Vinstri stjórnin að standa sig?

Það er svo margt sem ríkisstjórnin hefur gert illa. Þá vegur VG mest og þeirra fjandsemi á öllu sem tengist atvinnulífinu.

En Fitch Ratings gefur Íslandi fína einkun miðað við fyrri álit. 

Lækkun skulda. Afnám haftanna í ferli og svo framvegis.

Gæti verið að vinstri stjórnin er að gera ágætis hluti?

Ég er hinsvegar ekki í nokkrum vafa að Ísland væri að fá ennþá hærri einkun ef VG væri ekki í ríkisstjórninni. 

hvells


mbl.is Fitch hækkar einkunn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei. Vinstri stjórnin er ekki að gera "ágætis hluti".

Það væri auðvitað að æra óstöðugan að telja upp öll þau mistök og klúður sem hér hafa átt sér stað síðastliðin þrjú ár, enda löngu fullsýnt og sannað að það litla sem þessi stjórn hefur gert, það hefur hún gert rangt.

Sá bati sem hér hefur átt sér stað hefur gerst ÞRÁTT FYRIR vinstristjórnina ... ekki vegna hennar. Eiginlega megum við þakka Guði fyrir hennar illræmda aðgerðarleysi, því það hefur í það minnsta lágmarkað tjónið.

Ég hugsa reyndar að þú vitir þetta alveg sjálf(ur), því fyrir ári síðan hefði verið slegið upp stríðsfyrirsögninni "Vinstri stjórnin að standa sig!", en nú er skimað varlega í kringum sig og svo spurt feiminslega: "Getur ekki verið að stjórnin sé bara að gera ágætis hluti, ha, krakkar? Er það ekki alveg hugsanlegt? Æ-i plís, krakkar - ekki vera svona leiðinleg! Segiði já!"

Ef þig vantar einhvern til að stappa í þig stálinu og telja í þig kjarkinn, þá eru þeir ansi fáir eftir sem halda uppi einhverjum vörnum fyrir þessa viðbjóðslegu ríkisstjórn sem hefur lítið gert annað en að fótum troða almenning í landinu.

Birgir (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 17:24

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Það eru fyrst og fremst neyðarlögin sem eru að bjarga þessari þjóð, og ekki má gleyma Krónunni

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 17.2.2012 kl. 17:34

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur. Krónan er að nauðga þjóðinni aftur og aftur.

Birgir.

Þetta er allt rétt hjá þér. Ísland er að standa sig sæmilega þrátt fyrir vinstri stjórn ekki vegna hennar.

En stundum þarf maður aðeins að taka eitt skref afturábak og sjá skóginn fyrir trjánum. Eftir jákvætt mat hjá Fitch þá er holt að spurja sig sjálfann. "gæti verið að vinstri stjórnin er að gera rétt?"

Ef ekki... þá hefur þú bara komið að þeirri niðurstöðu. Það er hollt að endurskoða álit sitt endrum og eins.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 17:44

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Skrýtið að sleggjuhvellir séu að tala um að "krónan nauðgi" þjóðinni. Krónan er í mínum huga eins og stelpan sem var saklaus á röltinu, henni var svo nauðgað og er svo kennt um nauðguninga. Hún bauð uppá þetta segir gerandinn...

Þetta er aldeilis gott að hafa svona hugsanir eins og sleggjuhvellir og aðrir þeir er tala niður fórnarlambið.

Um ríkisstjórnina er það að segja að hún gerir sem minst annað en að hjálpa þeim er nauðga krónunni (fyrirtækjunum)...

Kveðjur

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.2.2012 kl. 17:54

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Makríllinn er aðallega að standa sig. Kemur askvaðandi frá ESB og syndir hér norður á fullu spani.  Engar smá tekjur af því.

Vistkerfið virðist líka standa sig ágætlega. Hlýsjór er að koma norðan úr Barentshafi (Golfstraumur sem búinn er að fara norður og snýr aftur við niður með A-Grænlandi)

Allt þetta gerir vistkerfið miklu sterkara með meiri veiðimöguleika - við erum bara of varkár í að auka fiskveiðar.  Þaðan koma peningarnir.

Kristinn Pétursson, 17.2.2012 kl. 17:55

6 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Krónan er ekki að nauðga þjóðinni hún er að hjálpa þjóðinni,það hefði Evran ekki getað,eins og hún er uppbygð í dag kanski á það eftir að lagast

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 17.2.2012 kl. 18:01

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan er ekki að hjálpa þjóðinni þegar almenningur er með gengislán og verðtryggð lán

Og ekki eru háir vextir að hjálpa heimilunum heldur.

Krónan er að gera almenningi og fyrirtækjum mjög erfitt fyrir.

Einsog Jón Sigursson forstjóri Össur HF sagði á fundi Viðskiptaráð.

En ég er sammála því að krónan var alltof hátt skráð í góðærinu og við upptöku evru þá þarf að taka EVRUNA upp á genginu 130kr. Svo samkeppnishænin fylgir okkur í ESB.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 18:11

8 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Ekkert nýtt hjá Jóni forstjóra Össurrar, hann hefur ekkert lært af því sem er að gerast í Evrópu,uppbygging Evrunar gengur ekki upp fyrir öll  hagkerfi Evrópu því miður

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 17.2.2012 kl. 18:32

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef Grikkir hefðu ekki falsað sína reikninga og tekið upp Evruna á réttu gengi þá hefði þetta verið ágætt.

Svo má ekki líta frahjá því að ef þeir væru með sinn eigin gjaldmiðil og ekki í ESB þá væri þetta blessaða land fyrir löngu löngu orðið gjaldþrota.

Svo mörg voru þau orð.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 18:41

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo má benda á að ESB landið Luxemborg er ríkasta land í heimi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 18:41

11 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Var ekki búið að dæma þessi gengislán ólögleg???

Svo væri það allveg til að fara úr öskunni í eldinn að henda krónunni fyrir "hrun"evru...

Krónan hin íslenska sem ég hef notað hefur svo aldrei nauðgað neinum svo vitað sé. Þeir sem hafa hinsvegar haft hana milli handa í miklu magni, hafa nauðgað henni. Ríkisstjórnin hjálpar svo þessum sömu fjármagnseigendum og stofnunum, að nauðga þjóðinni.

Forstjóri Össurar talar útfrá eginhagsmunum og það er eitthvað sem aldrei skal hlustað á, slíkt er aðeins fyrir hjarðdýr sem halda í ákveðinn forystusauð. Að ekki sé talað um þegar sumir trúa frekar á evru en eitthvað annað.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 17.2.2012 kl. 18:44

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan hefur valdið kjaraskerðingu atvinnulífsins og almennings í tugi ára.

Verðtryggða krónana okkar er miskunarlaus þegar kemur að heimilum í landinu

Hvert einasta heimili með verðtryggt lán getur staðfest það.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 18:55

13 identicon

Nei, vinstri hægri framog aftur snú stjórnin er hreint ekki að gera ágætis hluti.

Neyðarlögin, gjaldeyrishöftin, krónan, makríllinn og góð loðnuvertíð eru að bjarga því sem hægt er.

Ekkert af þessu hefur neitt með ríkisstjórnina að gera.

Hefði t.d stjórninni tekist að setja svavarsafrekið í lög værum við gjaldrota í dag með allar eigur ríkisins veðsettar til bretlands.

Það voru hræðileg örlog ofan í hrunið að fá þessa skelfilega vanhæfu ríkisstjórn í sárin.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 20:04

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er sammála þér. Sigurður. Vinstri stjórnin er að stórskaða Ísland. Var að lesa þetta í viðskiptablaðinu áðan:

Gestur G. Gestsson, forstjóri
Advania, flutti stutt
erindi um mikilvægi gagnavera.
Hann benti á að bæði
Google og Facebook hefðu
frekar valið að reisa sér
gagnaver í Finnlandi og Svíþjóð
en hér á landi þar sem
viðskiptaumhverfið hér væri
óvinsamlegt erlendum fyrirtækjum
um þessar mundir.

klapp klapp fyrir ríkisstórninnni. þar fóru mörghundruð störf í súginn og milljarða gjaldeyristekjur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 20:56

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Krónan er að nauðga þjóðinni aftur og aftur.

http://www.sedlabanki.is/?PageID=1025

Í peningastefnunefnd sitja Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoëga prófessor.

http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7395

Telur hvells sem sagt að það þurfi að skipta út fólki við þetta borð?

Því gæti ég ekki verið meira sammála.

Læt þó vera að kalla þau nauðgara.

Glæpir þeirra eru annarskonar og alvarlegri.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2012 kl. 21:05

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þó að það komi aðrir menn í staðinn fyrir þessa kappa þá erum við ennþá með handónýtan gjaldmiðil.

Eina lausnin er að ganga í ESB og taka upp evru.

Mögulega að taka einhliða upp annan gjaldmiðil.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 21:17

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þó að það komi aðrir menn í staðinn fyrir þessa kappa þá erum við ennþá með handónýtan gjaldmiðil.

Nú? Eru það seðlarnir og málmskífurnar sem taka vondar ákvarðanir, en ekki fólkið á myndinni sem stjórnar útgáfu peninganna?  Ég er ekki sannfærðum um að dauðir hlutir hafi slíka eiginleika.

http://www.althingi.is/myndir/thingmenn-cache/735/735-220.jpghttp://www.althingi.is/myndir/thingmenn-cache/678/678-220.jpghttp://www.althingi.is/myndir/thingmenn-cache/557/557-220.jpg

Held frekar að ákvarðanir séu teknar af fólkinu á myndunum, ásamt fleirum. 

Er ég að misskilja eitthvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2012 kl. 21:52

18 identicon

Góður Guðmundur Ásgeirsson.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 23:00

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

Þú gleymdir öllum hinum 500 ráðherrum sem hafa verið við lýði seinustu 100 ár.

Krónan hefur aldrei verið stöðug. ALDREI.

HVELLS

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2012 kl. 01:13

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í stuttu máli sagt þá er það að slamma upp þrem andlitsmyndum á comment kerfið engin rök. ..

Krónan er lítil og óstöðug.. minnsti gjaldmiðill í heimi og þrátt fyrir að við verum með ábyrga stjórnmálamenn þá þarf ekki nema einn vogunarsjóð til að kaffæra krónunni... 

það er hægt að verjast því með risastóran gjaldeyrisvarasjóð en það kostar gríðarlega fjármuni.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2012 kl. 01:15

21 identicon

Ég vil bara benda á að íslenska krónan er alls ekki minnsti gjaldmiðill í heimi. Sem dæmi mætti nefna dollarann á Barbados. Það er töluvert minni mynt en er þó stöðug og góðkennd í hinum alþjóðlega gjaldeyrismarkaði. Það eru sumsé engin rök að krónan sé svona lítil. Þið verðið að finna betri rök en þetta...

Karl (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 01:56

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Karl.

Það er búið að festa Barbados dollar við USD.

"Since July 5, 1975, the Barbados dollar has been pegged to the US dollar at US$1 = Bds$2."

 Það er lágmark að menn vita hvað þeir eru að tala um þegar þeir tjá sig.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2012 kl. 10:11

23 identicon

Krónan væri sennilega ekki vandamál ef við hefðum vandaðri stjórnmálamenn.

Krónan hefur samt þann galla að það er ákaflega auðvelt að misnota hana af íslenskum stjórnmálamönnum, sem virðast vera með þeim vanhæfustu og spilltustu, a.m.k. á vesturlöndum.

Íslenskum stjórnmálamönnum hefur hingað til einfaldlega ekki verið treystandi til að haga sér eins og siðaðir menn með gjaldmiðilinn okkar og því virðumst við þurfa að skipta um gjaldmiðilinn til að þvinga fram eðlilega hagsstjórn.

Það er engin ástæða, og eiginlega bara alveg útilokað mál að láta sér detta það í hug að núna verði allt í einu einhver breyting, og krónan verði hér eftir stöðugur gjaldmiðill sem mun ekki nauðga almenningi i landinu á nokkurra ára fresti sem afleiðing af spilltum stjórnmálamönnum.

Ekki nema það takist hugsanlega að þurrka algerlega út gömlu fjórflokka mafínua sem stendur saman um að verja hagsmuni prósentsins á kostnað okkar hinna sem tilheyra 99 prósentunum.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 10:16

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Sigurði.

Krónan er fullreynd

Enda handónýt í bullandi höftum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 18.2.2012 kl. 10:30

25 identicon

Allir þeir sem hafa kommentað hérna og varið krónuna benda á að stjórnmálamenn bera ábyrgð.

Krónan þarf að fylgja góðri hagstjórn.

Reynslan sýnir að við höfum átt hræðilega stjórnmálamenn.

Það er spurningum að gefa stjórnmálamönnum fleiri sjénsa, eða ganga í ESB. Þetta er spurningin.

Kanada dollar, USA dollar, Norsk króna er bara fyrirsláttur, leið til að leiða umræðuna í eitthvað rugl

sleggjan (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 11:15

26 identicon

Það er auðvitað glórulaust að segja að hundruðir stjónmála- og embættismanna gegnum áratugina hafi verið vanhæfir, lélegir og jafnvel illgjarnir og þess vegna sé krónan slöpp. Slík röksemdarfærsla tekur engu tali. Sagan og reynslan hefur einfaldlega sýnt okkur að miðað við allar okkar forsendur og smæðina getum við ekki haldið stöðugum gjaldmiðli með hörmungarafleiðingum fyrir almenning í landinu. Almenning sem fær laun í annari mynt en skuldirnar sínar. Almenning sem fær óverðtryggðar krónur í laun en er með allar skuldir í verðtryggðum krónum. Almenningur mun alltaf koma illa út úr þessum aðstæðum og eina leiðin er að taka upp Evru í samvinnu við Evrópska seðlabankann. Jóhanna, Steingrímar, Davíð, Össur eða hver annar sem er getur verið góður, vondur, lélegur hefa ekkert með þessa staðreynd að gera. Krónan heldur almenningi í fjötrum og hefur alltaf gert.

Páll (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 15:26

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur Ásgeirsson er með pottþétt rök, eins og venjulega. Það væri öllum hollt að hlusta á hans réttlátu rök, sem vilja raunverulegt réttlæti.

Ísland er með stjórnarskrá og lög, sem er ólöglegt að fara ekki eftir.

Lagasetningar-stofnunin Alþingi Íslendinga, og spillingar-klíku-stjórnsýslan á Íslandi brýtur lög og stjórnarskrá, og hefur gert í marga áratugi. Evran breytir þessum vinnubrögðum ekki, þótt það væri óskandi að hún gerði það.

Töfralausnir eru fals-lausnir stjórnmálaklíkunnar. Þeir sem mótmæla óréttlætinu eru útskúfaðir úr klíkunni. Ekkert nýtt við þannig vinnubrögð í valdagræðgi-heiminum.

Spillt og ólögleg vinnubrögð valdagráðugra auðmanna, er rót vandans á Íslandi og um allan heim.

Þetta vita allir, en samt er haldið áfram á sömu tortímingarbraut!

Til hvers?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.2.2012 kl. 21:03

28 identicon

Þykist ekki hafa vit á þessu og kem því þessari spurningu að eingöngu fyrir forvitnissakir: Fyrst Barbados gat tengt sinn gjaldmiðil við USD, gætum við ekki gert slíkt hið sama? Óska eftir málefnalegum svörum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 20:22

29 identicon

Sá sem man betur getur leiðrétt mig en mig minnir að þessi erlendu matsfyrirtæki hafi á sínum tíma, nokkrum mánuðum fyrir hrun gefið Íslandi topp einkunnir þrátt fyrir yfirspennu á hagkerfinu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 23:14

30 identicon

Æi, ekki láta svona hvellur. Það er lágmark að þú sért ekki svona vitlaus að halda að ef Barbados getur tengt dollarann sinn við aðra mynd, að það sé ekki hægt hérna líka. Vandamálið er ekki myntin, heldur stjórnunin. Auk þess er þetta aukinheldur minni mynt en ISK og það er punkturinn; ekki að hún sé tengd við aðra mynt. Dónaskapur þinn rýrir málflutning þinn, mundu það.

Karl (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband