Þriðjudagur, 20. mars 2012
Staðreyndir hrekja blekkingar NEI sinna útí buskan.
NEI sinnar hafa yfirleitt sagt að við inngöngu mun Ísland missa auðlindir sýnar til ESB.
Það er ekki rétt: "Í samningsafstöðu Íslands um orkumál kemur m.a. fram að Ísland leggur áherslu á að aðild hafi ekki áhrif fyrirkomulag á Íslandi varðandi eignarhald á orkuauðlindum!"
NEI sinnar halda fram að atvinnuleysi á Íslandi mun aukast við inngöngu. Ekkert er fjarri lagi.
"Í samningsafstöðu Íslands um félagsmál og vinnumál kemur m.a. fram að við aðild fengi Ísland aðgang að félagsmálasjóði ESB, sem m.a. er ætlað að styðja aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi!"
NEI sinnar hafa haldið fram að við inngöngu í ESB mun verða herskilda á Íslandi. Það er einfaldlega lýgi:
"Í samningsafstöðu Íslands um utanríkis-, öryggis- og varnarmál kemur m.a. fram að Ísland viðhaldi valdheimildum sínum á sviði öryggis- og varnarmála og að staða þess sem herlaust land verði óbreytt"
Ég vona að almenningur sér núna að það sem kemur frá NEI sinnum og Heimssýn er lýgi og áróður og ég vona að þjóðin leiti sér að hlutlausum upplýsingum um ESB áður en þeir taka afstöðu í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Hér sjáum við dæmi um lygar NEI sinna. Bændasamtökin víla ekki við því að ljúga að þjóð sinni.
Hvellurinn
![]() |
Aðild hafi ekki áhrif á eignarhald á auðlindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Athugasemdir
"Samningsafstöður Íslands varðandi samkeppnismál, orkumál, hagtölur, félags- og vinnumál, utanríkis-, -öryggis- og varnarmál, neytenda- og heilsuvernd, og fjárhagslegt eftirlit í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hafa verið birtar á heimasíðu viðræðnanna esb.utn.is. Þær voru sendar(ekki samþygtar) framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjum sambandsins eftir að um þær hafði verið fjallað í viðkomandi samningahópum, samninganefnd Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis, og þær samþykktar í (af) ráðherranefnd og ríkisstjórn. Búist er við því að viðræður hefjist í viðkomandi málaflokkum á fyrri hluta þessa árs."
Bjarni, ég held að þú þurfir hefðir átt a lesa fréttina áður eð þú lætur svona út úr þér.
Annars hefði ríkistjórnin átt að bæta við kröfum um heimsfrið, bann við heimsku og glæpum
Brynjar Þór Guðmundsson, 20.3.2012 kl. 17:56
Góð athugasemd hjá þér Brynjar Þór.
Þeir lepja allt svona upp eins og forritaðir páfagaukar og sem hinn endanlega stóra sannleika um hin miklu yfirburði ESB stjórnsýslunnar !
Gífuryrði þeirra eru nú þegar að engu orðin !
Gunnlaugur I., 20.3.2012 kl. 18:07
Ég las fréttina mjög vel þakka þér fyrir. En þakka ábendinguna ef þú vilt beina því til fólks. Að lesa frétt betur.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 18:14
Það verður erfiðara að komast úr fangelsi ESB
Hvað ef hagsmunaaðilum tekst að breyta reglunum?
Minni á að bannað er að versla með selafurðir innan ESB - afhverju
Jú einhverjumþrýstuhóp finnst þeir vera með svo falleg augu
Grímur (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 18:14
GI
Ertu með rök fyrir þínum málum?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 18:14
Grímur
Samningurinn milli ESB og Ísland verður jafnhár stofnsáttmála ESB. Þ.e breytingar þurfa að vera samþykkt af öllum þjóðum... með öðrum orðum þá fær Ísland neitunarvald.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 18:16
Framlagðar óskir og endanlegur texti í hugsanlegum aðildarsamningi er auðvitað sitt hvað, enda bent réttilega á það hér í athugasemd 1.
En S&H hefur rétt fyrir sér að þetta er framsett ÓSK þeirra sem eru að semja fyrir Íslands hönd í nafni þjóðarinnar, en mér brá meir við þetta hér:
Í samningsafstöðu Íslands um fjárhagslegt eftirlit kemur m.a. fram að gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna smæðar íslensku stjórnsýslunnar, sér í lagi að því er varðar fyrirkomulag innri endurskoðunar hjá smærri opinberum stofnunum þannig að kostnaður við aukið fjárhagslegt eftirlit verði innan eðlilegra marka.
Hélt einmitt að því hefði verið hampað að gegnsæi i stjórnsýslu yrða að aukast, ekki að sjá samkvæmt þessari ósk, hver á að túlka þetta með "eðlilegu" mörkin ?, bara spyr sísona.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 20.3.2012 kl. 18:21
Kristján.
Þetta er eðlileg krafa í ljós þess að ein stofnun í t.d Frakklandi með 300manns er að sjá um sömu hluti á Ísland þar sem starfa 3 manns.
Eðlilega þarf að taka tillit til þess.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 18:27
Ertu nú viss um þetta ? því þó upphæðirnar sem þessar stofnanir eru að meðhöndla, séu margfalt hærri í Frakklandi t.d. eru ekki endilega umsvifin 100x meiri eða öllu heldur 100x minni á Íslandi.
En nóg um það, það er komið á daginn að það var allt of litlu veitt til slíkra eftirlitsstofnana á Íslandi og er líklega enn, gegnsæi er ekki aðalsmerki íslenskrar stjórnsýslu, og því miður margur sem ekki vill meiri gegnsæi, þessvegna kemur þessi ÓSK (þú velur að kalla kröfu) grunsamlega fyrir sjónir í þessu samhengi.
Það eru auðvitað alltaf kostir og gallar í því að bylta svo gersamlega, sem innganga Íslands í ESB er, ef af verður, hingað til hefur mér fundist mest öll athyglin beinst að því fjárhagslega ekki undarlegt eins og málum er háttað í dag, en auðvitað er þetta miklu meir en það, bæði félagslegt og menningarlegt svo eitthvað sé nefnt.
Það að birta útdrátt úr samningaviðræðunum er þessvegna ágætis mál og ætti að gera umræðuna aðeins málefnalegri en hingað til, mér finnst staðan í umræðunni því miður bera brag af að neimenn finna allt til foráttu, og já menn verja og verja, en án þess að koma með ágætin við aðild.
Mín afdráttarlausa skoðun er eiginlega ekki aðild eða aðild, heldur fresta þessu og beina kröftunum að endurreisn Íslands og svo má athuga aðildarviðræður seinna, ekki sem þjóð efnahagslega á hnjánum og þar með lélegri samningsstöðu, heldur uppreist, stolt og með alla góða ása á hendi.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 20.3.2012 kl. 18:49
"Í samningsafstöðu Íslands um orkumál kemur m.a. fram að Ísland leggur áherslu á að aðild hafi ekki áhrif fyrirkomulag á Íslandi varðandi eignarhald á orkuauðlindum!"
Það er ekki einu sinni í þessum texta tekið skýrt fram að Ísland vilji hafa sitt eignarhald, heldur er "lögð áhersla á", þetta er eins loðið orðalag og hægt er að hafa það.
Og þetta telur þú "staðreyndir" sem "hrekja blekkingar nei sinnana út í buskann.", ef eitthvað er þá sannar þetta mál andstæðinga ESB aðildar og sýnir vinnubrögð ykkar esb sinna, þið takið loðið orðalag, gerið ykkar eigin meiningu úr því og setjið það fram sem heilagann sannleik.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.3.2012 kl. 19:41
Ekki einu orði minnst á sjávarauðlindina enda er það staðreynd að hún verður sameiginleg auðlind allra 28 ríkja ESB við inngöngu.
Eggert Sigurbergsson, 20.3.2012 kl. 19:54
Halldór.
Ef við fáum það inní samninginn að auðlindir verða í eigu þjóðarinnar. Þá segir þú afdráttarlaust JÁ er þaggi?
Eggert.
Hlutfallslegur stöðugleiki tryggir okkur óbreyttan veiðirétt innan okkar lögsögu.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 19:59
Kristján Hilmarsson ESB-sinnar vilja helst vera á fjórum með vaselíntúbu í hendinni.
