Þriðjudagur, 3. apríl 2012
Krónuvandinn ennþá óleystur.
Krónan er ennþá í gjaldeyrishöftum og ekkert bolar á lausn í þeim málum. Þvert á móti voru þau hert fyrir nokkrum dögum síðan.
Þrátt fyrir höftin hefur krónan fallið gríðarlega á þessu ári.
En Evran er í góðum málum. Og hefur ekki veikst. Þvert á móti hefur hún styrkst gagnvart USA dollar. Þar af leiðandi er þessi "hjóbörukenning" alveg útí hött. Það er ótrúlega hvað blaðamenn hjá Mogganum leggja allt í sölurnar til að finna eina og eina þingmenn á EU þinguinu sem eru á móti ESB. Það eru ekki margir. Og þá aðalega bretar í íhaldsflokknum.
hvellurinn
![]() |
Evruvandinn ennþá óleystur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo þess vegna er t.d. Grikkland og Írland í svona góðum málum því þau eru í ESB.
Kari (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 23:35
ESB og Evrulandið Luxemborg er ríkasta land í heimi.
Það er 4% atvinnuleysi í Evru og ESB landinu Austurríki... hva.??? er ekki 7,6% atvinnuleysi á Íslandi??
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 23:45
Efnahagsstjórn er í höndum þjóðanna sjálfra í ESB.
Og efnahagsstjórnin er misjöfn einsog þjóðirnar eru margar. ESB stjórnar ekki hvort þau eru slæm eða góð.
Betra væri að benda á einhverja slæma reglugerð frá ESB svo hægt sé að tækla eitthvað efnislega
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 00:01
Ef krónan væri á gullfæti hefði hún styrkst mikið gagnvart bæði dollar og evru. Ríkið væri að vísu greiðsluþrota og atvinnuleysi vart undir 50% en gjaldmiðillinn væri sterkur.
Annars eru hagtölur fyrir Lúxemborg algjörlega ómarktækar. Lúxemborg er skúffa en ekki land. Stór hluti þeirra sem þar starfa búa ekki einu sinni í landinu og þar eru skráð allskyns umsvif sem ekki eru þar, vegna heppilegs lagaumhverfis. Þess vegna koma út fáránlegar tölur þegar reynt er að beita þjóðhagslegum mælingum á skúffuna. Erlendar skuldir Lúxemborgar mælast t.d tæplega 3500% af landsframleiðslu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 00:04
Þið snillingarnir segið: "Efnahagsstjórn er í höndum þjóðanna sjálfra í ESB.
Og efnahagsstjórnin er misjöfn einsog þjóðirnar eru margar. ESB stjórnar ekki hvort þau eru slæm eða góð."
Hmmm? Hver er þá akkur okkar í að hafa Evru eða vera í ESB? Ódýrir tómatar?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 00:30
@ Jón
Af þessu komment þínu sé ég að þú telur að góð efnahagsstjórn komi með ESB aðild og Evru. Það er rangt.
Þetta snýst allt um eyðslu ríkisins. Fjárlagahalli eða ekki. Flókið?
kv
Sleggja
Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 02:02
Rangt. Ég held það nenfnilega ekki, en einhvernvegin finnst mér það hafa verið rauði þráðurinn í öllu ykkar vafstri hér. Þótt bara gaman að sjá að þið væruð farnir að sjá ljósið.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 03:09
@ Jón
Kannast ekki við að hafa lagt mikla áherslu á það.
En Maastricht skilyrðin segja til um ákveðið hámar á eyðslu ríkisins svo hægt sé að taka upp Evru og viðhalda henni. En eftirá að hyggja þá tóku þjóðir þann pólinn í hæðina að falsa ríkisbókhaldið eða einfaldlega að hunsa skilyrðin.
Annað man ég ekki eftir.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 08:29
Að þurfa að borga lægra verð fyrir tómmata er ekki slæmt að mínu mati. Þegar Ísland fer í ESB og tómatar lækka frá 500kr í 300kr. Þá máttu alveg gefa mér 200kr í hvert skipti sem þú kaupir tómmata.
En aðar vörur lækka mikið meira t.d landbúnaðarvörur.
Svo er ekkert sérstaklega gaman að vera fastur í háum vöxtum, verðtryggingu og gjaldeyrishöftum. En sumum krónuaðdáðendum finnst það gaman.
rosa gaman
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 09:50
http://eyjan.is/2012/04/04/vara-og-thjonusta-hefur-haekkad-um-349a-islandi-en-um-58-i-evrurikjunum-fra-arinu-2008-mikill-munur-a-throun-verdlags-i-ollum-flokkum/
áhugaverð frétt.
Kappar einsog Jón Steinar hljóta að hoppa hæð sína núna
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2012 kl. 09:57
Sæll.
Við þessum vandræðum evru ríkjanna var varað áður en evran var tekin upp. Vandi evrusvæðisins er hve innbyrðis ólík ríkin eru. Gengi gjaldmiðla hefur auðvitað áhrif á neyslu, við eyddum eins og enginn væri morgundagurinn rétt fyrir hrun þökk sé fölsun SÍ á gengi krónunnar: 1$ = 58 kr. Það sama gerðist t.d. í Grikklandi, allt í einu jókst mjög kaupmátturinn og mikill halli varð á utanríksiviðskiptum (vegna þess að þeir tóku upp evruna) en engin leiðrétting varð á gengi gjaldmiðilsins eins og varð hér. Vandi Grikkja er líka sá að hið opinbera er alltof stórt. Vegna evrunnar geta Grikkir ekki aukið tekjur sem er vandamál sem við þurftum ekki að glíma við vegna þess að við höfðum okkar eigin gjaldmiðil. Haldið þið að það yrði ekki örtröð á grískum ferðamannastöðum í sumar ef Grikkir hefðu haft rænu á að taka upp drögmuna um áramótin?
Öll umræða um að skipta út krónunni sýnir skilningsleyis á aðstæðum okkar og gildir þá einu hvort um er að ræða evru eða einhvern annan gjaldmiðil, við þurfum gjaldmiðil sem lagar sig að okkar aðstæðum. Evran og stýrivextir ECB laga sig bara að aðstæðum Þýskalands og Frakklands og örfárra annarra ríkja. Lágir stýrivextir ECB bjuggu til vandræði á Spáni svo dæmi sé tekið (neikvæðir vextir).
Það er hins vegar ekki flókið mál að koma málum aftur á skrið hér, vandinn er bara að við erum með dreggjar samfélagsins við stjórnvölinn núna sem vita varla hvað snýr upp og niður í efnahagsmálum. Það er til sögulegt dæmi um það hvernig snúa skuli niður kreppur en vandi okkar felst í því hve fáir á Vesturlöndum nenna að fara 90 ár aftur í tímann.
Sumir segja að með evrunni fáum við ódýr lán. Það má vel vera en ætla menn ekki að læra neitt af sögunni? Af hverju halda menn að kreppa sé í heiminum? Er það ekki vegna þess að alltof ódýrt var að fá pening að láni? Kannast enginn hérlendis við að hafa heyrt það? Undirmálslán, anyone?
Helgi (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.