Sunnudagur, 12. febrúar 2012
Lýðræðisástin hjá Framsóknarflokknum er horfinn.
Það er sorglegt að lýðræðisástin hjá ungum Framsóknarmönnum er ekki meira en þetta.
Hvað varð um umbæturnar í flokknum?
Hvað varð um nýja Ísland?
Allir þeir sem stóðu að svokallaðar endurbætur á Framsóknarflokkinum er flóin frá þjóðernisöfgunum.
Að vilja svifta rétt þjóðarinnar að kjósa um samning að ESB er sorgleg og kemur öllum á óvart.
hvells
![]() |
SUF vill draga ESB-umsóknina til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei þessi afstaða kemur engum á óvart enginn flokkur hefur tekið skýrari afstöðu gegn aðild íslands að esb og það mun tryggja þeim einhver atkvæði sem fóru til vg í síðusu kosningum.
Ef marka má síðasta landsfund x-d er flokkurinn ef eitthvað að milda afstöðu sína eða hvort það sé ekki bara gert til að flokkurinn klofni ekki.
Óðinn Þórisson, 12.2.2012 kl. 18:16
Ungu frammaranir eru lýðveldissinnar, það verður ekki sagt um Baugssleggjuna.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 20:05
engin getur verið fylgjandi lýðræði nema vilja ganga inn í ESB. er semsagt noregur ekki lýðræðisríki því þar vill almenningur ekki ganga í ESB?
Fannar frá Rifi, 12.2.2012 kl. 22:15
Þvílíkur heilaþvottur sleggjuhvells.
Það hlítur að vera rannsóknarefni að geta svona endalaust barið hausnum við steininn án þess að bíða af því veurlegan skaða.
Þetta hljóta að vera massívir gúmmíhausar, sem það geta. Djéssúss!!
Benedikt V. Warén, 12.2.2012 kl. 23:28
Hverjir sviptu almenning þessa lands, réttinum til að kjósa um hvort fara ætti í aðildarviðræður?
Minnið er kannski dálítið takmarkað hjá mér, en ég treysti á heiðarlegar upplýsingar og svör við þessari spurningu minni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.2.2012 kl. 01:21
Fannar
Í Noregi hefur þjóðin tvisvar sinnum fengið að kjósa um ESB samninginn.
Við Íslendingar höfum aldrei fengið að gera það.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 08:54
Hvells. Þú skrifar:
"Í Noregi hefur þjóðin tvisvar sinnum fengið að kjósa um ESB samninginn.
Við Íslendingar höfum aldrei fengið að gera það."
Hefur þú hugleitt það sem þú ert að fjalla um hér að framan?
Benedikt V. Warén, 13.2.2012 kl. 12:52
já
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 14:22
Hvells.
Þá veistu að Normenn höfnuðu því að hefja aðlögunar- og umsóknarferlið.
Þú og þínir líkar, stóðu í vegi fyrir því að hægt væri að kjósa um hvort við vildum sækja um.
Það er lýðræðisástin þín og þinna líka í hnotskurn. Semsagt engin.
Benedikt V. Warén, 13.2.2012 kl. 14:50
Norðmenn höfnuðu samningum.
En þeir spurðu ekki þjóðina "hvort eigi að hefja samningaviðræður" einsog margir halda.
http://en.wikipedia.org/wiki/Norway%E2%80%93European_Union_relations
Niðrustaða: Þú Benidikt ert með óþarfa skæting hér á síðunni en þegar öllu er á botn hvolt þá er það þú sem ert að vaða í skít og drullu og ert með allt niðrum þig.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 15:44
@ Anna
"Hverjir sviptu almenning þessa lands, réttinum til að kjósa um hvort fara ætti í aðildarviðræður?"
Í hvaða löndum hefur það verið gert? Enn og aftur, af hverju þurfum við Ísleningar að vera svona svakalega spes.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 15:57
Hvells. Ég get fúslega viðurkennt að ef til vill hef ég treyst um of á minni mitt, hvað varðar norðmenn. Það breytir ekki því, að þeir hefðu þá betur lagt minna í undirbúning og kosið strax, eins og við íslendingar höfðum tækifæri á að gera og spara á því umtalsvert fé.
Sjálfstæðismenn gátu opinberað sína djúpu lýðræðisást á Alþingi, - en nei; þeir komu í veg fyrir það, með fulltrúum eins og þú ert (eða þið einn, tveir eða fleiri í ritstjórn þessa bloggs) og eru ekki þar af leiðandi ekki enn búnir að bíta úr nálinni með ESB umsóknina né heilindi flokksins út á við. Trúverðuleiki sjálfstæðisflokksins beið verulegan hnekk við þann gjörning.
Það er jafnframt merkilegt, að ítrekað þarf að kjósa um inngöngu, en aldrei hef ég heyrt um að þess þurfi eftir að inn er komið.
Undanfarið hafið þið slegið fram fullyrðingum sem enginn fótur er fyrir og þegar óskað hefur verið eftir því að þið sýnduð einhverja innistæðu fyrir fullyrðingum ykkar, skríðið þið eins og rakkar lengra inn ykkar myrka skot og svarið engu.
því finnst mér niðurstaða þín (ykkar) toppa allt ruglið sem frá ykkur kemur. Það vita fæstir við hvern er verið að fást á blogginu (sem betur fer) og því ferst ykkur mjög illa úr hendi að vera með umvandanir.
Benedikt V. Warén, 13.2.2012 kl. 21:46
Íslendingar kusu nýtt þing fyrir 3 árum í LÝÐRÆÐISLEGUM kosningum. Meirihluti þess þings ákvað síðan að fara í aðildarviðræður við ESB.
(Og af hverju var farið í þessar kosningar fyrir 3 árum ? Jú, þjóðin heimtaði, réttilega, kosningar þá, kaus og fékk mikið af nýju fólki á þing (of mikið af gamla liðinu líka) og nýja ríkisstjórn).
Samþykkt var að leggja síðan þann samning sem kemur út úr þeim viðræðum fyrir dóm þjóðarinnar. Setja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það verður gert. Um það eru allir sammála.
Hvað er hægt að hafa lýðræðið meira en þetta ???
Eigum við kannski alltaf að segja hér eftir að það sem meirihluti Alþingis samþykkir sé bara ekki lýðræðislegt ???
Það væri hinsvegar MJÖG ólýðræðislegt að leyfa okkur Íslendingum ekki að kjósa um væntanlegan samning. Það fólk sem vill taka af okkur þann rétt getur aldrei kallað sjálft sig lýðræðissinna.
Þá hafa skoðanakannanir sýnt að mikill meiri hluti þjóðarinnar (63%) vill ljúka viðræðum.
Nú er svo komið að þjóðin vill fá að kjósa aftur. Og það styttist í það. Kannski nokkrir mánuðir í kosningar, kannski 1 ár. Og hvað svo ? Hvað haldið þið að komi út úr því ?????
Mér sýnist stefna í tvennt. Við fáum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn aftur til valda og er það þá ekki bara mátulegt á okkur ? Eða einhvern sambræðing af óskhyggjuliði og þjóðrembusinnum og er það þá ekki bara mátulegt á okkur líka ?
Eitt er víst að við erum ekki að fara að sjá fólk eða flokka sem ráða betur við ástandið heldur en þessi ríkisstjórn hefur gert.
Og þá segi ég bara; enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Fyrirgefið hvað þetta var langt hjá mér háttvirtu síðueigendur.
Láki (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.