Eggert Sigurbergsson, 20.3.2012 kl. 20:01
Hlutfallslegur stöðuggleiki tryggir okkur ekki óbreyttan veiðirétt það sem eftir er enda ekki hluti af aðildarsamningum. Markmið ESB er að afnema regluna um hlutfallslegan stöðugleika og láta markaðinn alfarið ráða ferð. Ísland hefur ekkert neitunarvald til að stoppa framkvæmdastjórn ESB þegar þeir ákveða að afnema regluna um hlutfallslegan stöðugleika.
"When the structural problems of the fisheries sector have been addressed and the economic and social situation within the sector has become more stable, it may be possible to reconsider the need to maintain the relative stability principle and the possibility of allowing market forces to operate in fisheries as in the rest of the EU conomy."
Eggert Sigurbergsson, 20.3.2012 kl. 20:10
Við fáum hlutfallslega stöðugeliki inn í samninginn sjálfan. Að það verður ekki hróflað við honum.
Samningurinn milli ESB og Ísland verður jafnhár stofnsáttmála ESB. Þ.e breytingar þurfa að vera samþykkt af öllum þjóðum... með öðrum orðum þá fær Ísland neitunarvald.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 21:04
,,Markmið ESB er að afnema regluna um hlutfallslegan stöðugleika og láta markaðinn alfarið ráða ferð."
Óttalegt rugl er þetta. Að menn skuli bulla svona látlaust er gjörsamlega óskiljanlegt.
það er líka eitt sem menn sumir eins og virðist ekki skilja. EU er ekkert annað en aðildarríkin. EU mun ekkert ákveða neitt si sona án vilja aðildarríkja.
Öll aðildarríki þar sem sjávarútvegur skipir máli - munu aldrei samþykkja afnám HS reglu eða ígildi hennar! það hefur margkomið fram í öllum minnstu breitingum að HS er grunnur CFP.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.3.2012 kl. 21:37
Ómar
Þetta sýnir bara að NEI sinnar hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að segja.
Ekki minnstu glóru.
Bloggið mitt snýst um lygar og fávísi NEI-sinna.... en hvernig reyna NEI-sinnar að grípa til varnar???
Jú með því að opinbera fyrir öllum að þeir vita ekkert í sinn haus og fara bara að skálda hluti.
Þetta er sorglegt.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 21:49
Hvernig geta útlendingar eins og Sleggjan og Hvellurinn leyft sér að hafa skoðanir á innanríkismálefnum íslendinga???
Hafthor Rosmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 21:51
Góð röksemd Hafthor (Hafþór kannski? Eða ertu útlendingur?)
Hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 22:08
Nei, ég hélt að menn sem eru hvorki talandi eða skrifandi á íslensku væru kannske af ESB bergi brotnir !!
Hafthor Rosmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 22:46
Það á að stoppa þessa ESB umsókn tafarlaust vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er ekki að fara í ESB...
Punktur og basta....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.3.2012 kl. 22:52
ÉG sé að Ingibjörg og Hafthor þora ekki að tækla málefnið.
Enda að verja vondan málstað.
(p.s rökþrota maður drullar yfir stafsetningu. sorglegt)
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 22:58
Greyið ( hvellurinn ) allir svo vondir við hann.
Númi (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 23:06
(ps. rökþrota menn drulla yfir íslenskt tungumál, sorglegt !!!
Hafthor Rosmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 23:26
Svo við komum okkur að málefninu.
Haldið þið kapparnir Haffi og Númi að ESB mun neyða Íslendinga í ESB her?
Samanber myndina sem Bændur auglýstu í Fréttablaðinu fyrir nokkrum misserum?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 23:33
Hvellur, ég dáist að þér að nenna að rökræða við þetta lið, þjóðrembupúka væri réttnefni.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.3.2012 kl. 00:04
Ómar Bjarki Kristjánsson Ruglið og bullið hlýtur þá að vera hjá ESB þar sem þetta er "copy paste" úr "CFP Green paper 2001" sem er gefið út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
hvellurinn: "Við fáum hlutfallslega stöðugeliki inn í samninginn sjálfan. Að það verður ekki hróflað við honum" Lágmark að þú getir rökstutt þessa draumsýn þína.
Eggert Sigurbergsson, 21.3.2012 kl. 06:38
Sjávarútvegskaflinn verður erfiðastur. En ég hef fulla trú á því að samninganefndin mun tryggja okkur óbreyttan veiðirétt í okkar lögsögu til framtíðar.
Ef ekki................................
Þá verður samningurinn kolfelldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu og ég verð fyrstur til að segja kjósa NEI
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 08:20
Eggert, í ,,kópipeistinu" þínu, þá er breitingum á HS hafnað og undirstrikað að það sé varanleg regla sem allar aðildarþjóðir styðji. það er það sem stendur í ,,kópípeisti".
Svo er annað sem þið Andsinnar í vermóðsku ykkar og þjóðrembingsöfgum skiljið ekki, að HS reglan og veiðireynsla á ákv. svæðum eða lögsögum, eru beisiklí tveir hlutir. þetta virðast afar fáir skilja.
það þyðir í raun að HS reglan á aðallega við sameiginlega stofna. Að þjóðum er úthlutað kvóta miðaðvið veiðimagn undanfarin viss ár o.s.frv.
Með veiðar á ákveðnum svæðum úr staðbundnum stofnum sem dæmi í íslenskri lögsögu - þá þarf ekki einu sinni að ræða það neitt sérstaklega! Vegna þess að engin önnur þjóð hefur veiðireynslu! Halló. Það má því segja að HS reglan lomi staðbundnum stofnum hérna ekki einu sinni við! Vegna þess einfaldlega að það er ekkert til skiptanna. það fer allt til Íslands samkv. laga og regluverki EU.
þetta virðist samt vera alltof flókið fyrir Andsinna.
þú getur bara prófað að kynna þér mál að gagni. Skoðaðu aðildarsamning estoni, lettlands og litháens og jafnframt póllands.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2012 kl. 10:22
Í samningaaðstöðu Íslands um orkumál kemur m.a. fram að Ísland leggur áherslu á að aðild hafi ekki áhrif á Íslandi varðandi eignarhald á orkulindum. Áður en íslendingar gleypa þetta hrátt, mæli ég með að fók kynni sér viðræður ESB. og Svíþjóðar um úran námur í Svíþjóð (sem eru miklar) og hvar réttindin liggja. Það væri forvitnilegt fyrir Össur.
Í sambandi vinnu-félagsmál. Miðað við atvinnuleysi í ESB. Hefur samninganefnd íslendinga fengið einhverja sérstaka ívílnun sem ekki þekkist í öðrum ESB.löndum? Við erum á Islandi með lægstu tölur í allri Evrópu með atvinnuleysi.
Og tökum fyrir þetta með herskyldu. Það væri þjóðþrifamál ef hægt væri að koma henni á. Þá myndu íslendingar læra aga og fá mætingarskyldu á vinnustað. Því íslendingar þurfa að fá hjálp við að læra það.
Jóhanna (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 10:25
jóhanna, upplýstu? Hvað um ,,uran-námur" í svíþjóð og hvernig var það í aðildarsamningi?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2012 kl. 10:55
Jóhanna
Þér til upplýsingar er minni atvinnuleyis í Möltu, Hollandi, Austrríki og fleiri evru og ESB löndum.
Ég er að vinna á vinnustað. Og í skóla. Mætingarskylda á báðum stöðum.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 12:01
Það sem sett verður i aðildarsamning á milli landa þarf að standa gagnvart Rómarsáttmálandum.
Hvar er þessi undanþága í Rómarsáttmálanum um hlutfallslegan stöðuleika gagnvart veiðirétti, og hvar er heimild fyrir varanlegum undanþágum skráð í Rómarsáttmálanum?
Eggert Guðmundsson, 21.3.2012 kl. 12:33
Bla bla bla.
Sko, í raun minna Andsinnar að sumu leiti á einstaklinga sem hldnir eru fóbíu gagnvart einhverju. þar með er þetta etv. fyrst og fremst heilbrigðismál þetta rugl og bull í þeim með þjóðrembingsöfgaofskynjunum.
Alltaf sama helvítis vesalþvælan.
Treaty of Rome segir þetta um sjávarútveg:
,,Article 38.
