Föstudagur, 10. febrúar 2012
Flugvöllurinn er betur settur annarstaðar en í miðbæ Reykjavíkur.
Ég er sammála þessu :
Ljóst er að flugvöllurinn gegnir veigamiklu hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar
Hann gegnir besta hlutverki á samkomumálum með því að fara burt úr miðbænum. Við það mun byggðin í Reykjavík þéttast. Vatnsmýrin er tilvalin íbúðarbyggð.Stórir vinnustaðir einsog HR, HÍ og Landsspítalinn er þarna í nágreninu. Með þéttingu byggðar mun íbúum Reykjavíkur gefinn kostur að nota eitthvað annað en einkabílinn sem samgöngu nr 1. Þetta sparar tíma, peninga og gjaldeyristekjur. Og eykur almennt velferð í landinu en nýleg könnun leiddi það í ljós að Íslendingar eyða hvað mest í samgöngur (bílar og bensín) miðað við nágrannaþjóðir okkar.
hvells
![]() |
Líflínan liggur í gegnum flugvöllinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvells. Ertu ekki enn búinn að ná þessu með flugvöllinn? Ertu tregur?
Benedikt V. Warén, 10.2.2012 kl. 12:59
Rétt Sleggjuhvellur.
Byggðamál eru mikilvæg, en flugvöllur ofan í miðbæ höfuðborgar, við þessar aðstæður, þekkist hvergi og er gjörsamlega galið.
Fari flugvöllurinn mun flugumferð minnka um helming innanlands. Það er mjög umhverfisvæn breyting.
Skúli Guðbjarnarson, 10.2.2012 kl. 14:00
Ef flugvöllurinn á að vera annars staðar þá á spítalinn að vera annars staðar. Þið þarna í bænum gleymið því að þessi spítali er fyrir ALLA landsmenn. En ekkert mál, færið þetta bara til Keflavíkur en þá skal spítalinn vera þar líka og stjórnsýslan.
Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 14:45
Er Skúli tregur líka?
Benedikt V. Warén, 10.2.2012 kl. 15:13
Flugvöllurinn er þjóðareign og hluti af öllu samgöngukerfi landsins. Það er jafnfáránlegt að tala um flutning flugvallarins eins og að flytja höfuðborgina Reykjavík austur á Hólsfjöllauk þess er talað er um sjúkrahús þá er því best fyrir komið í Fossvoginum, þar er land rými amk enná, þar ætti að reysa hátækni sjúkrahús með ofaná 3ja hæða bílakjallara, þar sem einnig væri velkomið fyrir ýmisi tækniþjónustu, vararafstöð ofl.
Jón Svavarsson, 10.2.2012 kl. 15:33
Þeir sem eru ekki sammála Benedikt eru tregir, þá vitum við það.
Í öðrum löndum eru sjúkrahús í margra klukkutíma fjarlægð frá flugvöllum. Af hverju þurfum við alltaf að vera svona svakalega spes.
sleggjan (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 15:50
Við erum ekkert spes, alþjóðaflugvellir eru langflestir í eða í jaðri stórborga, ef þeir eru ekki inní miðri borg þá er byggð allt í kringum þá er það ekki sami hluturinn! í París eru 2 flugvellir í london eru þeir 5 þar af einn inní miðri borg við Thamesánna, Kastrup er á Amager alveg við byggðina annarsvegar og sjó hinsvegar eins og í Reykjavík, við getum haldið áfram að telja, við getum líka horft til þess hvernig sementskassa byltinginn hefur hrakið hestamenn þvers og kruss um höfuðborgarsvæðið og nágreni, er þetta skynsamlegt að kosta alltaf til bara fyrir nokkra steinkassa og kerlingar!
Jón Svavarsson, 10.2.2012 kl. 16:07
Þeir eru tregir sem ekki skilja að það fylgir vandi vegsemd hverri og að vera höfuðborg ríkis er ekki eingöngu til þess eins að sjúga fjármuni til sín. Þjónustan innan borgarmarkanna, sem kostuð er af almannafé, er líka þjónusta við þá sem taka þátt í þeim kostnaði við að reka hana. Því fylgja þær skyldur í för með sér, að hindra ekki aðgang að þeirri þjónustu. Af hverju þarf spítlainn að vera við Hringbraut? Er ekki næt að koma nýju sjúkrahúsi nær krossgötum? T.d. við borgarspítalann eða inn við Geirsnef.
Hver einasta höfuðborg, sem vill standa undir því sæmdarheiti, hefur umferðamiðstöð á besta stað í borg sinni. Flestar hafa járnbrautastöðvar í miðju borganna og engum heilvita hugsandi manni dettur í hug að fjargviðrast út af því. Þeir sem ekki eru tregir vita þetta og jafnframt er þeim kunnugt um það, að lestir eru ekki gerðar út á Íslandi.
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er okkar samgöngumiðstöð, eða "járnbrautarstöð" og tekur ekkert meira pláss frá borgarbúum en sambærileg mannvirki í alvöru höfuðborgum erlendis, þar sem búa alvöru borgarar, sem skilja flestir hlutskipti það sem felst í að vera Höfuðborg.
Ég varpaði fram spurningunni um hvort menn væru tregir. Var sleggjan staðfesta það?
Benedikt V. Warén, 10.2.2012 kl. 19:12
Sleggjan ætt svo að nefna borg sem styður eftirfarandi fullyrðingu hans:
" Í öðrum löndum eru sjúkrahús í margra klukkutíma fjarlægð frá flugvöllum."
Benedikt V. Warén, 10.2.2012 kl. 19:18
Benedikt.
Eiga Reykvíkingar alltaf að byggja austar og austar?
Ef það er rétt þá ætla ég að spurja þig hver er framtíðarsýnin þín varðandi umferð og götuskipulag í RVK.
Á hver fjölskylda að eiga sinn eigin bíl þrótt fyrir gríðarlegan kostnað og gjaldeyrissóun... og síhækkandi bensínverð.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 10:56
Hvells
Ekki byggja þeir borgina mikið vestar, - það er klárt
Borgin er að byggjast lengra austur, - Halló
Miðja borgarinnar er sem næst í Elliðavogi
Miðja Stór-Reykjavíkursvæðisins er sem næst Smáranum.
Vatnsmýrin er að verða "úthverfi"
Í borgum ganga strætórar, borgarbúar verða að kunna að nota þá
Svo má þétta byggð
Það má rífa gömul hús og byggja ný á fleiri hæðum
Svo má einnig hætta að þenja Reykjavík út, - er orðin nægjanlega stór
Skipta á fjármunum réttar milli Reykjavíkur og landsbyggðar og þá gerist það að sjálfu sér
Hvar er sleggjan? Lenti hún undir hamrinum? Ekkert svar við fyrirspurn minni #9.
Benedikt V. Warén, 11.2.2012 kl. 12:47
Ef færi að gjósa í Bláfjöllum,hver yrði þá helsta flóttaleið höfuðborgarbúa.?
Flugvöllin í friði í Vatnsmýrinni takk.
Númi (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 13:17
það er rétt að borgin hefur verið að byggjast austur því miður.
En sú þróun er hægt að snúa við. m.a með því að losa sig við flugvöllin.
það er ekki hægt að rífa niður gömul hús og byggja blokkir. flest hús í miðbæ reykjavíkur eru friðuð.
tillögur þínar eru hræðilegar benidikt. ef þú kemur ekki með neitt betra þá eru þín orð sjálfkrafa dauð og ómerk.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.2.2012 kl. 19:13
Alltaf sömu innihaldslausu fullyrðingarnar. Það eru örfá hús í allri Reykjavík sem eru friðuð. Hættið svo þessu bulli, sem engin fótur er fyrir. Leiðinlegt að þið félagar skuluð ítrekað vera uppvísir að rangfærslum.
Benedikt V. Warén, 12.2.2012 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.