Mánudagur, 12. mars 2012
Hin elskulega króna.
En hvað þetta er skemmtilegar fréttir.
Við skulum halda þessu áfram.
Skítt með evru eða ESB.
Gerum lögin um gjaldeyrishöft harðari. En leyfum bófanum að sleppa á kostnað almennings.
ó hvað krónana er mikil blessun.
hvellurinn
![]() |
Lög um gjaldeyrishöft hert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara byrjunin í hinu Íslenska Alþýðulýðveldi Jógrímu. Svona verður vikulegar fréttir á næstunni, allt í þágu "national security".
Síðan verður farið að takmarka ferðafrelsi til að landsmenn séu ekki að eyða gjaldeyri erlendis í óþarfa, banna kaup erlendis frá með kreditkortum og Kúbu/Norður-Kóreufílingurinn mun vaxa dag frá degi.
Hvumpinn, 12.3.2012 kl. 17:43
Krónan er síðasti jafnaðarmaðurinn!
Eggert Sigurbergsson, 12.3.2012 kl. 17:51
Ósköp leggst þetta illa í mann. Síðast þegar átti að hraða máli í gegn og allir að segja já og amen eftir pöntun og án þess að vita í raun um hvað málið snerist þá átti að lauma heilu iceslave í gegn. Hvað skyldi liðið vera bralla núna. Hafi "leki" komið í ljós, þá hafa þeir vonandi úrræði til að sekta eða refsa viðkomandi, eða skyldu þeir leyfa lögbrjótunum að komast upp með verknaðinn rétt eins og fyrri daginn...
assa (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 17:52
@ Hvumpinn: Gjaldeyrishöftin voru sett þegar XD var við völd
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2012 kl. 17:58
Það er í raun verið að afnema undanþágur sem veittar eru í lögunum. Þegar búið er að afnema þessar undanþágur þá ættu allir að vera jafnari í lögunum og það ætti að gleðja þá sem vilja aukið réttlæti. Ég er á móti höftunum en ég er líka á móti óréttlætinu sem hingað til hefur falist í skjóli þeirra.
Lúðvík Júlíusson, 12.3.2012 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.