Ágætt að fá þessa kæru alla leið

Mín skoðun er að Snorri hefur sinn rétt á að tjá sig um hvað stendur í Biblíunni.

Sama hvort þar sé allt slitið úr samhengi og horft á afmarkaða bókstafi og setningar.

Samkynhneigð er synd samkvæmt Biblíunni og það verður bara að hafa það.

Snorri er trúaður maður og setur fram sinn texta hér á moggablogginu. Mikilvægt er að hafa málfrelsið í fyrirrúmi. Ég tel hann megi tjá sig um þessi trúmál sín á sinni bloggsíðu þótt hann sé kennari.

Hann fjallar ekki um þessi mál í kennslustundum.

Pólítískur rétttrúnaður tröllríður öllu hér. Mikilvægt að stiga niður fætinum.

Réttindi samkynhneigðra hér á Íslandi er MEST í heiminum. Þeir ættu varla að kvarta þó það komi smá hljóð út í horni í einhverri bloggsíðu. 

Hérna eru tvær erlendar fréttir um samkynhneigða í öðrum löndum. Úganda og Indland.

Þarna erum við að tala um alvöru vandamál. Ekki eitthvað gagg á bloggi.

http://mbl.is/frettir/erlent/2012/02/22/samkynhneigdir_ekki_ofsottir_i_uganda/

 http://mbl.is/frettir/erlent/2012/02/23/segja_samkynhneigd_glaepsamlega/

kv

Sleggjan


mbl.is Kærir Snorra til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt sleggjumenn,

Af hverju erum við íslendingar alltaf að væla.

Snilldarrök að benda á óréttlætið í Úganda og á Indlandi og bera sig saman við önnur hátt sett lönd í jöfnuði og mannréttindum. 

Fyrir vikið meigum við "venjulegir" íslendingar sofa betur á nóttunni - börnin sem þurfa að takast á við fordóma samfélagsins eru nú bara börn í minnihluta ekki satt.

Mín skoðun er að djöfullinn hefur náð undirtökum í lífi Snorra og margra bloggara - bara mín trúarleg skoðun.  Sé ekki að Snorri sleppi út úr þessu hvort sem hann heldur vinnuni eða ekki - hann mun eflaust í sínum rétti sitja einn í kennslutímum á næsta ári og tala við sjálfan sig.

Jonsi (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 09:53

2 identicon

Ó mannréttindi eru verri í Úgandi, því er í lagi að GRUNNSKÓLAKENNARI og trúarnötti kenni í GRUNNSKÓLA.

Snorri verður að velja; Vera prestur eða grunnskólakennari.. hann og hans sýn á kristni getur ekki samræmst starfi með börnum.
End of story

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 12:28

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef hann er að kenna dönsku og stærðfræði er ekkert við það að athuga að hann sé evangelisk Kristinn.

Hann er ekki að kenna kristnifræði.

Málfrelsi er einfaldlega mikilvægari, við búum í umburðarlyndu samfélagi í garð samkynhneigðra og ég hef engar áhyggjur af þeim.

kv

Slll

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2012 kl. 13:34

4 identicon

Þannig að þér er sama hvaða menn standa að uppeldi barna þinna.. .flestum öðrum stendur ekki á sama..

Lykilatriði í þessu máli er að hann er grunnskólakennari.. Ef ég væri grunnskólakennari og skrifaði eins og Snorri, ég myndi búast við áminningu.. og svo brottvikningu ef ég léti mér ekki segjast.

Samkynhneigt barn, að berjast við fordóma.. sér að kennarinn í skólanum, maður sem hatar samkynhneigða, já segjum það eins og það er, hann hatar samkynhneigð vegna þess að biblían segir eitthvað smá um þetta mál.. eina línu eða svo. .kannski 2 línur. Þetta barn sér Snorra sem kennara í skólanum sínum.. sjálfvirkt mun það gefa Snorra meira vægi, og gera barninu enn erfiðara fyrir að vera það sjálft, að vera frjáls manneskja.

Snorri og aðrir sem eru á móti þessu.. þeir eru á móti þessu af einni ástæðu.. þeir eru á móti samkynhneigðum vegna þess að þeir óttast að guðinn þeirra geggjist og drepi alla, þar með talið bestu vini sína.. Biblían er full af svona sögum og Gudda og morðæði.
Því svo elskaði Snorri sjálfan sig að hann úthrópaði minnihlutahópa.. svo hann sjálfur missi nú ekki af lúxusnum í extra lífinu með honum Sússa

Kristni er sjálfselska, guðinn í kristni er sá trúaði; Enginn annar, þetta er sjálfsdýrkun

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 14:51

5 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

"Hann fjallar ekki um þessi mál í kennslustundum."

Það er nefnilega vandinn.

Hann hefur gert það, og hann hefur sagt í viðtali að ef til hanns kæmi barn, í skólanum, sem að segðist vera samkyhneigt þá myndi hann tala við það.

Semsagt, hann myndi segja barni, í skólanum, að tilfinningarnar sem það hefur séu "rangar" og að barnið komi til með að deyja ef að það afneitar ekki sjálfu sér.

Ég veit ekki með þig, en að maður sem myndi segja svona hluti við börn á, að mínu mati, ekkert erindi í nokkurt starf þar sem að hann fær færi á því.

Réttindi samkynhneigðra eru góð á landinu, skárri en á mörgum öðrum stöðum, en þau eru ekki fullkomin og vandinn hér hverfur ekki þau að það sé verri vandi annarstaðar. Svona eins og að brotinn fingur er ekkert minna brotinn þó að maðurinn við hliðina á manni sé með tuttugu beinbrot.

Lagaleg réttindi eru einnig annað en félagsleg.

Félagsleg réttindi samkynhneigðra eru að miklu leiti góð hér, líkt og þau voru í Danmörku. Danir töldu að takmarkinu þar væri náð og hættu að stunda fræðslu. Félög hinsegin fólks lögðust niður og svo framvegis.

Í dag standa samkynhneigðir mun ver í Danmörku heldur en áður og er á mörgum stöðum bókstaflega hættulegt að ganga um götur þar sem maður á á hættu að verða talinn samkynhneigður hvort svo sem maður er það eður ei.

Vissulega erum við ekki þar og hlutirnir eru vart eins hér og þar en það er fáránlegt að ætla að það þýði að það dragi ekki dilk á eftir sér að leyfa kennurum að kenna börnum að samkynhneigð sé synd og að laun hennar sé dauði.

Vandinn við fólk sem að er sannfært um að það viti hinn sanna sannleika og getur ekki hugsað sér að það sé fræðilegur möguleiki að þau geti haft rangt fyrir sér er að þau eru afar dugleg að segja þennann sannleika.

Snorri hafði allann möguleika að segja að vandinn hér væri að fólk teldi að hann gæti ekki hagað sér í vinnunni og væri því að gera aðför að tjáningar og trúfrelsi hans, en í stað þess gerði hann það sem sýnir og sannar að hann er akkúrat svona týpa sem er sannfærð um eiginn sannleika. Hann sagði í ofannefndu viðtali að vandinn væri allt annar. Hann sagði að vandinn væri mannréttindi hinsegin fólks.

Sannfæring hans er slík að hann væri vís til að vinna gegn mannréttindum hinsegin fólks, lagalegum sem og félagslegum, hvar og hvenær sem hann kemst upp með það.

Líka í vinnunni.

Foreldrar vissu flestir ekki að þessi maður væri að kenna börnunum þeirra og þegar vitneskjan kom fram kvörtuðu foreldrar að svona fordómafullur maður, sannfærður um eiginn sannleika, fengi aðgengi að börnunum þeirra þar sem að hann hefur færi á að dreifa sínum fordómun.

Um leið og þetta kom fram komu einnig sögur hinsegin fólks sem að hann hafði kennt og notuðu þau flest orðavalið að þau hefðu "lent í honum" og mundu flest þeirra eftir því að hafa heyrt hann tjá þessa "skoðun" í skólanum. Hafði hann talað um þetta á göngum skólans, í kennslustofu og hafði hann einnig fengið börn með sér til hliðar til að tala við þau í einrúmi til að fá það til að hætta að elska "rangt".

Þessi hegðun á einfaldlega ekki heima í skóla.

Engan vegin.

Það breytir því ekkert að það sé verr brotið á mannrétindum hinsegin fólks í Uganda. Það gerir þetta ekki "betra" eða minna óhugnanlegt eða breytir þessu í eitthvað "ásættanlegt".

Hans Miniar Jónsson., 23.2.2012 kl. 16:57

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Les á kommentum að það er aðallega verið að gera athugasemdir við það að hann sé að kenna börnum.

Ef hann væri smiður með þessar skoðanir og blogg þá er allt í gúddí.

Það er nú gott að heyra.

Málfrelsi.

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2012 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband