Miðvikudagur, 15. febrúar 2012
Krónan skekkir alla mynd.
HS Orka og árangur þeirra árið 2010 og 2011 er dæmi um hvað krónan er óstöðug og getur skekkt rekstrarmynd á fyrirtæki.
Þú getur verið að slugsa eitt árið og sýnt fram á gríðarlegan hagnað vegna krónunnar.
Svo getur þú verið að standa þig mjög vel rekstrarlega en kemur út í bullandi tapi vegna veikingu krónunnar.
Þetta gengur ekki lengur enda eru flest fyrirtæki hlynnt því að taka upp annan gjaldmiðil eða eru löngu búin að gefa krónunni upp á bátinn og byrjuð að gera upp í erlendum gjaldmiðil.
Eina raunhæfa leiðin til þess að skipta um gjaldmiðil í þessu landi er að ganga í ESB og taka upp evru.
hvells
![]() |
Tap HS Orku 937 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki hægt að reka fyrirtæki á Íslandi með krónuna sem aðal gjaldmiðil.
Guðlaugur Hermannsson, 15.2.2012 kl. 08:54
Það er mjög erfitt. Skekkir alla mynd.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 09:06
Það hefði verið sterkur leikur á sínum tíma að allar norðurlandaþjóðirnar hefðu tekið upp sömu krónuna
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 10:35
Það hefði verið best ef Norðurlandþjóðinar hefðu talað saman 1970 áður en Danir gegnu í ESB.
Stofna "Nordic Union". Þetta hefði verið uppbyggt einsog ESB en bara fyrir norðurlandaþjóðinrar, Grænland og Færeyjar. Þar væri viðtækt samtarf með okkar frænþjóðum. Og sami gjaldmiðill. "Nordic króna"
Við værum öflug rödd á alþjóðarvetvangi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 12:04
ESB já takk
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 15.2.2012 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.