Mánudagur, 19. mars 2012
Kaloríur inn, Kaloríur út
Grunnbrennsla karlmanns er milli 1500-2000cal
Semsagt að sitja og gera ekki neitt.
Ef hann situr við skrifborð og borðar óhollt (3000-5000cal á dag) þá mun hann fitna.
Ég ráðlegg honum að stunda hreyfingu og minnka kaloríuneyslu niður í 2000-2500 cal á dag.
Þessi caloríujafna er í gildi hjá okkur hinum líka.
Það þarf bara viljastyrkinn. Hamborgarinn er mjög góður, en stundum þarf maður að neita sér um hann og fá sér salat í staðinn.
Gangi honum vel
kv
sleggjan
![]() |
168 kíló og þráir að léttast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Afar útbreiddur misskilningur að fólk sem þjáist af offitu þjáist einnig af greindarskorti.. Gangi þér vel.
Guðný (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 02:42
Guðný
Leiðinlegt að þú haldir að hann þjáist af greindarskorti.
Ekki held ég það.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 08:56
Ég held að grunnbrennslan sé aðeins meira en þetta.
alveg 2500-3000cal
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 09:14
http://body.is/taekiogtol/dagleg-orkunotkun-karlmanna/
Mæli með fyrir alla að tjékka á grunnbrennslunni hjá sér.
Ég er t.d. með 2077cal í grunnbrennslu.
Hvellurinn með eitthvað um 3kallinn greinilega =)
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 09:59
þetta er áhugavert.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 10:49
Elskurnar, ég tel hann ekki þjást af greindarskorti, málið er hins vegar það að ansi margir virðast telja eða ganga að því vísu að fólk sem þjáist af offitu viti ekki hvernig eigi að léttast ( samkvæmt bókunum ) Vandamál offitusjúklinga liggur ekki í því að við séum ekki búin að "kynna" okkur allar leiðir hvað varðar matarræði og hreyfingu og erum við flest hver með "common sense". Vandamálið liggur mun dýpra en það hjá flestum. Vinsamleg ábending ;)
Guðný (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 12:07
jams.. dýpra í þeim skilningi að þeir er geta ekki staðið freistinguna á því að fá sér jucy hamborgara á kanntinn
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 15:00
Kæra sleggja! Ert þú sérfræðingur í fíknisjúkdómum, eða geðsjúkdómum?
Heldur þú að það eina sem þurfi í baráttunni við alvarlega átröskun af þessu tagi sé að telja kaloríur?
Anna (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 21:49
Hollt mataræði og hreyfing er lykillinn af heilbrigðu líferni og kjörþingd
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 09:38
@Anna
Af hverju er þessi fíknisjúkdómur ekki vandamál í þriðja heims löndum?
Þurfum við að líta okkur nær og þora að gagnrýna?
p.s. er ekki sérfræðingur í fíkni og geðsjúkdómum
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 20.3.2012 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.