Mánudagur, 26. mars 2012
Ríkisstjórnin á réttu róli
Þetta frumvarp er ásættanlegt.
Ekki var farin fyrningarleiðin, en þetta er næst best. Hef alltaf verið fylgjandi því að hækka veiðigjaldið. Raskar ekki framtíðarfjárfestingum í greininni. Heldur hvetur til meiri hagræðingar og stærðarhagkvæmni.
Hin stóru loforðin:
Landsdómur, check.
ESB, check.
Ný stjórarskrá, mjög langt komið.
Þegar allt er á botnin hvolft hefur þessi ríkisstjórn staðið sig ágætlega. Ég er ekki að gefa henni 10 í einkunn. Hún fær 7.
kv
Sleggjan
Skili ríkinu 18 til 20 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eruð þið á Lyfjum??
Vilhjálmur Stefánsson, 26.3.2012 kl. 23:01
@ Vilhjálmur
Mátt endilega bæta við einhverju efnislegu kommenti. En nei, engin lyfjanotkun í gangi. Þakka hugulsemina.
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2012 kl. 00:27
Ég segi það sama ... á hvaða lyfjum eruð þið.
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10904
Hér er í fyrstu grein talað um eignarétt sem er síðan lítilsvirtur í þeirri 11.
Þetta frumvarp, ef verður að veruleika, verður til þess að allir aðilar í útgerð selja aflann zero rated til erlends aðila sem þeir eiga sjálfir. Það verður aftur til þess að engin arðsemi né uppbygging veðrður hérlendis og skatturinn skilar núlli, engi, zero, poka af kúk.
Óskar Guðmundsson, 27.3.2012 kl. 08:52
Ríkisstjórnin hefur staðið sig ágætlega varðandi rannsóknir á hruninu.
Landsdómurinn
Fengu Evu Joly til að hjálpa.
Stækkaði sérstaka saksóknara tífallt (Björn Bjarna stofnaði Sérstakan en fjármagnið sem var veitt til hans til að byrja með leyddi í ljós að þeir hjá XD ætluðu aldrei að rannsaka neitt)
En að öðru leyti hefur þessi ríkisstjórn ekki gert neitt gott. Í rauninni er ESB og stjórnarskrámálið komið í tómar ógöngur vegna vanhæfni og ósætti í þessum veikum meirihluta.
einkun 3
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2012 kl. 09:34
Svo komu þau rannsóknarnefnd alþingis á laggirnar.... ætli það sé ekki stæsta afrekið hjá þeim. (einsog ég sagði. rannsóknir a hruninu er þeirra stærsta hrós)
einkun hækkkar uppí 4
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2012 kl. 09:35
@ hvellur
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin settu rannsóknarnefndina á laggirnar.
@óskar
Hef enga trú á að það gerist.Svona umræður í upphrópunarstíl skila engu.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2012 kl. 12:18
Þetta er þegar í gangi.
Alfresca.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 14:18
Magnús Halldórsson, viðskiptafréttastjóri Vísis og Stöðvar 2, skrifar pistil um breytingar á fiskveiðistjórnun og afkomu útgerða. Þarna kemur ýmislegt merkilegt fram. Ég ætla að leyfa mér að birta pistilinn í heild sinni:
— — —
„Stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, þegar horft er einungis til starfsemi á Íslandi, er HB Grandi. Það fyrirtæki skilaði á dögunum uppgjöri fyrir árið 2011. Rekstrartekjur námu 183,7 milljónum evra, um 30,8 milljörðum króna, en þær námu 144,8 milljónum evra árið 2010 og jukust því um 38,9 milljónir evra milli ára, eða 6,5 milljarð króna. Þessi bæting á afkomu verður að teljast með nokkrum ólíkindum, þar sem reksturinn 2010 var hreint ekkert svo slæmur.
Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,EBITDA, var 56,2 milljónir evra, 9,3 milljarðar króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er EBITDA-hagnaðurinn hærri en árlegar tekjur CCP, tæplega fjórfalt hærri en árlegar rekstrartekjur Morgunblaðsins, og tæplega milljarði hærri en rekstrartekjur allra miðla 365. Eiginfjárhlutfall Granda er nú 54,4 prósent og hefur það hækkað hratt á liðnum árum og skuldir lækkað mikið.
Veiðigjaldið nam hins vegar ekki nema 3,9 prósent af EBITDA-hagnaði, eða 2,2 milljónum evra, tæplega 400 milljónum. Það verður seint sagt að það sé íþyngjandi fyrir fyrirtækið, ekki síst í ljósi þess að þessi ótrúlega afkoma byggir ekki síst á veiði makríls, nýrrar tegundar í íslenskri lögsögu, sem íslensk útgerðarfyrirtæki fengu fríar aflaheimildir til þess að veiða á grundvelli veiðireynslu, sem reyndar lítil sem engin var.
Ég er í þeim hópi sem lít svo á að íslensk lögsaga sé sameiginleg eign Íslendinga og að á þeim grundvelli sé eðlilegt að greiða auðlindagjald til ríkisins, ekki síst á þessum gullgrafaratímum í sjávarútvegi, sem fáir virðast hafa áttað sig á. Það er síðan merkilegt að fylgjast með alþjóðlegum deilum um íslenska lögsögu, vegna göngu makrílsins inn í hana. Grunnurinn að deilunum er þjóðarréttarlegs eðlis. Af hverju ætli það sé? Að sjálfsögðu vegna þess að íslensk lögsaga er eign Íslendinga allra. Þess vegna er deilan á pólitísku sviði sem milliríkjadeila. Auðlindagjaldið byggir á þessari staðreynd um íslenska lögsögu, og veiðarnar í henni. Þó þetta sé sjálfsagður hlutur í huga margra, þá er rétt í þessari umræðu að halda þessu til haga.
Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte spáði því að EBITDA-hagnaður í sjávarútvegi yrði ríflega 34 milljarðar á árinu 2011. Reyndin varð ríflega 70. Það verður að teljast nokkuð mikið afrek hjá Deloitte, sem er með ýmsa sérfræðinga í rekstri á sínum snærum, að ná að feila jafn mikið í spá sinni eins og raun ber vitni.
Persónulega er ég ekkert alltof hrifinn af miklum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, einkum þar sem endurreisn bankakerfisins er ekki lokið enn og í gildi er allsherjarábyrgð skattgreiðenda á öllum skuldum bankanna. Þá erum við enn að berjast við vantraust á ýmsum vígstöðum, sem ég tel vera helstu ástæðu þess hve illa gengur að virkja fjármagn. Það að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu gæti dregið enn úr fjárfestingu. En það er samt ekkert algilt í þeim efnum. Það eru nógu miklir peningar til hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum til þess að fjárfesta, þó vissulega séu einhver fyrirtæki í vondum málum, eins og á við um alla geira atvinnulífsins.
Það blasir við að auðlindagjald á útgerðarfyrirtækin ætti að geta verið hærra en það var á síðasta ári, sé mið tekið af afkomu greinarinnar. Líklega er sanngjarnt að það sé á bilinu 10 til 20 prósent af EBITDA-hagnaði, jafnvel hærra, fremur en 3,9 prósent eins og hjá Granda í fyrra.
Eftir þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir verður að horfa til þess, að þær hafa leitt til gríðarlegrar fjármagnsfærslu til útgerðarmanna vegna gengisfalls krónunnar. Það sama má raunar segja um eigendur álveranna þriggja, sem njóta nú góðs af því að launakostnaður sem hlutfall af tekjum var svo gott sem helmingaður á einni nóttu með gengishruninu.
Á sama tíma hefur almenningur það miklu verr en áður vegna gengisfallsins. Á þeim forsendum þarf að nálgast þessi mál, finnst mér, og það tengist deilum milli vinstri og hægri pólanna í íslenskum stjórnmálum ekki neitt. Líklega er þó réttara að segja, að það ætti ekki að tengjast þeim deilum.“
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2012 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.