Hin frábæra króna

Fór til London 2005. Það var sweet. Þrátt fyrir að London er rándýr borg

Fór til NY 2007. Bjórinn og gistingin var ódýr. Ekkert limit á hvað ég mátti breyta mörgum krónum í dollara.

Í dag er frekar blóðugt að fara til útlanda.

 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að borga fyrir ferðina í dag.

Gengi krónunnar í dag er það sem hún hefur átt að vera í langan tíma.

Góða helgi.

Stefán (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 05:00

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við skulum losa um gjaldeyrishöftin og fá alvöru gengið.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2012 kl. 09:45

3 identicon

Hér getur þú séð rétt gengi krónunnar.

Það er skráð af VÖB, sem er samband banka í opinberri eigu í Þýskalandi þannig að það er trúverðugt og breytist oft daglega.

http://www.hsh-nordbank.de/de/research_2/devisenmarktberichte/eurofixing_1.jsp

Já, losum höftin.  Ekki spurning.

Ertu búinn að sjá facebook hópinn, "Afnemum gjaldeyrishöftin"?  Endilega gerast meðlimur!!

Stefán (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 12:19

4 identicon

Sæll.

Margir tuða um að krónan sé orðin nánast verðlaus en þeir skilja engan veginn hvers vegna. Dollarinn og evran hafa líka misst verðgildi sitt. Árið 2006 gastu fengið 4 gallón af bensíni fyrir silfurúnsu í USA en í dag færðu næstum því 11 gallón af bensíni fyrir silfurúnsu. Málið er s.s. það að olía hefur ekki hækkað í verði heldur hefur verðmæti peninga frá Seðlabönkum heimsins fallið verulega. Afskaplega fáir virðast átta sig á þessu, því miður.

Ég er alveg sammála nr. 2, afnema þarf þessi gjaldeyrishöft og losa okkur líka við öll jöklabréfin en eigendur þeirra græða núna á himinháum vöxtum SÍ. Stinga þarf á þessu skuldakýli sem er að mergsjúga okkur. Markaðurinn á að ráða gengi gjaldmiðla. Hið ranga gengi sem við búum við í dag kostar útflutningsatvinnuvegina peninga og störf.

Vandi okkar er of stór opinber geiri og stjórnmálamenn sem bera nánast enga virðingu fyrir því fé sem þeir hafa af almenningi og eyða í tóma vitleysu.

Helgi (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 17:20

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi er með þetta.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2012 kl. 20:05

6 identicon

Er vandinn stór opinber geiri Helgi?

Útskýrðu nánar

sleggjan (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 21:24

7 identicon

Sælir félagar.

Það sem flestir stjórnmálamenn skilja ekki, og obbi kjósenda líka, er að þegar fé er tekið af neytendum og fyrirtækjum með skattheimtu nota viðkomandi aðilar þetta fé ekki í neyslu, sparnað, til að borga niður lán eða fjárfesta. Hið opinbera flytur fé með nauð frá mér og í eitthvað annað. Ég t.d. er mikill matmaður og myndi leyfa mér að fara oftar úr að borða ef ég hefði úr meiru að spila. Í staðinn tekur hið opinbera mikið fé af mér sem ég vil ekki láta af hendi og notar í ýmis gæluverkefni eins og 77 aðstoðarmenn þingmanna, Hörpuna, kyngreiningu fjárlaga og alls konar óarðbær verkefni sem miða oftar en ekki að því að tryggja endurkjör þeirra sem hafa gaman af að sýsla með og eyða annarra manna fé. Af hverju má ég ekki ákveða hvað ég geri við það fé sem ég afla, þó lítið sé? Hvernig stendur á því að hið opinbera getur tekið 70% af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja? Hvað ætli það ævintýri kosti mörg störf og mikinn pening?

Skattheimta hefur einnig oft afleiðingar sem ekki áttu að fylgja með. Hátt bensínverð leiðir til minni notkunar á heimilsbílnum, sem þýðir minna viðhald sem þýðir minni vinna fyrir þá sem vinna við að viðhalda bílum sem þýðir fækkun starfa. Bann við strippstöðum gerði einnig fullt af fólki atvinnulaust.

Ég hvet ykkur félaga til að skoða skattframtalið ykkar, þar getið þið séð hve mikið af heildartekjum ykkar fara í opinberu hítina (sveitarfélagið ykkar og ríkið). Hjá aumingja eins og mér er þetta alveg um fjórðungur!! Ég vinn rúma 5 daga í mánuði bara fyrir hið opinbera. Restina má ég eiga. Þar sem ég er óttalegur aumingi er ég viss um að ég slepp nokkuð vel frá skattheimtunni, ég er viss um að margir vinna miklu meira fyrir ríkið en ég. Kannski stjórnmálamennirnir segi við þá að þeir megi vera þakklátir fyrir að mega það?

Það skondna, eða öllu heldur sorglega við þetta rugl allt saman, er að það er þekkt hvernig snúa eigi niður kreppur. Við höfum sögulegt dæmi um það hvernig snúa á niður kreppur (ég er ekki að tala um New deal) og svæsnari kreppur en við búum við í dag. Við höfum búið við núverandi kreppu hérlendis í næstum 4 ár (kreppan byrjaði í raun árið 2007 í USA) og ekkert sem bendir til annars en hún standi í mörg ár í viðbót (hún er alls ekki búin hér eða í USA þó sumar tölur bendi í þá átt). Hve langan tíma tekur að snúa núverandi kreppu niður? Um 18 mánuði!! Við gætum verið komið með raunverulegan vöxt (ekki excel vöxt Hagstofunnar) í byrjun árs 2014.

Spurningar í lokin sem ég hvet ykkur til að blogga um og hugleiða: Hvenær verður skattheimta að eignaupptöku? Hvenær verður skattheimta of svæsin? Hvers vegna þurfa skattar að vera svona háir eins og raun ber vitni á Vesturlöndum? Hvaða afleiðingar hefur skattheimta á efnahagslífið?

E.S: Myndin "Capitilism isn´t working" er tóm vitleysa, þessi vandi tengist ónógum kapítalisma. Tæklum það seinna :-)

Já, vandinn er pottþétt of stór opinber geiri og hörmuleg efnahagsstjórn. Grikkir eru að súpa seyðið af þessu núna ásamt ósveigjanlegum gjaldmiðli. Hvað ætli margir hafi drepið sig þar út af öllu þessu bulli?

Hafið það gott félagar :-)

Helgi (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 23:14

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég  er sammála að opinberi gerinn á að vera sem minnstur.

 Bann við strippstöðum gerði einnig fullt af fólki atvinnulaust.

ég er samt ósammála þessu.

jú helling af atvinnulausum strippurum og barþjónum..... en fólkið sem ætlaði að eyða 14þúsund krónum á Clinton...   eyddi þeim frekar á Throvaldsen.... skapaði atvinnu þar.

þetta var tilfærsla á atvinnu. ... ekki fækkun starfa.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 1.4.2012 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband