Sunnudagur, 19. febrúar 2012
Nauðsynlegt er að skoða heildarmyndina.
Ég er viss um að þessi blaðamaður er ekki með laun í krónum.
Hann er ekki með verðtryggt lán.
Hann hefur aldrei tekið gengistryggt lán.
Hann býr ekki við óstöðugt gengi.
Hann býr ekki við okurvexti.
Hann gjaldmiðill er ekki í gjaldeyrishöftum.
Gengisfallið hefur gert það að verkjum að útflutningsfyrirtækin græða meira. Gengisfall jafngildir launalækkun. En gengisfallið stökkrbreyttu húsnæðislánunum. Verðtryggðu og gengsitryggðu. Hér var 18% stýrivextir þegar þau voru í kringum 0% í Evrópu.
Gengisfallið olli stórskaða hér á Íslandi. Þó að það er hægt að finna jákvæðan punkt á því.
Gengsifallið er sönnun þess að gengið var alltof hátt skráð í góðærinu.
Ef við göngum í ESB og tökum upp evru á 130kr mun útflutningurinn búa við núverandi samkeppnisforskoti og fær stöðugleika í kaupbæti.
hvells
![]() |
Kallar eftir sterkari rökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En sagan er samt góð hjá Bretunum! :)
Jónsi (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 23:50
Er það náttúrulögmál að krónunni fylgi verðtrygging? Er það ekki þannig að verðtryggingin var sett á því að pólítíkusar þess tíma réðu ekki við fjármálastjórnina.
Það er hægt að færa ágæt rök fyrir því að verðtryggingin sé ekki afleiðing af óstöðugu gengi, heldur sé óstöðugt efnahagslíf afleiðing af verðtryggingunni. Sjá http://www.pressan.is/pressupennar/Olafur_Margeirsson
Dæmin frá PIIGS löndunum sína að vera á evrusvæðinu kemur ekki í veg fyrir slæma hagstjórn. Þú segir réttilega að gengisfall krónunnar hafi valdið stórskaða en hægt sé að finna jákvæða hlið. Er auðveldara að sjá jákvæða hlið á stórskaðanum sem er að verða / er orðinn í Grikklandi?
Kv. Eggert
Eggert (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 09:07
Evru og ESB landið Luxemburg er ríkasta land í heimi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.2.2012 kl. 10:00
Ég hefði nú haldið að Qatar eigi þann heiður (sjá http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(PPP)_per_capita), og eins og sjá má er Ísland líka 10 - 20+% ríkara en ESB og ofar en mörg af ríkjum norður Evrópu.
Kv. Eggert
Eggert (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.