Grikkir eru með allt niðrum sig.

Þeir borga ekki skatta, geta ekki skorði niður og er með allt niðrum sig.

Það er best að þeir verða bara gjaldþrota.... eða virkilega hisja upp buxurnar.

hvells


mbl.is Hætt við evrufund í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að manni finnist eins og þeir verði að byrja að byggja samfélagið innanfrá algjörlega upp á nýtt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.2.2012 kl. 00:06

2 Smámynd: Starbuck

Starbuck, 15.2.2012 kl. 11:29

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekkert ríki verður byggt upp nema innanfrá, og af heimamönnum hvers samfélags. Það verður alltaf að byrja á sjálfum sér. Þetta veit fólk, en heldur samt að það þurfi ekki að byrja á sjálfu sér.

Bankarnir eru rót nútíma þrælahalds og svívirðilegrar stéttarskiptingar.

Það er stærsta rangfærslan í ESB-jafnréttis-friðar prédikununum, að hjálp þurfi fyrst bankaræningjum. Það stangast á við allt jafnrétti, réttlæti og friðarboðskap ESB. Það samræmist ekki hugsjónum kola og stálbandalags Evrópu, sem stofnað var 1951.

Það er að öllu leyti óeðlilegt, að þjóðir fái hjálp frá bandaríkjum (hverju nafni sem þau nefnast), sem standa í samskonar bankaræningja-kreppu, og hafa meir en nóg með sig.

Vegna bankaræningja, sem vinna á vegum svikulla matsfyrirtækja, sem hafa með blekkingum og mútum keypt sér ráðherra, seðlabankastjóra, embættismenn og fyrirtæki að ógleymdum jörðum sem verið er að sölsa undir sig. Þetta allt á víst að réttlæta sem "gróða" fyrir almenning.

Húsbændur og hjú (þrælar) er draumur þessara heims-auðmanna. Ég hef algjöran viðbjóð á þessum mannréttinda-brotaverkum. Raunverulegir réttlætis og jafnréttissinnar sætta sig ekki við svona þræla-kaupmennsku.

Það verður farið í vasa þeirra sem minnst hafa í þessum löndum ESB, til að borga hið ómögulega, sem eru bankabólu-ránin. Gjáin er álíka stór á milli þeirra sem fyrirskipa, og þeirra sem eru látnir borga, eins og milli tveggja vídda í alheiminum, vegna þeirra ólíku reynslu, þekkingar og stöðu í svokölluðum "samfélögum siðaðra".

Þeir sem ekki eru (og vilja ekki tilheyra) yfirstétta og mennta-ofstækisfólkinu bíður ekkert annað en enn meira þrælahald, fátækt og útskúfun úr samfélagi þeirra réttlætiskenndar-lausu, reynslulausu og ofvernduðu sem stjórna. Ef þeir lægst settu eru heppnir, fá þeir mat og húsaskjól í fangelsi, áður en móðir jörð tekur við þeim.

Hólms-heiðarbýlið verður þá notað sem fangabúðir þeirra rændu og minnimáttar á Íslandi. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott, því þá hafa þeir kannski mat og húsaskjól? Restin verður svo notuð á tilraunastofum hátækni-sjúkrahússins "nauðsynlega" og atvinnuskapandi. Það er ekki þörf á að vera gagnrýnin, þegar svona kostaboð bíða þeirra verst sviknu og settu á Íslandi.

Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvaða von illa staddur almenningur í Grikklandi hefur?

Þetta eru nýtísku útrýmingar-aðferðir á þá sem eru ekki tilbúnir að styðja ránin og svikin, eða eru ómenntaðir, sjúkir og gamlir. Þetta er útskýrt og réttlætt með því að öreigarnir (þrælarnir) hafi verið svo "vitlausir", að vera ekki í klíku-hópi valdamiklu og siðblindu bankaræningjanna, og ekki brotið svika-hvítflibba-"löglega" af sér til að fá miskunn alþjóða-yfirstéttarinnar.

Á Íslandi voru allir þeir sem keyptu flatsskjái kringum 2007 gerðir ábyrgir fyrir bankaráns-vafningum hvítflibba-ræningjanna. Svo fáránlegt sem það hljómar. Björgólfi Guðmundsyni fannst þetta bara eðlileg ásökun. Við ættum að muna þetta, þótt komið sé á fjórða ár frá hruni.

Ég finn til með almenningi í Grikklandi, sem eru líkt og almenningur á Íslandi og víðar, gerðir að réttindalausum þrælum í samfélaginu, meðan hættulegum bankaráns-stofnunum, og siðblindum yfirstéttastýrðum auðmönnum og þeirra aðstoðarmönnum (verjendum) er hjálpað og hlíft.

Þvílíkar hamfarir, sem stjórnað er af samviskulausum, siðblindum og fársjúkum manneskjum!

ESB er í raun stjórnlaust og löglaust græðgi-batterí, og almenningur er réttindalaus, vegna þess að ekki er farið eftir lögunum á þann réttláta hátt sem á að gera. Þetta gildir ekki bara í ESB-samkrullinu, heldur í öllum löndum, meir og minna. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós.

Það væri nær að þjóðir styddu hver aðra beint og milliliðalaust, frekar en í gegnum einhverjar spilltar ofverndunar-höfuðstöðvar í Brussel, eða Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem er eign heims-auðmannanna siðblindu og samviskulausu. Það er EKKI algóður, óbreyskur og gallalaus Guð sem stýrir þessum spillingar-búllum, heldur fársjúkir og hættulegir ræningja-auðmenn.

Það ættu allir að vita að enginn er gallalaus, og síst af öllu þeir sem sækjast eftir völdum og illa fengnum rændum auð.

Er virkilega einhverjum sem finnst réttlætanlegt að fórna almenningi í Grikklandi og víðar, fyrir spillta stjórnsýsluna og bankaránin?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband