Miðvikudagur, 15. febrúar 2012
Jákvætt fyrir skuldsett heimili.
Svo lengi sem húsnæðisverð hækkir umfram verðbólgu þá á sér stað eingarmyndun hjá fólki sem eiga húsnæði.
Þetta er mjög jákvætt fyrir t.d skuldsett heimili.
En stóra spurningin er hvort þetta er bóla eða ekki.
Gjaldeyrishöftin skekkir alla mynd.
Eina raunhæfa leiðin til þess að losna við gjaldeyrishöftin og losna við verðtryggðu krónuna er að ganga í ESB og taka upp EVru og losa okkur við höftin í gegnum stuðning við Seðlabanka Evrópu.
hvells
![]() |
Íbúðaverðið á uppleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekkert jákvætt við þetta, allt sem bendir til þess að þetta sé bóla, m.a. vegna gjaldeyrishafta.
Afleiðingarnar eru þær að verr mun ganga fyrir yfirskuldsett heimili að fá raunverulega 110% leiðréttingar ásamt því að þeir sem eru að kaupa i´þessari bólu verða í nánustu framtíð í sömu vandræðum og þeir sem keytpu í síðustu bólu.
Ekkert jákvætt við þetta.
Sigurður H. (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 08:27
Ef þetta er bóla sem á eftir að springa þá er þetta ekki jákvætt.
Það er rétt Sigurður.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 08:42
Hvað ætli bankarnir haldi fast í margar íbúðir sem ekki eru komnar á sölu til að fella ekki markaðsverð? bankarnir þora ekki að horfa framan í systkinin framboð og eftirspurn og halda því framboði niðri. Það á bara að láta hinn raunverulega markað ráða en ekki einhverja bankastarfsmenn sem eru varla hæfir til sinna starfa
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 11:05
Gjaldeyrishöftin skapa þessa spennu... ekki bankarnir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 11:26
Vissulega hafa bankarnir einhverjar íbúðir á efnahagsreikningum sínum.... en það hefur óveruleg áhrif.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 11:27
Ástandið á íslenzkum fasteignamarkaði bendir ekki til þess að bóla sé að myndast um þessar mundir.
Fasteignabólur—rétt eins og aðrar efnahagsbólur—einkennast annars vegar af miklu meiri veltu en venjulegt er á viðkomandi markaði og hins vegar af verði sem hækkar mjög hratt í samanburði við annað verðlag.
Hvorugt af þessu sést á Íslandi þessi misserin. Velta er alls ekki mikil í langtímasamhengi og verð fer ekki hækkandi í samanburði við þær tvær viðmiðanir sem reynast skipta máli þegar litið er til sögunnar, en þær eru byggingarkostnaður og kaupmáttur.
Þannig var þróunin á nýliðnu ári sú að raunhækkun byggingarkostnaðar (þ.e. hækkun byggingarvísitölu umfram hækkun vísitölu neyzluverðs án húsnæðis) var 6,5% og raunhækkun launa á sama mælikvarða 4,4%.
Raunhækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu var hins vegar 4,7% samkvæmt fréttinni sem hér er vitnað til. Fasteignaverðið fylgir því nær nákvæmlega hækkun launa og byggingarkostnaðar, eins og eðlilegt er að það geri til lengri tíma litið.
Birnuson, 15.2.2012 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.