Föstudagur, 10. febrúar 2012
Margar undirskriftir hafa safnast í áskorun til Forseta
Undirskriftasöfnunin handa Ólafi Forseta er að ljúka. Hann er kominn með rúmlega 20þúsund undirskriftir. Það er talist lítið. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar vildu fá 40 þúsund. En mér finn 20þúsund undirskriftir mjög mikið. Þetta er áskorun á einn einstakling að halda áfram að sinna starfi sem hann hefur sinnt síðan 1996. Hann er einnig umdeildur. 20 þúsund er ekki amalegt og getur Ólafur verið sáttur. Við erum ekki nema 300þúsund hér á landi. Og kosningabærir ennþá færri. hlutfallið er mjög gott.
Ekki er hægt að bera þetta saman við Icesave, lán heimila og EES til Vigdísar.
Uppfært 11.feb: Undirskriftirnar orðnar tæplega 30 þúsund.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2012 kl. 18:44 | Facebook
Athugasemdir
Krafan er að ÓRG gefi skýr svör um hvort hann hyggist gefa áfram kost á sér.
Það eru mun færri sem munu hugleyða framboð gegn sitjandi forseta en ef allir myndu sitja við sama borð - nafn Rögnu Árnadóttur hefur komið og einnig Þórólfs Árnasonar.
Óðinn Þórisson, 11.2.2012 kl. 11:13
Ólafur er þaulreyndur pólítíkus. Hann gefur ekki skýr svör af ástæðu. Hann er meið eitthvað game plan.
sleggjan (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 12:01
Þetta er ótrulega fáar undirskriftir. Sérstaklega í ljósi þess að það er enginn að fara yfir undirskiftir þeirra sem skora á Ólafu. Andrés önd og Mikki mús eru pottþétt búinn að skora á Ólaf nokkrum sinnum.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir stuðningsmenn Ólaf.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 12:06
Undirskriftirnir eru orðnar tæplega 30.000 - ekki rúmlega 20.000.
Það er nú nokkuð vel af sér vikið þegar ekki er um neyðarmál að ræða.
Svo alveg burtséð frá því hvort Ólafur gefur kost á sér aftur eða ekki; næsti forseti þarf að kunna til verka og vera viðbúinn því að gegna sínu veigamesta hlutverki - sem er að vera fulltrúi almennings gagnvart apparatinu.
Sennilega hefur öll fjölskyldan í Andabæ skrifað undir með einmitt það sjónarmið í huga...
Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 18:04
Tölurnar uppfærðar,þakka ábendinguna
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.