Mánudagur, 19. mars 2012
Klíka Íslands = XD
Að taka málstað Baugs gegn kolkrabbanum, skrímsladeildinni og eimreiðarhópnum þá ertu að berjast gegn klíkuskap.
Það er nú bara þannig
hvellurinn
![]() |
Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björn Bjarnason er einn af fótgönguliðunum sem er illa markaður af "Jónastríðunum" sem Davíð Oddson sendi ákæruvaldið, dómsvaldið og þjóðina í um aldamótin.
Þeim stríðum tapaði þjóðin og ákæruvaldið endanlega fyrir hönd Davíðs Oddsonar þegar Björn Bjarnason var dæmdur nú um daginn í héraðsdómi til að greiða Jóni Ásgeiri bætur fyrir að hafa farið rangt með í bók sinni um þetta eina bókhaldsbrot sem fannst í þeim umfangsmikla rekstri sem Jón Ásgeir var og hafði veði í um margra ára skeið.
Jón Ólafsson slapp vel frá þessu stríðum.
Fótgönguliðar Davíðs Oddsonar í þessum stríðum ganga allar laskaðir og sárir frá "Jónastríðunum" með þunga dóma á bakinu fyrir meiðyrði og falsanir.
Ekki sitja margir háskólaprófessorar í hinum vestræna heimi með dóm um meiðyrði á bakinu eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. (Þar fyrir utan er dómurinn um ritstuldinn)
Enn færri dæmi eru um það að sitjandi forsætisráðherra hafi fengið á sig dóm fyrir meiðyrði.
Allir eru þessir menn illa laskaðir og sárir með dökkan skugga ótrúverðugleikans yfir sér eftir þessi "Jónastríð".
"Jónastríð" Davíð Oddsonar eru einhver dapurlegast vitnisburður um misbeitingu framkvæmdavaldsins á dóms- og ákæruvaldinu sem um getur í sögu landsins.
Bara þessi "Jónastríð" er næg ástæða til að þjóðin þjappi sér að bak við breytta stjórnarskrá og losi þannig um þau hreðjartök sem framkvæmdavaldið hefur greinilega á dómsvaldinu.
Jóna (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 22:04
Baugur vs. FLokkurinn
Er nýtt gengjastríð í uppsiglingu?
Þar sem það vill nú svo til að ég þekki mannin dálítið (þ.e. Sigurjón) þá finnst mér þessi ummæli Björns einfaldlega sprenghlægileg, og segja mest um hann sjálfan eins og það gerir alltaf þegar einhver ákveður að hjóla í manninn en ekki boltann
Það er alveg sérstaklega barnalegt af þessum ellilífeyrisþega skattgreiðenda að stilla hlutum upp þannig að heimurinn snúist um tvístirnið Baug vs. FLokkinn, þegar í raunveruleikanum er það þannig að hvorugt skiptir nokkru einasta máli fyrir aðra en sjálfhverfinga sem telja sig þar til innanbúðarmanna.
Eðlilegt fólk tekur ekki þátt í slíkum sandkassaleik.
Fáið ykkur frekar alvöru vinnu við alvöru hluti.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2012 kl. 02:30
Hvað er klíkuskapur? Ef eitthvert vit væri í alfræðibókum mundu þær nota dómaraskipanir Björns Bjarnasonar í dómstóla landsins sem skilgreiningu á hugtakinu „klíkuskapur“.
corvus corax, 20.3.2012 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.