Miðvikudagur, 28. mars 2012
Stjórnarandstaðan er að gera sér að fífli.
Þetta er sorglegur sandkassaleikur.
Þeir eru að hindra það að vilji þjóðarinnar komi í ljós.
Sjálfstæðismenn eru alltaf að tala um að fylgi þeirra sé ekki nógu mikið þrátt fyrir verstu ríkisstjórn alla tíma.
Svona fíflaskapur er ástæðan.
hvellurinn
Þingmenn sakaðir um klækjabrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Athugasemdir
Þeir sem að eru að leggja þetta fram eru Þjóðinni til skammar vegna þess að þeir virðast ekki þora að tala fyrir máli sínu sjálfir og hvað þá að vera til svara til þess að auðvelda Alþingi þó í það minnsta vinnuna sína með því að vera til svara....
Að segja það að þessar örfáu (hræður) manneskjur sem eru að fara fram á að Stjórnarskránni verði breytt séu að endurspegla vilja Þjóðarinnar er bara ekki rétt leyfi ég mér að fullyrða vegna þess að ég veit ekki um neinn sem mun styðja það að fullveldi okkar verði afsalað til nágranna ríkja bara sí svona og hvað þá bara vegna....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.3.2012 kl. 09:24
Það voru haldir tveir þjóðfundir Ingibjörg.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2012 kl. 09:30
Af hverju mættu þingmenn ekki í vinnuna. Mér er spurn
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2012 kl. 09:36
Heyrst hefur að stjórnarþingmenn hafi verið sofandi heima þegar umræðunni lauk og greiða átti atkvæði.
Er hægt að ætlast til þess að þeir þingmenn sem höfðu sýnt af sér þann sóma að vera viðstaddir umræðu biðu í einhverja klukkutíma að lokinni umræðu efir því að sofandi þingmönnum þóknaðist að mæta til vinnu?
Því var það eina í stöðunni að fresta atkvæðagreiðslu til morguns.
Hverjir eru aftur að gera sig að fíflum...?
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 10:11
Sigún er með þetta á hreinu.
Þingmenn eiga að vera í vinnunni en ekki að slæpast í bælinu þegar mikilvæg mál eru rædd.
Ragnhildur Kolka, 28.3.2012 kl. 11:22
Slöpp vinnubrög á báða bóga.
Ekki skrýtið að þingið hefur lítið traust.
sleggjan (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.