Tími til að hreinsa út af Pokerstars reikningnum mínum

Ég spila Póker til gamans öðru hvoru. Fyrst og fremst til gamans. Fínt að byrja fös og laug á bjór og smá netpóker áður en farið er til félaga.

Ég er ekki fíkill.  Þetta er áhugamál. Aldrei er fjárhagurinn minn í hættu. Spila 5$-10$ mót í hvert sinn. Tapa ekki aleigunni á því (eins og Ögmundur gefur í skyn í fréttinni)

Talandi um fíkn þá held ég að allmargir eru haldnir Facebook-fíkn en  hvað um það.

Er með um 2000$ á reikningnum sem er búið að safnast saman undanfarið. Þetta er um 250 þúsund krónur. Þarf að fara innleysa peninginn áður en Ögmundur snillingur æltar að stoppa það af.

Manni líður stundum eins og maður er staddur í bannsamfélagi. Þetta er ekta frumvarp sem flýgur í gegnum þingið (svona eins og ljósabekkkja og stripparafrumvörpin).

Ekkert bólar þó á kvótafrumvarpinu sem fyrnir kvótann. Því þar þarf þingmenn með bein í nefinu á móti hagsmunaaðilum. En það er ekki til hagsmunasamtök pókerspilara,ljósabekkjanotenda, stripparagesta þannig það er ekki málið að banna það.

Takk Ögmundur

kv

Sleggjan


mbl.is Milljarðar af gjaldeyri í fjárhættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að eina vitið hjá þér væri að halda fjármununum þarna inni. Þegar frumvarpið fer í gegn muntu væntanlega ekki geta lagt frekari peninga inn en ættir þó að geta spilað áfram nema allar ip tölur sem snerta "gamling" verði blokkaðar sem ég efa að sé hægt. Ef þú heldur bankrollinu inni þá geturðu amk spilað áfram svo lengi sem einhver inneign er til staðar. Ef það verða svo erfiðleikar með að fá senda fjármunina á bankareikning hér heima gætirðu bara stofnað þér net"wallet" sem þú gætir þá notað til að kaupa aðra vöru í USA. Einnig ættirðu að geta fengið senda ávísun heim og skipt henni í banka þegar þú færir til Bandaríkjanna :)

Nonni (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 14:00

2 identicon

Það verður væntanlega hægt að millifæra á aðra notendur áfram svo þá gætiru selt þína pre-ban dollara dýru verði :)

Gunnar (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 15:15

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvernig er það.  Ef þú vinnur 1 dollar þarftu þá ekki samkvæmt lögum að skila honum til landsins?

Lúðvík Júlíusson, 21.3.2012 kl. 23:02

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi dollari sem þú vinnur fer á "inneignarreikninginn" á þínu notendanafni og passwordi.

Þú getur notað dollarann í annan pokergeim, geymt hann, eða tekið hann út.

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 22.3.2012 kl. 02:28

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

"Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast, svo sem fyrir seldar vörur og þjónustu, eða með öðrum hætti, skal skilað til fjármálafyrirtækis hér á landi innan þriggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans."

Mér sýnist fjárhættuspil vera á mjög gráu svæði og að Seðlabankinn hafi kosið að líta fram hjá þeim hingað til.

Lúðvík Júlíusson, 22.3.2012 kl. 07:42

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Grátt svæði indeed.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband