Fimmtudagur, 16. febrúar 2012
Vonandi framtíðin í íslenskri umræðu
http://blog.eyjan.is/mordur/2012/02/16/niu-sinnum-segdu-ja/#comments
Mörður Árnason þingmaður skrifar á bloggið sitt:
Lilja Mósesdóttir fór mikinn í ræðustól þingsins áðan út af hæstaréttardómnum um gengislánin. Lögin væru dæmi um foringjaræði og skort á sátta- og samningsvilja.
Hvernig sem hægt er að fá þessa niðurstöðu í dómsmálinu gleymdi Lilja Mósesdóttir að rifja það upp í ræðu sinni að sjálf greiddi hún atkvæði í lok 2. umræðu um málið níu sinnum, með því að segja já, fyrst við öllum breytingartillögum og svo við málinu sjálfu í heild.
Ætli við höldum áfram öðruvísi en með auðmýkt, við sem studdum þetta frumvarp eða lögðumst ekki gegn því , í desember 2010. Allir alþingismenn nema Hreyfingarfólkið. Líka Lilja Mósesdóttir sem níu sinnum sagði já.
Mjög áhugavert hjá honum. En áhugaverðara er að skoða kommentin. Þar er Lilja Móses að svara bloggfærslunni. Álheiður Ingadóttir þingmaður blandar sér einnig í umræðuna.
Þarna eru þingmenn sem eru í umræðunni að tjá sig á blogginu og kommentafærslum. Lýst vel á þessa þróun. Ágætis viðbót við týpískan fréttaflutning og viðtalsþætti.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.