Af hverju þessi pólítíski flótti?

Það vill enginn stjórnmálaflokkur kannast við að eiga þátt í að tryggja Goldfinger leyfi.

Af hverju?

Væri það pólítískt slæmt ef segjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi leyfa þennan stað?

Er Sjálfstæðisflokkurinn ekki flokkur frelsisins. Á móti forræðishyggju?

Mig grunar að það sé hávær minnihluti á móti Goldfinger. Langflestum sé alveg sama um örlög hans.

kv

Sleggjan


mbl.is „Gerðist á þeirra vakt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að það sé nú hávær meirihluti sem vill ekkert með þennan stað haf hér í Kópavogi. Held að það geri engum gott að Gunnar og co skyldu hafa leyft honum að planta sér þarna á sínum tíma. Hef alltaf haft illan bifur á Geira og bendi á að að honum eru helst fréttir þegar hann mætir með stelpu hópin á sinfoníutónleika eða hann er að bralla eitthvað með Jóni Stóra og svipuðum karaterum. Jú og um daginn tilkynnti hann að 3 stúlkur væru ófrískar eftir sig. Varð hugsað til hans þegar ég sá "Svartur á leik" í bíó um daginn. Síðan er furðulegt að bæjarstjórinn fyrrverandir skildi ekki gera eins og fyrir hana var lagt í þessu máli eins og mörgum öðrum. Það kannski tengist því að hún vann lengi með Gunnari Birgissyni sem aftur er vinur Geira sbr http://youtu.be/IW1RMToLvGQ?t=7m25s

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2012 kl. 19:39

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sleggjan. Það er með þennan stað hans Geira, eins og ólöglegu grösin, að ef þetta er bannað, þá fer starfsemin í undirheimana.

Það er líklegt að nýjasta skrautfjöður Sjálfstæðisflokksins: Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögga, vilji hafa eitthvað sér til skemmtunar núna, eins og áður. Hvítflibbarnir finnast víða.

Ármann Kr. þorir ekki að viðurkenna staðreyndir frekar en aðrir, sem eru rótgrónir spillingarflokka-hlaupatíkur, sem blekkja og ljúga til Hægri og Vinstri af meiri krafti og minni trúverðugleika en nokkurn tíma fyrr.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2012 kl. 19:42

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála sleggjunni

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 20:07

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi rök Magnúsar að hann vill svifta Geir lífbrauði sínu útaf því hann hefur "illa bifur á þessum gaur"

Það er alveg ótrúlegt að heyra þetta...... 

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 20:09

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef það væri annar rekstraraðili en Geir þá væri allt í gúddi?

Var að reyna fá umræðu um Nektarstaði, ekki persónu Geirs

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 3.4.2012 kl. 21:04

6 identicon

Sæll.

Þetta snýst auðvitað um frelsi. Maðurinn á að fá að reka sitt fyrirtæki í friði frá pólitískum íhlutunum og fordómum annarra.

Vel má vera að Geiri sé furðulegur og eitthvað annað en það kemur atvinnufrelsi hans ekkert við. Væri ekki nær að ráðast af jafn miklu offorsi á skyndibitastaði, hafa þeir ekkert með það að gera að fólk dettur niður dautt vegna kransæðastíflu? Hvað með fiskbúðír, það er svo vond lykt af þeim - við getum ekki leyft þær.

Svo halda femmurnar auðvitað að allar stelpur í vændi og strippi séu neyddar í þetta. Sjálfsagt eru til dæmi um að einhverjar séu gegn sínum vilja í þessu en en þá bönnum við þetta ekki frekar en við bönnum bíla þó einhverjir keyri fullir.

Annars ættu femmurnar nú að hafa í huga það sem sagt er um "að konur séu konum verstar". Í hvaða geira öðrum hafa konur hærri laun en karlar? Hvað ætli myndarleg kona gæti haft upp úr vændi á mánuði? Sjálfsagt einhverjar milljónir, eða hvað?

Helgi (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband