Sunnudagur, 18. mars 2012
Lækkun?
Hvað með að lækka gjöldin svo fleiri eiga efni á að keyra í gegn?
hvellurinn
![]() |
Útiloka ekki hækkun gjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Sunnudagur, 18. mars 2012
Hvað með að lækka gjöldin svo fleiri eiga efni á að keyra í gegn?
hvellurinn
![]() |
Útiloka ekki hækkun gjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alger óþarfi að lækka verðið.
Fyrirtækið er með sérstöðu(differentiation) á márkaði.
Sérstaðan er sú að það er hagkvæmt að nota vöruna.
Samkeppnisaðili Spalar er Hvalfjarðavegurinn og það er ókeypis að nota þá þjónustu.
Pældu í því. Samkeppnisaðili Spalar býður sýna þjónustu ókeypis. Samt sjá menn sér hag í því að nota göngin.
Það vitlausasta sem hægt væri að gera væri fyrir Spöl að fara í verðsamkeppni við aðila sem býður sýna þjónustu ókeypis.
Allavega segja skólabækurnar það.
Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 12:38
Það er kannski rétt að minna á að umferð um göngin er og hefur alltaf verið margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi og miðaði gjaldheimta við þá útreikninga. Ég veit ekki betur en að göngin séu búin að borga sig upp og að nú sé verið að safna í sjóð til að gera önnur göng við hlið hinna til að dreifa álaginu. Minni umferð um göngin fylgir einnig minna viðhald á göngunum. Hækkun gjalda á því vart við mikil rök að styðjast. Þau ættu í raun varla að vera nokkur í dag.
Guðmundur (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 13:49
Hvalfjarðarvegurinn er ekki ókeypis ef litið er til bensín, tímakostnað og slit á bílnum. Maður veður að tak þessa þætti inn í dæmið ef maður ætlar að fara eftir rekstrarhagfræði skólabókum einosg ég býst við að þú ert að vitna í.
Það má líka með rökum segja að Hvalfjarðargöngin eru í samkeppni við t.d suðurlandsveginn.
Fólk er að ákveða að fara í sumarbústa einhverstaðar. Og velja Þrastaskóg í staðinn fyrir Akranes og nágrenni... vegna ganganna.
Það er ekki mikill munur á að þjónusta 100 eða 150 bílum á dag þarna í Hvalfjarðargöngunum. Þegar við lítum til kostnaðar.
Þess vegna getur borgað sig að lækka verð svo fleiri fara um göngin og Spölu fá meiri pening í sinn vasa.
Stefán minn
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 14:33
Hvellurinn, ég er ekki að tala um rekstrarhagfræði.
Ekki blanda saman rekstrarhagfræði saman við hugmyndina um samkeppni og ákvarðanatöku fyrirtækja á samkeppnismarkaði.
Ef það væri svo, ætti þá ekki Ferrari að lækka verðið til að framleiða fleiri bíla? Jú sami samkeppnismarkaður og því ætti rekstrarhagfræði að virka þar, eða?
Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 14:43
Rekstrarhagfræði tæklar akkurat hugmynd um samkeppni og ákvarðanatöku fyrirtækja.
Ertu að líkja Hvalfjarðargönf við Ferraríbíla??
Jæja
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 15:41
Auðvitað á að reikna með bensínkostnaðir og tímaeyðslu við að keyra "ókeypis" veginn.
Stefán , ertu að halda því fram að maður á ekki að gera það?
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 16:37
Að lokum snýst þetta um teigni.
Ég er ekki að líka göngunum við Ferraribíla. Skil ekki hvernig þú færð það út.
Samkeppnisaðili Spalar er Hvalfjarðarvegurinn.
Ég veit ekki hvernig best er að skýra þetta út í stuttu máli og líklega verður bara meiri misskilningur.
10/11 og Bónus selja matvæli o.þ.h. Fyrirtækin starfa á sama markaði en eru ekki í "samkeppni" um sama markhópinn. 10/11 lækkar ekki verðið til að keppa við Bónus því 10/11 græðir ekki á því.
Ef þú prófar að setja Spöl og Hvalfjarðarveginn inn í, áttarðu þig etv. á því hvað ég er að reyna að segja þér.
Þess vegna er mikilvægt að átta sig á því hver samkeppnin er til þess að ákvarðanataka fyrirtækja sé byggð á réttum upplýsingum og forsendum.
Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 16:58
Stefán. Spölur er í verðsamkeppni við þann kostnað sem hlýst af því að aka þá kílómetra sem sparast við það að fara göngin. Því batnar í raun samkeppnisstða Spalar þegar verð á eldsneyti hækkar. Í dag er mun ódýrara að fara göngin vegna þess að kostnaðurinn við að aka þá kílómetra sem sparast við að fara göngin er hærri en veggjaldið í göngunum. Ef veggjaldið er hins vegar hækkað of mikið þá getur þetta breyst og þá fyrst gagnvart eyðslugrennstu bílunum. Þess vegna er Spóur í verðsamkeppni við dýrari kost en ekki ódýrari kost eins og þú ert að halda fram.
Guðmundur. Það er ekki búið að borga upp Hvalfjarðargöngin. Ef ég man rétt þá gera áætlanir ráð fyrir að svo verði árið 2016. Lánin sem Spölur tók þegar hann skuldbreytti eldri lánum með nýjum lánum frá Íslandsbanka eru að því er ég best veit til ársins 2016 og verð Spalar miðast við að eiga fyrir afborgunum og vöxtum af því láni ásamt rekstrarkostnaði ganganna og Spalar sjálfs.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök að hækka ekki gjaldið í göngin þegar í upphafi kom í ljós að eftirspurn eftir notkun þeirra var mun meiri en gert var ráð fyrir. Þannig hefði verið hægt að greiða lánin upp mun hraða og þá væri fyrir löngu búið að greiða upp lánin.
Sigurður M Grétarsson, 18.3.2012 kl. 17:10
Sigurður, þú ert miklu betri en ég að skýra þetta út.
Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 17:20
Það er allavega plús að Spölur er í eigu ríkisins og sveitafélaganna.
Þetta er hægri vinstri vasa dæmi
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 17:33
Spölur er einkafyrirtæki.
Spölur ber sjálfur ábyrgð á sínum eigin lánum.
En þegar göngin er fullgreitt fær ríkið afhent göngin
Heimild: http://www.spolur.is/index.php/framkvaemdin/ekki-rikisframkvaemd
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 20:50
Það er rétt að Spölur er einkafyrirtæki.
En Spölur er einkafyrirtæki í eigu opinbera aðila.
Ég veit þetta vegna þess að ég er að stunda nám í fagi sem heitir Stjórnsýsluendurskoðun. Stundakennarinn sagði það við mig að Spölur er í eigu opinbera aðila. Það er bara þannig
http://mbl.is/greinasafn/grein/1116595/
Þetta var skársta heimildin fyrir því. En annars trúi ég bara kennaranum mínum. Enda er hann snillingur.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 21:14
Þeir kvarta undan samdrætti, en ætla að hækka verðið til að mæta honum. Frekar öfugsnúið, hefði haldið að þeir þyrftu að lækka eða allavega halda óbreyttu verði til að auka umferðina um göngin aftur.
Samt dæmigert fyrir ríkið, man þegar Alfreð var yfir Orkuveitunni, þá var svo hlýtt sumar einhvern tímann þannig að Orkuveitan tapaði tekjum, en skellti þá bara á verðhækkun til að bæta úr því.
Vona samt að ekki verði látið undan grátkór bílaeigenda um að lækka álögur á eldsneyti til að auka umferð. Skattborgarar eiga ekki að niðurgreiða umhverfismengun.
Theódór Norðkvist, 19.3.2012 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.