Mánudagur, 13. febrúar 2012
Lýðfrelsisflokkurinn lofar góðu.
Þetta er flokkur með góða hægri stefnu og vill skoða aðild að ESB.
Þetta er eini raunhæfi valkostur við Sjálfstæðisflokkinn hægra megin á viglínunni.
Það verður spennandi að sjá hvað gerist.
hvells
![]() |
Taka ekki þátt í Breiðfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vona að íslenskir kjósendur láti ekki glepjast til að kjósa þessa breiðfylkingu þar sem hreyfingin og borgarahreyfingin eru innanborðs. Þingmenn þessara "hreyfinga" gerðu sé lítið fyrir að gáfu kjósendum sínum langt nef eftir síðustu kosningar og létu sem þau hefðu komist á þing af sjálfsdáðum en ekki af því að fólk kaus þau. Síðan hafa þau gert það sem þeim sýnist og ekkert hirt um vilja þeirra kjósenda sem komu þeim að kjötkötlunum. Þessir þingmenn komast vonandi aldrei aftur inn á alþingi.
corvus corax, 13.2.2012 kl. 12:51
Hinn ESB sinnaði Lýðfrelsisflokkur hefur ekkert erindi við Íslensku þjóðina.
Nýjasta skoðanakönnun FRBL sýndi það að flokkurinn var með ca 1% fylgi. Samfylkingin sjálft flaggskip ESB trúboðsins á Íslandi mælist aðeins með um 12% fylgi og svo kemur ESB bergmálið Guðmundar flokkurinn með ca 6% fylgi. Samtals hafa þessir þrír stjórnmálaflokkar sem vilja ESB aðild innan við 20% fylgi.
Aftur á móti vilja þeir flokkar sem telja hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan ESB aðildar með yfir 80% atkvæða og þar er meðtalin Samstaða flokkur Lilju Mósesdóttur, sem hefur talað alveg skýrt í þessu máli.
ESB sinnaðir flokkar þurfa að dragnast með þetta ESB lík í lestinni og skuldavafninginn EVRU og því lítil hætta á að þeim verði eitthvað ágengt í kosningum.
ESB aðild Íslands verður aldrei að veruleika og er fyrir löngu andvana dautt steinbarn ESB trúboðsins á Íslandi og þeirra smá seiða sem þeim fylgja.
Gunnlaugur I., 13.2.2012 kl. 13:05
Corvus.
Þessi færsla er um Lýðfrelsisflokkinn.
Fylgstu með áður en þú tjáir þig.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 13:12
Þetta, eins og nokkurnvegin allt annað, hljómar illa. En hey, skárra en Lilja Móses... sem aftur er skárri en Samspillingin og grasasnarnir.
Það er nóg af flokkum núna til að skifta alveg um flokka í stjórn. Samt spái ég að það muni ekki gerast. Svo heppin erum við ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.2.2012 kl. 14:22
@ Gunnlaugur
Talar Lillja Móses skýrt í ESB málum? I viðtali í Síðdegisþættinum segir hún að hún vilji þjóðaratkvæði um samninginn. Húnn segist vilja vera samkvæm sjálfum sér með því að vilja lýðræði. Og lýðræði við að kjósa nei eða já við samningnum er bara basikk.
Veit ekki hvaða skýrleika hjá Lilju þú ert að ræða um, þú kannski upplýsir okkur um það.
kv
sll
sleggjan (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 15:55
Já samkvæmt stefnuskrá Samstöðu þá telja þeir að "hagsmunum íslensku þjóðarinnar sé betur komið utan ESB en innan þess yfirríkjabandalags" getur það verið skýrara. Þó svo að þau séu ekki beinlínis á móti því úr því sem komið er að það verði kosningar um þetta. Ég og margir harðir ESB andstæðingar erum á báðum áttum um þetta, vegna þess að hið háværa ESB trúboð mun aldrei hætta ef að þessi vitleysa verður stöðvuð öðru vísi en með þjóðaratkvæði. Þegar að þjóðin verður endanlega búinn að fella ESB aðild í þjóðaratkvæði þá getið þið ekki vænst þess að ESB komi á dagskrá aftur fyrr en um miðja þessa öld.
Gunnlaugur I., 13.2.2012 kl. 19:08
Eftr þjóðaratkvæðisgreiðslu um ESB samninginn þá verður þetta mál ekki á dagskrá næstu 15-20árin.
Þess vegna er stórfurðulegt að NEI sinnar vilja hætta við þetta ferli. Það hefur aldrei verið jafn hagstætt fyrir NEI sinna að klára málið. Á meðan Evrópa logar og mikill meirihluti Íslendinga vilja ekk þarna inn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 19:12
Þess vegna er stórfurðulegt að NEI sinnar vilja hætta við þetta ferli.
Er furðulegt að mæla ekki með því sem maður er á móti?
Mér finnst það einfaldlega heiðarlegt að láta afstöðu sína skýrt í ljós.
Þetta viðhorf mitt kann að skjóta skökku við í augum sumra.
Enda þrífst allt sem tengist þessu aðildarferli á froðukenndum hálfsannleik.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2012 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.