Sunnudagur, 11. mars 2012
Rétt hjá PWC
Ábyrgð af reikninsskilum hvíla alfarið af stjórnendum bankana.
3. gr. Stjórn og framkvæmdastjóri skulu bera ábyrgð á samningu ársreiknings fyrir hvert reikningsár
http://www.althingi.is/lagas/139b/2006003.html
Endurskoðendur meta það hvort þeir voru gerðir samræmi við IFRS staðlana. Og geta bara reitt sér að upplýsingum sem þeir hafa. En þeir geta þó kallað eftir meiri upplýsingum ef Endurskoðendur finnst tilefni til.
Hvellurinn
![]() |
PwC hafnar málatilbúnaði bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Arthur Andersen
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 15:26
Já Stefán.
Enron voru glæpamennirnir.
Kennum Arthur Andersen um.
Hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 16:41
Vissulega var Arhur Andersen að skíta uppá bak og beyttu blekkingum og brutu lög.
Mín skoðun er sú að PWC er saklaust þangað til dómur er fallinn.
Ef þeir brutu lög þá stið ég það að þeir fá viðeigandi refsingu skv lögum.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 16:42
Ég er ekki að segja að pwc hafi gert eitthvað rangt. Dómsmálið um leiða það í ljós.
Arthur Andersen var sýknað í hæstarétti Bandaríkjanna.
Það virðist verða til ansi mikill vinskapur milli stórfyrirtækjanna og deilda innan endurskoðunarfyrirtækja sem sjá um stórfyrirtækið. Það er erfitt að koma í veg fyrir það, en stundum fækkar faglegum vinnubrögðum í kjölfarið.
Þetta blessast allt saman.
Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 16:47
Endurskoðendur hafa lögvarinn réttindi til að leggja sjálfstætt og hlutlaust mat á ársreikninga og gefa sitt álit á þeim. Þeir bera ábyrgð á sínu áliti. Álit þeirra var að ársreikningarnir gæfu glögga mynd af
a) stöðu efnahags í lok rekstrarársins;
b)rekstrarreikningurinn gæfi rétta mynd af rekstri líðandi árs;
c) Sjóðsstreymið væri marktækt og að lokum
d) Allar aðrar viðeigandi skýringar væru til staðar.
Var það svo í tilfelli bankanna?
Jóhann G. Ásgrímsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 20:31
Þeir geta engöngu byggt á upplýsingum sem þeir fá skammtað frá viðkomandi fyrirtæki.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 21:46
Ég þekki endurskoðandann sem endurskoðaði Glitni.
Þú finnur ekki heiðarlegri einstakling.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 21:47
hvellurinn. Það er gott að heyra þitt sjónarhorn á málum endurskoðunar Glitnis. Það eru öfl í samfélaginu, sem reyna að flækja málin með villandi og óvönduðum fréttaflutningi.
Það er greinilega reiknað með að almenningur hafi ekki áhuga, getu eða möguleika á að kynna sér lög, reglur og skyldur ýmissra starfs-stétta, eins og t.d. endurskoðenda.
Hvers vegna starfa endurskoðendur, ef þeirra endurskoðun er ekki gildandi, og störf þeirra einungis leiðbeinandi?
Er það þá ekki lána-fyrirtækið sem ber ábyrgðina?
Hver ber eiginlega ábyrgð á ábyrgðarlausum endurskoðendum/bönkum, sem bulla sumir um allt/ekkert, og brengla alla hluti?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2012 kl. 23:50
Þetta eru góðar spurningar Anna.
Endurskoðendur er ákveðin gæðastympill um að fyrirtækið skilaði sínum ársreikningi skv Alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
sjá hér
Endurskoðun hljómar ekki vel en er í raun þrælskemmtileg þegar maður kynnir sér þetta.
Ég ætti að vita það.
Stunda mastersnám í endurskoðun og reikningsskil í Háskóla Íslands.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2012 kl. 09:31
Vissulega hafa endurskoðendur ekki staðið sig í góðærinu. Og endurskoðunarfyrirtækin hafa viðurkennt mistök og bætt sitt gæðaferli.
Þetta pwc mál er leiðindamál.
Það er kannski ágætt að þetta verður rannakað og dæmt í málinu.
Við þurfum að byrja með hreint borð eftir hrunið.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2012 kl. 09:32
Anna
Renndu endilega yfir þetta rit
Ritið heitir Endurskoðandinn og þar er fjallað um hvað er hlutverk endurskoðanda.
Þetta rit er sett upp á mannamáli og er auðvelt aflestrar. Gjuggaðu allavega í innganginn.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2012 kl. 09:36
Hvellurinn kl 21.47 segir. "Ég þekki endurskoðandann sem endurskoðaði Glitni.Þú finnur ekki heiðarlegri einstakling."
Um þetta snýst málið einnig, barnslega trúgirni, með þeir voru í kafi í skítnum?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 12:54
Við skulum spurja að leikslokum.
Enginn hefur verið dæmdur ennþá.
Þú veist ekkert um sekt eða sakleysi frekar en ég.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2012 kl. 13:03
Jóhann segir kl 20.31:
d) Allar aðrar viðeigandi skýringar væru til staðar.
Þar hittir hann naglan á höfuðið. Endurskoðendur gættu þar ekki að sér.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 13:54
Þetta er auðvitað matsatriði.
Það er auðvelt að vera vitur eftirá.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2012 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.