Furðuleg ummæli.

Ef gjalmiðill er það veikur að ekki má tala um hana án þess að hún hríðfellur.... þá er það bara merki um að gjaldmiðillinn er handónýtur.

hvellurinn


mbl.is Segir ráðamenn tala krónu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er ekkert að krónunni, - hún er góð. Gjaldmiðill í hverju landi er er nokkuð í takt við efnahaginn. Ef stjórn efnahagsmála er góð þá er gjaldmiðillinn sterkur, ef stjórnin er slæm þá er gjaldmiðillinn veikur.

Vandamálið er, öllu fremur, að þjóðin situr uppi með "handónýta" Alþingismenn og "handónýta" ríkisstjórn, en ekki "handónýta" krónu.

Og svo... ekki meiri "Sleggju-dóma" um íslendska gjaldeyririnn okkar, - okkar ágætu, ástsælu krónu.

Tryggvi Helgason, 13.3.2012 kl. 20:03

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef ekki má tala um krónuna án þess að hún hríðfellur..... þá er eitthvað mikið að þessum gjaldmiðil

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 23:17

3 identicon

Með þessu er Tryggvi að segja að öll efnahagsstjórn Íslands frá upphafi hafi verið ónýt og allir embættismenn frá upphafi vanhæfir eða óvaxnir sínu starfi. Íslenska krónan jafngilti 1 danskri krónu árið 1920 en í dag kostar dönsk króna 22,4 íkr. Í millitíðinni sneyddum við tvö núll af gjaldmiðlinum svo í raun má segja að dönsk króna jafngildi 2240 íkr. Þessi málflutningur er ekki boðlegur. Örmynt í opnu hagkerfi hjá þjóð sem þarf að reiða sig í jafnríku mæli og við á innflutning er skaðleg almenningi í landinu og það kemur hagstjórn lítið við. Í raun má segja að góð hagstjórn breyti ástandinu úr skelfilegu í vont.

Páll (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:41

4 identicon

Fyrirgefðu að ég hafi ráðist á stafsetninguna hjá þér um daginn. Ég datt inn á bloggið þitt af tilviljun. Ég er reyndar hjartanlega sammála þér í flestu, sérstaklega í sambandi við gjaldmiðilinn. En það að skrifa rétt, að mínu mati, gefur orðunum svo miklu meira vægi. Síðustu færslurnar eru nær villulausar. Þú getur það vel, ég sé það, en ég held að þú skrifir í of miklum flýti. Gott að lesa einu sinni yfir áður en maður ýtir á "Senda". En þegar mönnum liggur mikið á hjarta, gerist það. En innihaldið er yfirleitt gott. So, keep on, á góðri íslensku.

sh (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 23:54

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt að ég skrifa oft í flýti.

Þetta er í raun launalaus vinna að halda uppi þessari síðu og því eru gæðakröfurnar ekki miklar.

En það er rétt að gott málfar gefur færslunni meiri vægi. Þess vegna ætla ég að reyna að vera vandvirkari. 

Hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 14.3.2012 kl. 00:46

6 identicon

Sæll.

Ég er að mestu sammála nr. 1.

Það sem aðdáendur evrunnar gleyma er hve vel útflutningsatvinnugreinar okkar standa. Haldið þið virkilega að það sé tilviljun að nú gengur vel í ferðamannaiðnaðinum svo dæmi sé tekið? Hvernig er staðan í honum í Grikklandi? Vegna þess að Grikkir eru með evru geta þeir ekki aukið tekjur öfugt við okkur. Evran virkar eins og spennitreyja á þá. Þeir mættu eiga von á frábæru túristasumri ef þeir tækju upp dröguma sína núna. Aðdáendur evrunnar líta líka algerlega framhjá stöðu sumra þjóða innan ESB. Hvers vegna? Grikkir eru ekki eina þjóðin innan ESB í verulegum vandræðum. Fólk innan ESB eignast helst ekki börn og svo hefur verið lengi. Hvers vegna? Ætli það sé vegna þess að það hefur ekki trú á framtíðinni þar?

Gjaldeyrishöftin eru vanhugsuð og verk manna, ekki krónunnar. Það skiptir miklu máli fyrir hverja þjóð að vera með gjaldmiðil sem lagar sig að efnahagslegu umhverfi hennar. Svíar kusu að halda í sína krónu og hefur það reynst þeim vel. Við höfum sloppið með minna atvinnuleysi en margar þjóðir vegna krónunnar. Vilja menn allt að 50% atvinnuleysi hjá ungu fólki líkt og tíðkast innan sumra ESB landa með evru?

@nr. 3: Krónan er ekki eini gjaldmiðillinn sem hefur fallið verulega í verði, sama á við um dollarinn og evruna svo tvö dæmi séu tekin svo rök þín falla um sig sjálf. Þegar krónan var rangt skráð þökk sé Seðlabankanum var hér mikill halli á viðskiptum við útlönd, nú er staðan önnur. Gengi krónunnar sveiflast til svo sveiflur jafnast út og nú getum við sem betur fer illa leyft okkur að flytja endalaust inn en lítið út. Krónan hjálpar okkur því að lifa ekki um efni fram.

Okkar vandi er, eins og TH nefnir, slappir stjórnmálamenn sem fara illa með skattfé almennings og þenja stöðugt út opinbera geirann en stærð hans er verulegur þáttur í þeirri kreppu sem við upplifum núna. Menn hafa fylgt stefnu sósíal demókrata (Sf) ansi lengi í heiminum og afleiðingarnar eru að koma fram núna :-(

Helgi (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband