Föstudagur, 10. febrúar 2012
Björt framtíð mælist með lítið fylgi
Flokkurinn hans Guðmundar Steingrímssonar mældist með 6% fylgi í nýlegri skoðanakönnun. Er frekar hissa. Hefði haldið að hann væri með meira fylgi. Sérstaklega í ljósi þess að ný framboð mælast oftast vel í skoðanakönnunum en svo fá lítið í kosningum. Einnig út af það er svo lítið traust til fjórflokksins og alþingis.
Samstaða mælist með hátt fylgi. Þetta er gott nafn á flokki. Lilja Móses er á góðu flugi. Væntanlega vegna þess að hún lofar að taka á húsnæðislánum fólks. Þegar nær dregur þá greinir hún væntanlega frá því hvernig hún ætlar að fara að. Í viðtali á Útvarpi Sögu sagði Lilja að hún ætlaði að leggja sérstakan bankaskatt til að fjármagna lánaleiðréttingarnar. Bankarnir eru að skila milljörðum í hagnað. Þess vegna á að skattleggja hann duglega og nota peninginn fyrir heimilin.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hagnaður bankana var vegna endurmetnar eingir. Rekstarhagnaðurinn var við núllið.
Þetta var hagnaður sem kemur bara einusinni.
Og því algjört glapræði að skatta bankana meira. Ofan á sérstakan fjársýsluskatt sem Steingrímur setti á um áramótin.
Þetta er tómt lýðskrum hjá Lilju.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.