Föstudagur, 10. febrúar 2012
Góð samstaða um Samtöðu.
Þetta fylgi kemur mér verulega á óvart. Þetta er tiltölulega nýtt framboð og ég taldi það heppið að ná 5% og mann á þing. Nú er það að skora svipað og XB í fjölda ára.
Ég hélt að Björt framtíð mundi fá í kringum 15-20% fylgi.
Skríllinn er greinilega veikur fyrir lýðskrumi. Ég reyndar vissi það en ekki svona svakalega veikur. Þetta sínir fyrst og fremst hvað menntunarstig þjóðarinnar er byggður á veikum grunni.
Hagfræðideildin er nýlega byrjuð að krefjast inntökuprófa. Ég mæli með að fleiri deildir gera það..... því það er ekki inneign fyrir þessu góðu menntunarstigi sem Ísland er að státa sig að.
hvells
![]() |
Samstaða með 21% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Voðalega ert þú ánægður með sjálfan þig og viss um að þín skoðun sé sú eina rétta.
Ég er bara nokkuð viss um að margt væri skárra á Íslandi ef Lilja hefði fengið að ráða aðeins fleiru.
Deildu nú endilega með okkur hvaða merkilegu menntun þú státar af sem er svona mikið betri en okkar hinna og veitir þér svona mikla innsýn inn í stjórnmálin, innsýn sem við hin getum ekki eignast nema við menntum okkur í þínum háa skóla, yðar hággöfgi.
AH (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 09:25
hágöfgi *
:)
AH (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 09:26
Sýnir bara vanþekkingu þína á lýðskrumi. Það er allt Guðmundarmeginn og Bjartrar framtíðar. Lilja hefur svo sannarlega sýnt að hún er ekki lýðskrumari.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2012 kl. 09:34
Auðvitað er Lilja um 80% lýðskrum. Hún er að telja fólki trú um það, að hún geti bara reddað skuldum þess si sona. Úlendingar eiga að borga skuldirnar, segir hún. Lýðskrum og kjánalæti duðanns.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2012 kl. 09:47
Miðað við allar málfars og stafsetningarvillurnar í þessum stutta pistli þá er spurning hvort mbl.is ætti ekki að krefjast inntökuprófa áður en þeir leyfa fólki að tjá sig á blogginu...?
Pétur Harðarson, 10.2.2012 kl. 10:05
Sammála Ómari. Hjá Lilju er það 80% lýðskrum.
En það er alþekkt að ef fólk þorir ekki í málefnið þá er ráðist á stafsetninguna.
Svipað og að ráðst í manninn ekki boltann.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 10:11
Eins og hægt sé að rökræða við Hvells og Sleggju. Ég get svo sem sagt mitt álit á þessum pistli sem er einfaldlega það að mér finnst hann yfirfullur af hroka. Aukin menntun þýðir ekki auknar gáfur eða aukið siðferði. Lýðskrum virkar ekki minna á menntað fólk. Það ætti að vera augljóst er það ekki? Sleggjan og Hvells eru tilbúin að segja hvað sem er svo lengi sem það styður við þeirra blindu sýn á ESB. Raunveruleiki og staðreyndir skipta þar litlu máli. Flestir pistlarnir ykkar eru því hálfgert lýðskrum er það ekki?
Pétur Harðarson, 10.2.2012 kl. 10:26
Er nú ekki hissa á því að þið hafið misreiknað ykkur í þessu eins og svo mörgu öðru og ofmetið stórlega mögulegt fylgi ESB vingulsflokks Gumma Steingríms. Það eins máls framboð á greinilega ekki bjarta framtíð fyrir sér, þrátt fyrir nafnið.
Svo ferst ykkur illa og rökstyðjið það ekki neitt að kalla framboð Samstöðu, "lýðskrumsframboð". Það er bara hroki af ykkar hálfu að tala svona.
Bara að benda ykkur á að samkvæmt þessari könnun þá njóta flokkar sem eru andsnúnir ESB aðild Íslands rúmnlega 80% fylgis. Flokkar sem styðja ESB aðild njóta innan við 20% fylgis.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 11:26
Gunnlaugur.
Samstaða vill klára aðildarviðræðurnar.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 12:22
Lilja hagar sér eins og Ögmundur.
Segir eitt og gerir svo annað þegar kemur að kjósa á Alþingi.
Mér finnst dapurt þegar fólk velur sér "leiðtoga" án þess að kynna sér verk þeirra.
Stefán (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.