The common market shall extend to agriculture and trade in agricultural products. 'Agricultural products' means the products of the soil, of stock-farming and of fisheries and products of first-stage processing directly related to these products."
http://www.hri.org/docs/Rome57/Part3Title02.html
þetta er sett með landbúnaði og verið að tala um markaðsetningu vara andskotinn hafi það!
þessi grein að ofan þýir td. ekki að eitthvað vont EU megi veiða rollur og beljur í hinum ýmsu ríkjum.
Skipulag veiða og ráðstafanir þar um koma ekki til fyrr en um 1980. Nákvæmlega eins og á Íslandi. Vegna þess einfaldlega að þá er tæknin og sóknargetan orðin svo mikil að útrýming fiskistofna á stuttum tíma er vel möguleiki.
þessu hafa LÍÚ-vesalingarnir nú ekki ennþá bjálfað inní sitt asna og græðgishöfuð og eru pungsveittir núna við að útrýma makrílnum. Og Innbyggjarar elta eins og þjóðrembingshundar í LÍÚ bandi
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2012 kl. 13:56
tek undir með ómari.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 15:11
Þetta og annað álíka er nú kannski ekki rétta leiðin til að ná til þeirra sem eru í vafa:
"Sko, í raun minna Andsinnar að sumu leiti á einstaklinga sem haldnir eru fóbíu gagnvart einhverju. þar með er þetta etv. fyrst og fremst heilbrigðismál þetta rugl og bull í þeim með þjóðrembingsöfgaofskynjunum."
Sannleikurinn er sá að akkúrat "tortryggnin" við afgerandi og miklar breytingar í líf okkar, eins og hugsanleg ESB aðild er, er ekki geðrænn sjúkdómur, heldur ósköp venjulegur og algengur mannlegur þáttur, það að breytingar komi hvort sem er gleymist oft í þeim efnum, en við að lesa orðaskiftin hér, sýnist mér aðildarsinnar "klikki" alveg með að sýna fram á það að í hugsanlegri aðild séu kostir og hverjir þeir eru, í staðinn alltaf verið að vísa frá gagnrýninni frá nei sinnum, sem er svosem ekki háu plani heldur. sbr. þetta: "ESB-sinnar vilja helst vera á fjórum með vaselíntúbu í hendinni.
En svo koma heiðarlegar undantekningar, eins og hér:
"Sjávarútvegskaflinn verður erfiðastur. En ég hef fulla trú á því að samninganefndin mun tryggja okkur óbreyttan veiðirétt í okkar lögsögu til framtíðar.
Ef ekki................................Þá verður samningurinn kolfelldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu og ég verð fyrstur til að segja kjósa NEI"
hvellurinn
Bíð en og vanst eftir alvöru umræðum um þetta og skyld efni, en er ekki bjartsýnn
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 21.3.2012 kl. 16:09
Bloggeigandi Hvellur!!
Ekki veit ég hvaðan þú hefur þessar tölur um atvinnuleysið í Evrópulöndunum. Miðað við tölur sem ég las í síðustu viku í dagblöðum frá Englandi og Svíþjóð er grasið ekki ekki svona grænt í þessum löndum eins og þú vilt vera láta.
Þótt þú sért bæði í skóla og í vinnu og mætir á réttum tíma, þá er ekki víst að þú sért samnefnari á þjóðina í heild.
Ómar Bjarki!!
Úrannámur eru mjög verðmætar. Úran er sjaldgæfur málmur og finnst ekki víða. Það sem ég veit að þú ert mikill ESB.aðildarsinni kíktu þá í millilandasamninga ESB. og lestu greinar hvernig skipan mála er um dýrmæta málma og aðrar orkuauðlindir. Til að stytta þér leið þá getur þú lesið ESBsamning milli Svíþjóðar og ESB.
E
Jóhanna (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 16:31
Jóhanna
Stundvísi og agi fær maður í uppeldinu. Ekki með því að ríkið eða ESB sendi þig í herinn. Foreldrar eiga að bera ábyrðg á börnum sínum og tilheyrandi uppeldi.
http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&language=en&pcode=teilm020&tableSelection=1&plugin=1
Luxemburg og sjálft Þýskaland er líka með minni atvinnuleysi en á Íslandi.
Ég verð bara að spurja hvar þú færð þínar heimildir. Eða ertu að bulla uppí loftið ;) (sem mig grunar)
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 16:46
,,jóhanna", andskotaðu bara útúr þér hvað var málið með þessar fokking úran námur. Stal EU úrannámunum eða?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2012 kl. 17:06
Hvellurinn og Ómar Bjarki virðast vera að fara á límingum.
Númi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 20:18
Legg til að þeir félagar Ómar Bjarki og Hvellurinn setjist niður og lesi saman nýjasta Bændablaðið. Þá fræðist þið félagar og augu ykkar opnast og og,og,og.
Númi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 20:21
Hvellur!!
Ég miða ekki við dvergríkið Lux. Þar er einungis Verðbréfamarkaður sem heldur því hertogadæmi uppi(peningaþvottasvæði) Þýskaland hefur milljónir atvinnubærra manna og kvenna sem vantar atvinnu. Ekki veit ég hvernig þeirra ASÍ. vinnur. En þar fyrir utan finnst mér ekki rétt að bera saman Þýskaland með 80 milljónir manna og Ísland með þessar rúmar 300 þús. hræður. Mér finnst þú fara dálítið fyrir ofan og neðan með þessum dæmum þínum.
Ómar Bjarki!!
Uss, þú átt ekki að skrifa svona ljótt. Eftir orðbragðinu að dæma ert þú ekki meira en 14-15 ára. En ég skal samt reyna að útskýra þetta fyrir þér.
Úran liggur langt í jörðu niðri. Er geysilega verðmætt. Það sem er slæmt fyrir Svía að það finnst mikið af því hjá þeim. ESB. er ekki búið að stela námunum enn. En ef að farið verður að vinna úran úr jörðu í Svíþjóð, áskilur ESB. sér rétt að nýta námurnar. Lestu samning milli Svía og ESB. um þetta mál. Ef að lagalegur ágreiningur kemur upp milli landa og ESB. þá gilda lög ESB. yfir landslög í hverju landi.
Jóhanna (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 20:26
,,jóhanna", ef þú getur ekki stutt þitt uranrugl gögnum að einu né neinu leiti - þá skaltu bara halda kjafti kallræfill.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2012 kl. 20:34
Einhversstaðar stendur að kurteisi kosti ekki peninga. Ómar Bjarki þú virðist vera komin í þrot,og finnst mér þetta ekki þér líkt þessi orðaforði.
Kíktu endilega í Bændablaðið það hefur ró á mig allavega að lesa það.
Númi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 20:44
Jóhanna
En Malta. Það land er eyja og er með svipaðan mannfjölda og Ísland
OG ÞAR ER MINNA ATVINNULEYSI EN HÉR Á ÍSLANDI.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 23:17
Þú misskilur Jóhanna. Ákvæðið kveður á um að ESB-lönd hafi forkaupsrétt EF neyðarástand kemur upp. Það þýðir samt ekki að úranskortur megi myndast í Svíþjóð vegna þessa. Eins þarf ESB að greiða markaðsverð fyrir vöruna. Þannig að engin stelur neinu eða tekur neitt ófrjálsri hendi.
Páll (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 23:17
Númi
Bændarblaðið er ágætis snepill.
Les það alltaf á bensínstöðum þegar ég er að pulla mig upp.
Mjög áhugavert. Og gaman að sjá í hvaða hugarheim sumir eru í þessu landi. Innendu greinarnar og leiðarinn vekur sérstaka kátínu í mínum huga.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2012 kl. 23:20
Kæri Hvellur,þú ert að verða ráðþrota,,,,,,,,,,ert að bera saman Ísland og Möltu.
Hvaða náttúruauðlindir eru á Möltu.? Hvað eru fiskimiðin þeirra gjöful.?
Svona mætti lengi telja ,,,að líkja Íslandi við Möltu sýnir bara hve litla þekkingu þú hefur á þessu sem þú ert að lofsyngja,,ESB- bandalaginu þínu og dýrðinni hjá þeim Stórmafíuósum sem þar stjórna. amen.
Númi (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 23:41
Númi, Bændablaðið er skrifað af hagsmunaaðilum sem eru á móti ESB af annarlegum ástæðum (ég segji annarlegum því þeir vilja ekki missa styrki, ekki bara til bænda, heldur líka til bændasamtakan og Bændahöllin (hafiði séð þetta ferlíki?) o.s.frv.)
