 (hún missti vinnuna og fær 50 kall á mánuði, (má ekki sækja um féló því hún er nýbúi)

ég er með 140 kall (var með 160 en missti 20 því ég er giftur)

maður hefur svona 20 á mánuði eftir allar nauðsynjar.

mat og leigu og internet.

heppilega þá skulda ég voða lítið (borga 10 kall í skuldir, restina setti maður í árangurslaust fjárnám)(600 þús króna rukkun frá slefossi fyrir að hafa búið þar í 2 ár sem algerlega tekjulaus betlari (er öryrki eftir 20 ára baráttu við sjúkdóm sem lagði mig loks (hef verið 3 ár á bótum)

og á ekki bíl :) (og fer aldrei til læknis né tannlæknis enda er tanngarðurinn löngu farinn, maður er orðinn alger hillbilly :))

oft sem maður hefur sleppt því að borða. mest viku.

en blessunarlega ekki upp á síðkastið, ekki síðasta árið.

svoldið skondið þegar maður sér suma væla :)

en maður brosir bara að þessu, hvað getur maður annað gert? ;)

en smælað með þessum 4 brotnu framtönnum sem maður hefur lol

:D

hafið það gott elskurnar :)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband