Laugardagur, 17. mars 2012
ESB er besta lausnin.
Marel er flutt úr landi vegna krónunnar.
Össur flutti til kauphöllina í Köben útaf krónunni.
CCP er að íhuga að flytja úr landi vegna krónunnar.
Fleiri nýsköpunarfyrirtæki eru að kafna í gjaldeyrishöftunum.
Við ESB inngöngu förum við í ERM2 prógrammið og fáum strax stöðugleika í gegnum Seðlabanka Evrópu. Svo tökum við upp evru eftir 2-3ár.
Verðbólgan hverfur og þar af leiðandi mun verðtryggðu lánin ekki hækka lengur.
Heimilin mun eignast húsnæði.
Lífskjör batnar.
Verðtryggingin hverfur og verur ekki þessi böl sem hún er.
Nýsköpun og hugvit mun blómstra.
Já við ESB.
hvellurinn
![]() |
Gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Marel er flytur til ESB vegna evrunnar hvort sem er.
Össur flutti til kauphöllina í Köben útaf krónunni, ekki krónunni, heldur vanstýringunni á henni, sem er litlu betri á evrunni.
CCP er að íhuga að flytja úr landi vegna krónunnar,ekki krónunni, heldur vanstýringunni á henni, sem er litlu betri á evrunni.
Fleiri nýsköpunarfyrirtæki eru að kafna í gjaldeyrishöftunum, hárrétt, en hvað með að afnema þau hvað gerist þá ???
Við ESB inngöngu förum við í ERM2 prógrammið og fáum strax stöðugleika í gegnum Seðlabanka Evrópu. Svo tökum við upp evru eftir 2-3ár. ÞESSI VAR GÓÐUR, SEÐLABANKA EVRÓPU !!
Verðbólgan hverfur og þar af leiðandi mun verðtryggðu lánin ekki hækka lengur, ekki gott að segja um verðbólguna, en verðtrygging né heldur neitt annað uppfundið og óskað af Íslendingum, gott eða vont, mun aldrei leyft meir við inngöngu í ESB.
Heimilin mun eignast húsnæði, á hverju byggir þú það ?
Lífskjör batnar, lífskjör batna aðeins ef íslendingar taka sig taki, nýta auðlindir landsins fyrir íslendinga, ekki fjármálabraskara eins og hingað til, að ekki sé talað um þegar þetta allt fer að streyma inn í ESB hítina.
Verðtryggingin hverfur og verður ekki þessi böl sem hún er, verðtrygginguna er hægt að afnema án þess að leggjast í erlenda ánauð.
Nýsköpun og hugvit mun blómstra. Nýsköpun og hugvit blómstrar í dag, í ESB druknar það í kerfisbrjálæði.
Já við ESB.
Nei !! við ESB að sinni, sameinast um að koma lagi á heimilið, allir góðir kraftar opni augun, sama hvað "flokki" sem er, við getum verið sammála um grunngildin, sum hver nefnd í listanum hér að ofan, eins og "þak yfir höfuðið" leigt eða eign allt eftir vali og þörf hvers og eins, ef farið er í ESB báknið missa íslendingar af þeim möguleika að rétta efnahag sinn við eins og íslendingum best hentar.
Það er lydduskapur og uppgjöf, ef ekki annað verra, þetta að reyna nota ástandið með þjóð sína á hnjánum eftir bankahrun, til að koma henni í ánauð ESB, í stað þess að bretta upp ermar, sameina fólk um grunngildin, koma "ræningjunum" frá almannafé og koma svo virku lýðræði á í landinu, þá má fara að kjósa um ESB EES eða hvað sem er, eða hverjir óttast svona frjálsann vilja og lýðræðið hér, bara spyr.
MBK
KH
Kristján Hilmarsson, 17.3.2012 kl. 22:08
Heimilin mun eignast húsnæðin sín að því leyti að verðtryggingin mun ekki éta upp allt eigið fé.
Með lága vexti, enga verðtryggingu og litla verðbólgu (einsog er í eSB) mun heimilin í landinu eignarst heimilin sín. En ekki enda í skuldafangelsi fyrir lífstíð einsog staðan er í dag.
Verðbólgan á Íslandi er sú hæsta sem fyrirfinnst í Evrópu í dag.
Hér eru okurvextir og almenningur er að borga mun meiri vexti á Íslandi heldur en almenningur í okkar nágrannalöndum.
Ef þið trúir mig ekki. Þá skoðið gögnin sjálf. Vextir hafa ávalt verið hærri hérna og Ísland á met í verðbólgu. Það er bara staðreyndi.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2012 kl. 22:33
Endilega setja Breta-heimsmafíu-AGS-ESB "mannúðar"-fjarstýringuna fyrirhafnarlausu á allt heila klabbið. Þá þurfum við líklega ekki að gera neitt sjálf, nema taka við styrkjum og blómstra?
Stjórnkerfið tekur þá bara sjálft til í sinni spillingu! Mikið hlakka ég til að komast í nammikofann, eins og Hans og Gréta í ævintýrinu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.3.2012 kl. 22:48
Sumir vilja betri lífskjör betra Ísland. Land sem er þjóð meðal þjóða.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 00:20
Hveititöflur
Hörður Einarsson, 18.3.2012 kl. 08:53
Kristján
Þetta er falleg hugsjón. En við höfum í tugi ára reynt þessa leið og ekkert hefur gengið.
Hvenær er þetta fullreynt?
Sjálfur er ég buinn að gefast upp og timi til að prufa annað (ESB)
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.