@ Kristján
Það er rétt, það er í mannlegu eðli að vera illa við breytingar. Mikil andstæða við ESB er einmitt í því. Gott dæmi er þegar Facebook er alltaf að breytast. Og notendur alltaf jafn brjálaðir. svo elska þeir breytingarnar eftir smá notkun
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 22.3.2012 kl. 00:46
Sleggjan/Hvellurinn,þú svarar ekki spurningu minni í pistli No 48 .!
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 07:30
Páll!!
ég hef nú lesið þennan þátt mála einu sinni enn. Rétt hjá þér ef það myndast skortur hjá öðrum Evrópuþjóðum á viðkomandi efni úran- eða t.a.m. sjávarfangi þá mega þeir ganga inn í okkkar fiskveiðilögsögu og veiða allan þann fisk sem þeir telja ESB. hafi þörf fyrir. ESB.lögin ganga fram fyrir öll önnur landslög. ESB. kemur "aldrei" til með að breyta neinu fyrir Össur og ´þá Íslendinga sem honum treysta.. Eða haldið þið það?
Jóhanna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 09:11
Númi.
Jóhanna segir að það má ekki bera saman þýskaland 80milljóna við ísland 300þús þegar kemur að atvinnuleysi. það er minna atvinnuleysi á þýskalandi heldur en íslandi.
ég dróg þá möltu upp. 400þús manna þjóð og það er minna atvnnuleysi þar heldur en á Íslandi.
en ég veit að jóhanna er bara ósátt að það eru til fjölmörg lönd í esb sem er með minna atvinnuleysi en á Íslandi. ESB og Evru lönd meiriséa.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 22.3.2012 kl. 10:15
Númi, þú ert nú meiri STUÐmaðurinn.
Stefán (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 10:19
Þú hittir naglann á höfuðið Jóhanna.
Ef reynt verður á veiðiréttinn af td. frökkum eða spánverjum, þá verður dæmt á lögum ESB, sem og aftur eru grundvölluð á Rómarsáttmálanum.(stjórnarskrá ESB)
Það verður aldrei gerð breytingar á Rómarsáttmálanum, til þess að þóknast íslenskum hagsmunum.
Eggert Guðmundsson, 22.3.2012 kl. 10:19
Hvernig eru nei sinnar, og hver hefur vald, þekkingu og vit til að segjast hafa rétt fyrir sér umfram aðra, í jafn pólitískt stýrðri fjölmiðlaumfjöllun, eins og viðgengst á Íslandi?
Fullyrðingum fylgir sú ábyrgð, að segja satt og vera réttlátur, sanngjarn og lýðræðislega þenkjandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2012 kl. 11:25
þetta er náttúrulega bráðfyndið en jafnframt afar athyglisvert. Andsinnar fóru af stað með stagl, eitthvað ,,Rómarsáttmáli í Úraníum" og það átti vera eitthvað OMG.
þarf ekki að orðlengja það að þumalputtareglan um að allt sem Andsinnar segja reynist við skoðun 100% bull sannaði sig enn eina ferðina.
Haha þeir gátu ekki einu sinni bakkað upp ruglið í sér 0.01%! það kom ekkert!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.3.2012 kl. 12:52
Ómar Bjarki!!!
Þú ert eitthvað að misskilja hlutina. Ég er engin neisinni gagnvart ESB. Ég bý sjálf í einu ESB.landi og líður mjög vel. Fór frá Íslandi seinni hluta síðari aldar, og hef aldrei séð eftir því. Mín stefna er sú að í upphafi skal endir skoða. Málið er að ég treysti ekki Samfylkingunni að sjá um þessi mál frekar en að treysta Sjálfstæðismönnum um varnarmál. Þessir flokkar yfirleitt allir stjórnmálaflokkar eru ekki á vetur setjandi. Vonandi kemur upp eitthvað nýtt afl sem eru ekki afturúrkreistingar úr gamla flokkaliðinu. (börn eða barnabörn)
Jóhanna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 16:02
NEI sinnar eru ekki mikið fyrir heimildarvinnu.
hvellurinn.
Sleggjan og Hvellurinn, 22.3.2012 kl. 16:03
Jóhanna
Þú vilt kannski upplýsa hinum NEI-sinnum að ESB er ekki helviti á jörð. Víst þú býrð þarna og svona.
Er ekki bara alvega ágætt í ESB?
Það er ekkert verið að nauðga þér í rassgatið á hverjum degi með vaselini einsog sumir hafa haldið fram t.d Eggert?
"ESB-sinnar vilja helst vera á fjórum með vaselíntúbu í hendinni."
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 22.3.2012 kl. 16:06
Hvellurinn er hér með pistli sínum No 59 að sýna að með svo sönnu að hann er orðin algjörlega ráðþrota og er farin að nota orðbragð líkt og Ómar Bjarki Já félagi hans hér ofar.
Greyið þú hvellurinn eða ekki greyið þú,ert búin að gera þig hér með að algjörum ómerkingi í þessum pistlum þínum,og ættir að biðja Jóhönnu afsökunar á þessum orðum þínum. amen.
Svo áttu eftir að svara pistli No 48. !!!!!!!!!!!!
Róaðu þig svo og lestu betur Bændablaðið,helst síðu fyrir síðu. amen
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 18:16
Hæ, Hvellurinn: Hvað meinar þú með " ESB-sinnar vilja helst vera á fjórum með vasilíntúbu í hendinni." Ert þú ekki sjálfur ESB-sinni? Eða?
Ég sé eftir að hafa ekki flutt löngu fyrr og mér finnst að ef einhverjir hafi vasilíntúbu í hendinni, þá er það bróðurparturinn af íslensku þjóðinni. Hún á afskaplega bágt í sinni afneitun, sjálfumgleði og ómældri fáfræði þegar ESB. er annarsvegar og skiptir þá engu máli hverjir eiga í hlut.
Jóhanna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 18:38
Er þessi umræða að breytast í vasenlínumræðu . ???????
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 23:04
Vil minna enn og aftur á nýjasta BÆNDABLAÐIÐ góðar greinar þar, maður slakar á við lestur þess...................amen
Númi (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 23:06
Já, Númi þetta er dálítið dularfullt með vaselínið.
Ég hef aldrei skilið hvernig það komst inn í ummræðurnar. Sennilega er það út af því að Hvellurinn vildi vera á fjórum fótum, með vaselintúpu í hendinni. Ég skildi hann vel að hann vildi vera á fjórum fótum, en spurningin er: Til hvers ætlaði hann að nota vaselínið.
Jóhanna (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 00:47
Þegar umræðan er komin á svona lágt plan, þá velkist ég ekki í vafa um hver sér um að blekkja og forrita ESB-blindaða.
Vonandi er marktæk gæða-vottun á talgervlum ESB, sem er traustari en ESB-vottunin á Frönsku brjóstapúðunum, sem "óvart" sluppu í gegnum nálarauga ESB með svo víðfeðmum og alvarlegum afleiðingum.
Þetta brjóstapúða-svindl er bara lítið brot af því svindli, sem viðgengs í ESB, og er sannað dæmi um hvers konar tvískinnungur og falin hægfara rányrkja er í gangi hjá ESB-höfuðstöðvunum.
Það siglir engin endalaust undir fölsku öryggis-friðarflaggi, án þess að það komist upp.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2012 kl. 12:47
Það var Eggert Sigurbergsson, ESB-andstæðingur, sem hóf þessa vaselín-umræðu í athugasemd nr. 13 hér að ofan.
Þetta er afskaplega ósanngjarnt og ósmekkleg athugasemd hjá Önnu Sigríði. Það eru svindlarar og glæpamenn í öllum þjóðríkjum og ekkert eftirlitskerfi er 100 effektívt neins staðar í heiminum.
Páll (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 20:06
"Hvellur og skellur" lestu yfir umdræðuna og komdu með vitræna "analysu"á hverju þú vildir koma framfæri í þínu innslagi. Mér sýnist að þú sért sammála mér um að það verður ekki gengi inn í ESB nema að það sé gerð breyting á Rómarsáttmálanum!
Eggert Guðmundsson, 23.3.2012 kl. 22:04
@númi
Að lesa Bændablaðið er góð skemmtun. Það liggur í stöflum á N1 af einhverjum ástæðum.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 26.3.2012 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.