Vilji þjóðarinnar er að klára ferlið og kjósa um ESB samninginn.

Það verður fín að halda þessa atkvæðisgreiðslu. Einsog allar kannanir hafa sýnt þá er mikill meirihluti fyrir að klára samningaviðræðurnar.

Mjög fáir vilja gera sig að fífli og hætt við á miðri leið. Nema náttla Vigdís og örfáir aðrir.

NEI sinnar reyndu að sannfærða þjóðina um að hætta ferlinu við dræmar undirtektir. Skemmst er að minnast á flokkinn Samstöðu sem fékk glimrandi fylgi m.a vegna þess að flokkurinn vill klára viðræðurnar.

Svo er skynsemi.is sönnun á þess að þjóðin vill klára viðræðurnar. Aðeins 11þúsund manns hafa skrifað undir og það á eftir að samkeyra listann við þjóðskránna. Mikki Mús og Andrés Önd er ennþá á listanum. Því eru mun færri sem hafa skrifað undir þessa síðu. Sem hlítur að vera áfall fyrir NEI sinna. 

Þeir eru orðnir hlægilegur minnihlutahópur... og er Vigdís og Jón Bjarna fremstir í flokki.

Sorglegt.

 

hvellurinn


mbl.is Vill ESB-tillögu á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Raunin er sú að þar sem enginn óháður fjölmiðill er eftir í landinu er hæpið að hlutlaus könnun hafi verið gerð á með/móti ESB.

11.000 er síðan svona svipað og fylgi Samfylkingarinnar...

 Ég hef enn ekki tekið afstöðu þar sem að umfjöllun öll um ESB hefur verið flokks- og spillingarlituð frá upphafi og mér því varla stætt á að mynda mér heilstæða skoðun á hvort sé betra.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 16:56

2 identicon

Ykkur ESB sinnum ferst ekki að tala um og gera grín að minnihlutahópum sem þið sjálfir eruð.

Því að þið sjálfir ESB innlimunarsinnar hafið verið sáralítill minnihlutahópur þjóðarinnar í nokkur ár, með fylgi sem hefur aldrei verið meira en þetta 25 til 35%.

Þið hafið með lýðskrumi ykkar og ofríki haldið stórum meirihluta þjóðarinnar í gíslingu þessarar ólýðræðislegu og óþjóðlegu ESB umsóknar sem aldrei hefur notið neins meirihlutastuðnings og aldrei fengið samþykki eða blessun þjóðarinnar.

Það getur vel verið og sjálfur þekki ég svo sem marga í dag sem aldrei munu samþykkja ESB innlimun sem samt vilja þó úr því sem komið er klára þetta fjandans ESB ferli sem okkur er haldið í nauðugum viljugum, til þess að við getum í eitt skipti fyrir öll kveðið ykkur í kútinn og kosið þessa ESB óværu af okkur ! Þannig verður það, sannið þið til !

Þá hlakka ég til þess að ræða við ykkur um eitthvað gæfulegra og uppbyggilegra en þetta árans ógæfulega ESB stjórnsýsluapparat.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 16:58

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óskar

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands er ekki fjölmiðill.Hún berði könnun á ESB og niðurstaðan var að meirihlutinn vill klára viðræðurnar.

Gunnlaugur. 

11þúsund af rúmlega 300þúsund er klárlega minnihluti. Ef þú trúir mér ekki þá getur þú sjálfur skoðað www.skynsemi.is.   Þar stendur þetta svart á hvítu. 11ÞÚSUND MANNS.

Hvellurinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2012 kl. 17:13

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er ekki sjálfsagt að kjósa um þetta samhliða stjórnarskrá í forsetakosningunum.

Óðinn Þórisson, 22.2.2012 kl. 17:27

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hefur alltaf verið algjörlega fáránleg hugmynd hjá Andsinnum að ,,hætta við" aðildarumsókn sem samþykkt var af Alþingi. Algjörlega fáránlegt. Enda aðallega einhver nöttkeis sem hafa sig helst í frami þar að lútandi.

þetta frumhlaup andsinna vekur upp spurningar um hverskonar stjórnun eða strategía er á bakvið þessi samtök. Virkar ekki sannfærandi svona bjánalaeg og óraunsæ upphlaup. Andsinna setur niður við þetta. Og aðallega forsvarmenn þeirra.

Ennfremur varpar sterku ljósi á sérkennilegheit ofangreindra, að þeir skuli plata bændur til að sinna ekki sínum hagsmunum í samningagerðinni. þetta er alveg stórkostlegt ábyrgðarleysi og aðför Andsinna að bændum. Andsinnar eiga að skammast sín fyrir háttalag sitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2012 kl. 18:43

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þessir "lýðræðissinnuðu" ESB sinnar voru svo góðir að þröngva þessu aðlögunarferli uppá þjóðina án þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Þessir sömu aðilar eru svo allveg í skýjunum af ánægju yfir þessu ferli sem í gangi er, svo ánægðir að það skín í gegnum tómu heilaþvegnu hausana.

Það að halda því svo fram að ég og fleirri sem erum á móti aðild séum með fáránlega hugmynd, er enn fáránlegra en að byrja á þessu ferli upphaflega.

Það að lofa ekki þjóðinni að kjósa um hvort við ættum að fara í þetta ferli er það andlýðræðislegasta sem gat nokkurntímann komið upp og nákvæmlega það sem sovétkratarnir í samspillingunni vilja. Ef það er til auvirðilegri flokkur af l.......um en þetta þá vinsamlegast komið þeim hóp í dagsljósið svo hægt sé að virða þá fyrir sér.

Hvernig sem framhaldið verður þá eru landráðapésarnir á góðri leið með að eyðileggja og rústa landið svo stefnir í að komandi ríkisstjórn eða jafnvel ríkisstjórnir, verða mörg ár að laga til eftir þessa.

Svo ef ykkur finst ég harðorður, þá er þetta bara rétt að byrja. Er að vera búinn að fá uppí kok af þessu bulli í þessum landsölubleyðum sem skipa þessa ríkisstjórnarflokka...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.2.2012 kl. 19:52

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef það er trú aðildarsinna að vilji þjóðarinnar fyrir áframhaldandi viðræðum sé til staðar, ættu þeir ekki að óttast kosningu um málið og fá með því sterkt vopn í hendur. Þeir ættu þá að fagna tillögu Vigdísar.

Við sem kjósum lýðræðið yfir ESB, óttumst ekki slíka kosningu og munum að sjálfsögðu hlýta meirihlutavilja kjósenda.

Staðreyndin er að aldrei hefur verið látið á það reyna meðal kjósenda hvort fara eigi þessa ferð. Meðan svo er, getur hvorugur aðilinn haldið því fram að þeir hafi meirihluta þjóðarinnar að baki sér.

Allt ferlið, frá því það var lagt fyrir Alþingi vorið 2009, hafa lýðræðissinnar viljað fá slíka kosningu og ekki óttast hana. Aðildarsinnar hafa hins vegar aldrei þorað að leggja þetta í dóm þjóðarinnar, hafa heldur viljað fara þá leið að svindla landinu sem lengst inn í vef ESB og bjóða síðan upp á kosningu þegar landið væri orðið svo flækt í vef ESB að í raun skipti engu máli hver niðurstaða þeirrar kosningar verður.

Kjarkleysi og aumingjaskapur aðildarsinna er alger og hefur stuðlað að klofningu þjóðarinnar. Ef kjarkur hefði verið til að kjósa í upphafi ferlisins, hefðu aðildarsinnar staðið mun betur að vígi í þessu ferli, þeir höfðu ekki kjarkinn og hafa hann ekki enn!!

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2012 kl. 19:52

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Óðinn og Gunnar.

Jú ég er sammála. Það er fínt að kjósa um þetta.

Enda segji ég skýrt í fræslunni að kjósa um þetta er gott mál.

Færlsan byrjar svona "Það verður fín að halda þessa atkvæðisgreiðslu"

Svo mörg voru þau orð.

kveðja

Hvellurinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2012 kl. 19:58

9 identicon

Þjóðaratkvæði um hvort halda eigi áfram viðræðum?

Hvurslags vitleysa er þetta.

Oft er sagt only in America.

Þá segji ég aðeins á Íslandi.

Þetta nær ekki nokkurri átt. Hefur þetta verið gert í öðrum löndum? Nei, Ísland spes

sleggjan (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 09:04

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skrílilnn vill halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um hvort við eigum að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu.

hvellurinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2012 kl. 09:10

11 identicon

Ég og flestir sem ég þekki segjum NEI! Fáum við íslensk lög aftur þegar búið verður að fella þetta í þjóðaratkvæði?

GB (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 09:21

12 identicon

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1224701/

Hrollur (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 09:46

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

GB.

Hvaða lögum erum við búin að breyta?

Hrollur

ESB og Evrulandið Luxemburg er ríkasta land í heimi.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2012 kl. 10:02

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2012 kl. 10:02

15 identicon

Samningurinn fer að detta inn.

Það eru ekki trúverðug rök nei-sinna að þeir vilji stöðva þetta ferli áður en samningurinn klárast vegna þess að samningurinn veðri svo lélegur.

Sérstaklega ekki þegar þeim býðst að sanna það með því að leggja fram hinn ómögulega samning innan fárra missera.

Ef þetta verður svona hræðilegt ættu nei-liðar að vera manna fegnastir að fá hörmungina skjalfesta svo hægt verði að hætta þessu endanlega.

En það er eitthvað sem nei-menn vilja ekki að birtist.....

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 10:21

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

SAmmála þessu Sigurður

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2012 kl. 10:45

17 identicon

Þið spyrjið hvort að þetta hafi verið gert í öðrum löndum. Svarið er já. Sviss hætti á sínum tíma í miðju kafi samningaviðræðum um ESB aðild af því að meirihluti Svissnesku þjóðarinnar var þessu ferli andsnúinn.

Sama gæti gerst hér og væri fullkomlega lýðræðislegt.

Ég sem grjótharður ESB andstæðingur er samt talsvert efins um að þetta væri rétta leiðin.

Bendi ykkur síðan á að nýji flokkurinn Samstaða sem fékk gríðarlegt fylgi í síðustu skoðanakönnun eða um 21% er einmitt algerlega andvígur ESB aðild, þó svo að úr því sem komið er vilji hann klára þetta fjandans aðildarferli.

Guðmundar flokkurinn sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að ganga í ESB fékk hroðalega útreið eða rétt rúm 6% á meðan aðal ESB flokkurinn Samfylkingin beið algert afhroð eða aðeins 12% fylgi. Samtals eru ESB flokkarnir með innan við 20% fylgi samkvæmt þessari síðustu könnun. En flokkar sem eru andsnúnir ESB aðild með yfir 80% fylgi, það segir heilmikið um veika stöðu ykkar og gríðarlega sterka vígstöðu okkar ESB andstæðinga meðal þjóðarinnar !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.2.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband