Vonandi merki um það sem koma skal.

Innvinklaður Sjálfstæðismaður djúpt inn í valdaklíkunni var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þetta er stórt skref og ég vona að þetta er merki um það sem koma skal.

Það má deila um hvort dómurinn átti að vera einhver ár til eða frá. En að mínu mati er tvö ár sanngjarn dómur fyrir mann með hreina sakaskrá. Ég var messt hræddur um sýknu. Því þá hefði Sérstakur Saksóknari alveg eins getað lokað búllunni sinni og slökkt ljósin á eftir sér. Það er bara þannig.

FME lét málið niður falla á sínum tíma. Það þarf að rannsaka vel þann gjörning. Hver kom því í gang, hver voru rökin, fagleg?   Spilling?  Formaður FME var í Sjálfstæðisflokknum. Hver voru hans tengsl?

 

hvells


mbl.is Dómur yfir Baldri staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú get ég verið ykkur sammála þó ég sé ykkur ekki alltaf sammála í ykkar skrifum. Svo er bara að ganga á línuna með allt þetta fólk sem "ALLT" í einu fann þörf hjá sér að los sig við hin og þessi bréf rétt fyrir hrun.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 15:09

2 identicon

Það þyrfti að fara að rannsaka þennan svokallaða samráðshóp um fjármálastöðugleika en hann var stofnaður 21 febrúar 2006 af forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti efnahag-og viðskiptaráðuneyti, Seðlabanka og FME. Þarna sátu menn frá öllum þessum aðillum í stjórn en það eru einungis til fundargerðardrög þannig að það er spurning hvort að þeir sem að sátu samráðfundina séu ekki persónulega ábyrgir fyrir ýmsu sem að samráðhópurinn kom í verk.

Tommi (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 18:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það þarf að kalla Rannsóknarnefnd Alþingis aftur saman til þess að gera fullnæjandi skýrslu.

Ríkisstjórnin vildi drög. Þau voru 8 bindi.

Við þurfum 80bindi.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.2.2012 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband