Borgin á að styðja utangarðsfólk faglega en ekki á trúarlegum gildum.

Aldrei þessu vant þá er ég sammála VG. Það gerist ekki oft.

Það er miður að Reykjavíkurborg skuli blanda starf Hjálpræðishersins við þessar 40 milljónir sem veita skal í þetta verkefni. Jón Gnarr sem er frelsaður og strangtrúaður átti eflaust þátt í þessu. Afhverju er ekki leytast til félagsráðgjafa og áfengisráðgjafa og veita peninga í heilbrigðiskerfið. Jafnvel SÁÁ.

Svo er ég sammála Sjálfstæðisflokknum. Að sjálfsögðu þarf að fara fram ákveðin þarfagreining áður en eytt er heilum 40 milljónum af okkar skattfé.

Ég fann þetta á heimasíðu Hjálpræðishersins.    www.herinn.is

Alþjóðleg yfirlýsing

  • Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelisk hreyfing, hluti af hinni almennu kirkju.
  • Boðskapurinn grundvallast á Biblíunni. 
  • Þjónustan er knúin af kærleika Guðs. 
  • Verkefnið er að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist og í nafni hans mæta mannlegri neyð án þess að mismuna fólki.

 

Hvað með múslima sem eru á götunni og vilja tilbyðja Alah og trúa á  Kóraninn? Eru þeir þá ekki velkomnir?

hvellurinn

 


mbl.is Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bendi á að evangelisk hreyfing er almennt frekar neikvæð í mínum huga.

Hún er á móti hjónabandi samkynhneigðra, og á móti fóstureyðingum.

Á móti samkynhneigð yfir höfuð. Það er synd. Snorri í Betel er frægur fulltrúi evangelisk trúarhreyfingarinnar.

Einnig er þessi hreyfing mjög sterk í USA. Enda snúast oft kosningarnar um fóstureyðingar aftur og aftur.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 21:00

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Það er greinilegt að þú hefur ekki hugmynd um eðli starfs Hjálpræðishersins... Ekki frekar en þessi borgarfulltrúi VG...

Ef þú vilt draga úr eða banna starfsemi samtaka einsog Hjálpræðishersins þá ertu líka að setja þig uppá móti rekstri björgunnarsveita einsog Hjálparsveita Skáta... Sem eru upphugsuð af þessum sömu eða svipuðum kristilegum gildum og Hjálpræðisherinn starfar eftir... Líst þér vel á það...?

T.d lét Hjálpræðisherinn til sín taka á alþjóðavettfangi í Bíafra-fluginu, ásamt hjálparstofnunum kirkna á öllum Norðurlöndunum, sem margir merkir íslenskir flugmenn tóku hetjulega þátt í... Svona þér til uppfræðslu... Síðan þá hefur starfsemi þeirra og áherslur breyst örlítið, farið meir inná við í þeim samfélögum þar sem herinn hefur starfað, s.kv mínum heimildum, og minna á þessum alþjóðlega... Enda eru fullt af svoleiðis hjálparsamtökum til...

Sævar Óli Helgason, 18.3.2012 kl. 21:16

3 identicon

Í ESB starfa samtök kirkjunnar í heilbrigðiskerfinu.

Best að ganga ekkert í þetta ESB trúar kjattæði.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 21:46

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sjálfsagt að styrkja hjálparsveitir en engum dettur enn í hug að fela Landsbjörg að reka Landhelgisgæsluna eða Hells Angels að reka Lögregluna. Sveitarfélögin eiga sjálf að reka þá þjónustu sem þeim ber með lögum að sinna. Er því algjörlega sammála Hvellinum. Svo má Reykjavíkurhreppur vel styrkja frjáls félagasamtök sem sækja um styrki til félagasamtaka. Það er allt annar handleggur.

Þessi afgreiðsla sýnir bara algjört getuleysi sveitardólgaelítunnar.

Einar Guðjónsson, 18.3.2012 kl. 22:40

5 identicon

Sævar Óli segir allt um þetta sem segja þarf. Sammála honum.

Númi (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 23:09

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sævar

Hvar hef ég sagt að ég vill banna þessi samtök?

Þau mega starfa mín vegna. Og þeir hafa gert góða hluti og vonandi gera þeir það áfram. Á sinn eigin kostnað.

En þessar 40milljón krónur frá skattfé er betur varið annarstaðar að mínu mati.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 00:54

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Styrkja frekar góðgerðarfélög sem laus eru við trúarlegar tengingar.

Semsagt ekki leggja svona stofnanir niður, heldur tilfærsla

Sævar er alveg að misskilja

kv

sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 00:55

8 identicon

Allah þýðir Guð á arabísku. Hvort maður sé múslimi eða ekki snýst ekki um hvort maður trúi á Allah eða ekki, heldur hvort maður taki Kóraninn líka trúarlegan og trúi því virkilega að meingallaði og hálfmenntaði maðurinn Muhammad hafi verið spámaður.

Siggi (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 09:33

9 identicon

Þar að auki verður maður að trúa að Muhammad gamli þessi hafi virkilega verið bestheppnaði maður heims, fyrirmynd allra í öllu æ síðan, besta sem völ er á, og að eftir hans daga muni enginn betri koma og engir fleiri spámenn verði til. Ef maður trúir þessu ekki, en er heldur ekki trúlaus ellegar fjölgyðistrúar, þá trúir maður á Allah en telst þó eigi múslimi.

Siggi (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 09:38

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef maður minnist á Allah eða Kóraninn þarna í Hjálpræðishernum þá verður maður líklega sparkaður öfugum út.

Það er nú bara þannig.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 19.3.2012 kl. 10:51

11 identicon

Skora á ´´hvellinn,, að láta reyna á það hvort honum yrði sparkað út.!

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2012 kl. 11:52

12 identicon

Hjálpræðisherinn stjórnast fyrst og fremst af kærleikanum. Það eru ALLIR velkomnir þangað og einginn þarf að taka við guðs orði óski hann sér það ekki.

Hjálpræðisherinn vinnur gott starf og hefur hjálpað mörgum og þá ekki einungis heimilislausum.

Hjálpræðisherinn gerir ýmislegt til þess að fjármagna eigin starfsemi og miðað við það sem ég hef séð herinn gera þá finnst mér að framlög frá borginni sé einstaklega vel varið í þennan málstað sem þeir berjast fyrir.

Þar sem ég þekki vel til þess fólks sem starfar innan Hjálpræðishersins þá veit ég vel að þau eru ekki með fordóma gagvart trúmálum fólks. Og það mun einginn þar þvinga þig til þess að taka upp þeirra trú og skoðun.

Elín (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband