Miðvikudagur, 21. mars 2012
Ef Ögmundur vill banna. Þá er rökrétt að banna lottó en ekki Póker
Í fréttinni segir:
"Þá er athyglisvert, að þegar könnuð voru tengsl fólks á eigin greiðslugetu undanfarna 12 mánuði og þátttöku í peningaspilum kom í ljós að þeir sem eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman fjárhagslega voru líklegri til að hafa keypt lottómiða en þeir sem stóðu vel fjárhagslega. Hins vegar reyndust tengslin með öðrum hætti þegar póker var annars vegar. Þeir sem voru ekki í fjárhagsvandræðum voru líklegri til að hafa spilað póker en þeir sem áttu erfitt með að láta enda ná saman. "
Ég skrifa þetta af gefnu tilefni því Ögmundur ætlar að stoppa Pókerspil á netinu.
En auðvitað vill hann halda áfram með Lottó, Happaþrennu, Happdrætti Háskólans o.s.frv.
kv
Sleggjan
Verulegur vandi hjá 4-7 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst sorglegt að SÁÁ.. skuli nota spilafíknispeninga til að reka sig... hvers vegna selja þeir ekki fíkniefni og eiturlyf líka.. reka bari..
Spilafíkn er ein versta fíkn sem menn fá..
DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 14:18
athyglisvert
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 14:22
Á ég að trúa því að þú leggir að jöfnu - eða teljir jafnvel "hardcore" spilavíti, hvar menn leggja undir -og tapa- milljónum eða tugmilljónum á kvöldstund, vera skárri en einhverja hundraðkalla happdrættismiða?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 14:30
100 kalla happamiðar, má vel vera, en það eru líka milljónir hálvita sem kaupa það aftur og aftur, big buisness aint it.
Hilmar Örn, 21.3.2012 kl. 14:53
@ Axel: Var að tala um netspil á Poker á netinu. Hver var að tala um hardcore spilavíti?
Er að tala um hundraðkalla pókerspil. Ögmundur má setja þak á hversu mikið má leggja undir í póker. En ekki banna.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 15:22
Axel.
Þú getur keypt Lottómiða fyrir milljónir.
Það er ekkert þak á því
Hvað með Lengjan og 1x2? Það er bara veðmál á íþróttaleiki einog gerist verst útí bretlandi og USA.
hvellurinn
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 15:42
Mér finnst eðlilegt að hluti af veltu fjárhættuspila fari í rekstur þeirra fagaðila sem vinna gegn skaðanum sem þau valda doctore. SÁÁ fær t.d. í gegnum þjónustusamning við Ríkið fé til að standa straum af áfengis- og vímuefnameðferð. Það fé fær Ríkið t.a.m. með sölu áfengis og lyfja. Á SÁÁ þá ekki að gera samning við Ríkið því Ríkið selur áfengiÐ?
Páll (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.