ESB er að bjarga Grikkjum.

Svo betur fer er Grikkland í ESB því annars væri þessi þjóð löngu orðin gjaldþrota. Einsog staðan er í dag þá er allt gert til þess að hjálpa bræðra þjóð ESB. Jafnvel boðist til að fella 70% af skuldum Gríska ríkisins (á Íslandi týmdi enginn að fella niður 20% af skuldum heimilana).

Þessi Grikkja krísa sínir enn og aftur hversu gott er að vera í ESB. Gott að vera innan í bandalagi þar sem allir standa saman.

Grikkland var ekki tilbúinn í Evruna á sínum tíma og fösluðu reikningana sína en það er allt gleymt og grafið. Nú fer öll orka ESB að hjálpa þjóð í vandræðum.

Annað en gerðist á Íslandi á sínum tíma. Við vorum skilin eftir bjargalaus þegar mest á reyndi.


mbl.is Grikkjum sett hörð skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar lýsingar ykkar á meintri björgun ESB á Grikkjum og hversu rosalega gott sé að vera í ESB þar sem allir standi saman, er gráthlægileg öfugmælavísa.

Minnir einna helst á þegar Sovétríkin og Ráðstjórnarríki Austur Evrópu réðust inn í Tékkóslóvakíu til þess að bjarga þjóðinni eins og þeir sögðu þá.

ESB er ekki að bjarga Grísku þjóðinni neitt !

Þessi forna og merka menningarþjóð er nú að upplifa og þola mestu og verstu niðurlægingu sem hún hefur mátt þola í gjörvallri sögu þessarar merku þjóðar og það af þessum líka svokölluðu "vinum" sínum, eins og þið kallið þetta ofríkis bandalag ESB með Þjóðverja fremsta í flokki!

Enginn þjóð á síðari tímum hefur mátt þola aðra eins smán og niðurlægingu og Gríska þjóðin er nú leidd í gegnum af kröfu ESB. Versala samningarnir voru nauðungarsamningar þjóðverja og Rómverjar til forna fóru hraksmánarlega með skattlendur sínar en þetta ofbeldi og þessi smán slær öllu út.

Gríska hagkerfið er aðeins 3% af öllu hagkerfi ESB en samt gengur Bandalagið fram af þessari dæmalausu hörku gagnvart þessari smáþjóð.

Þeir eru auðvitað ekki að bjarga Grikkjum, þeir eru að bjarga helstu braskbönkum á ESB/EVRU svæðinu, svo þeir skaðist sem minnst yfir óvarlegum útlánum sínum til Grikkja því að hætta er á að þeirra tjón myndi skaði EVRUNA hinn pólitíska eitur-skuldavafning !

Þetta mun ekki leiða til annars en mikillar ógæfu, enda er Grískur almenningur brjálaður og hvert allsherjarverkfallið rekur nú annað til að mótmæla "björguninni og skilyrðum hennar !

Þetta leiðir aðeins til upplausnar og uppreisnar og í versta falli stríðsátaka. Þannig er nú hið svokallaða "friðarbandalag ESB" eins og toppfígúrurnar kalla það á tyllidögum nú í óða önn að undirbúa jarðveginn fyrir raunverulegt stríð !

Grikkir hefðu betur aldrei gengið í ESB, hvað þá tekið upp þennan stórhættulega gjaldmiðil EVRUNA sem hefur gjöreyðilagt efnahag og atvinnuvegi þeirra á örfáum árum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 10:04

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Gunnlaugur. Það er eitt að vera á móti evrunni, en þetta er út í hött.

Hvernig villtu þá skýra það sem gerðist hérlendis, með sömu rökum og þú varst að beita var það krónunni að kenna?

Það eru ekki braskbankar sem lána í ríkisskuldabréf, það hefur verið talin öruggasta fjárfesting sem hægt er að fá fram til þessa.

Teitur Haraldsson, 10.2.2012 kl. 10:16

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" bjarga helstu braskbönkum á ESB/EVRU svæðinu, svo þeir skaðist sem minnst yfir óvarlegum útlánum sínum til Grikkja"

 Ertu að kenna lánastofnunum að lána óvarlega. Er ekki frekar ábygðin hinumegin. Þ.e lántakinn??

Svo er jákvætt að NEI sinni einsog þú ert að benda á friðarbandalagið ESB. ESB er valdur þess að það hefur ekki brotist út stríð á þessu svæði síðan ESB var stofnað. Þökk sé ESB. Mjög ánægjulegt að þú bendir á þessa staðreynd. En þessar fabúleringar um stríð í framtíðinni er ekki í spilunum einsog er. Allir sjá það.

En ef Grikkland væri ekki í ESB þá væri þessi þjóð löngu löngu löngu löngu orðin gjaldþrota.

Það er bara þannig.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband